Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2012, Síða 30

Ægir - 01.01.2012, Síða 30
30 ið þátt í leiðöngrum á Dönu, hinu þekkta danska hafrann- sóknaskipi, á árunum 1938 og 1939. Hann var nýlega kominn heim og byrjaður að vinna á fiskideild Atvinnu- deildar háskólans þegar Morgunblaðsgreinarnar birt- ust. Fyrri greinin hefst á þessa leið: „Íslendingar eru meðal mestu fiskveiðiþjóða í Evrópu, en sú eina, sem aldrei hefur starfrækt haf- rannsóknaskip, eigum við þó meira undir sjávarafla en nokkur önnur Evrópuþjóð. Virðist augljóst að erlendis er nú að hefjast nýtt tímabil í fiskirannsóknum, markað dýpri skilningi þjóðanna á nauðsyn vísindalegrar þekk- ingar á hafinu, svo og lifnað- arháttum fiskanna og lífsskil- yrðum.“ Þá gerir hann grein fyrir því að allar helstu fisk- veiðiþjóðir eru að efla haf- og fiskirannsóknir, meðal annars með því að undirbúa smíði á nýjum rannsókna- skipum. Um fyrirætlanir Norðmanna benti hann á að ákveðið hefði verið að hval- veiðiskipi sem var í smíðum skyldi breytt í nýtísku haf- rannsóknaskip og hafin væri athugun á nothæfni asdik- tækis til síldarleitar en eins og kunnugt er var það notað við kafbátaleit á stríðsárunum. Í síðari greininni bendir Hermann meðal annars á að Ísland sé orðið eitt af þátt- tökuríkjum Alþjóðahafrann- sóknaráðsins og hefur þar sömu réttindi og skyldur sem aðrar fullvalda þjóðir. Her- mann heldur áfram: „Réttind- in eru þau að við getum skot- ið aðkallandi friðunarmálum til úrskurðar ráðsins, eins og við gerum nú um friðun Faxaflóa. Ennfremur, að við getum borið fram tillögur um rannsóknir við Ísland, í sam- ræmi við þær sem við höfum sjálfir í hyggju að framkvæma þannig að gagnkvæmur hagnaður verði af starfinu. Á fundum ráðsins eru ræddar tillögur um rannsóknir ákveð- inna svæða. Þar fáum við upplýsingar um fyrirætlanir erlendra vísindamanna að því er snertir rannsóknir á ís- lenskum fiskistofnum og eðli hafsins kringum Ísland og getum sett fram óskir okkar í því sambandi. Á hinn bóginn er til þess ætlast að við grein- um frá fyrirætlunum okkar. Er það eins og stendur heldur óskemmtilegt hlutverk að koma fram sem fulltrúi Ís- lands á fundum sérfræðinga þar sem fulltrúar annara þjóða ráðgast um framhald rannsókna sinna við Ísland en við verðum að segja að þessum og þessum þætti get- um við engin skil gert af því að við eigum ekkert rann- sóknaskip og getum engum getum að því leitt hvenær það muni smíðað“. Hermann Einarsson og Árni Friðriksson áttu það sameiginlegt að vera við nám í Danmörku á gullaldartíma danskra hafrannsókna, Árni á árunum 1924-1930 og Her- mann 1935-1945. Þeim fannst því erfitt að sætta sig við tómlæti Íslendinga þegar heim kom. Um það leyti sem grein Hermanns birtist voru Vestfirðingar að safna fé til smíði á björgunarskipi sem einkum átti að sinna björgun- arstörfum á Vestfjarðamiðum. Skipið var smíðað í Dan- mörku og var tekið í notkun hér heima árið 1950. Þetta var björgunarskipið María Júlía, 138 tonna tréskip. Landhelgisgæslan annaðist rekstur Maríu Júlíu frá upp- hafi. Við smíði hennar hafði verið gert ráð fyrir nokkurri aðstöðu fyrir fiskirannsóknir. Á skipinu var togvinda og annar búnaður til togveiða. Þá var einnig aðstaða til að setja út háfa, botngreipar og sjótaka. Sömuleiðis var inn- réttuð lítil rannsóknarstofa og svefnklefi fyrir rannsóknar- menn. Á sjötta og sjöunda áratug 20. aldar leigði fiskideild At- vinnudeildar háskólans Maríu Júlíu öðru hverju til botnfisk- rannsókna á grunnmiðum. Sumarið 1962 skipulagði Al- þjóðahafrannsóknaráðið rannsóknir á áhrifum mis- munandi möskvastærðar á fiskistofna við Ísland. Sjö er- lend rannsóknaskip tóku þátt í þessum rannsóknum. Í þessum glæsilega hópi fór heldur lítið fyrir Maríu Júlíu, aðeins 138 tonn að stærð. Flest hinna skipanna voru 400-500 tonn en stærst þeirra var 3000 tonna skip frá Sovét- ríkjunum. Fljótlega eftir að síldar- merkingar leiddu í ljós að kenningar Árna Friðrikssonar um síldargöngur milli Íslands og Noregs ættu við rök að styðjast var að frumkvæði Árna komið á sameiginlegum síldar- og hafrannsóknum Dana, Íslendinga og Norð- manna að vorlagi til að kanna útbreiðslu- og göngu- leiðir síldarinnar frá Noregi til Íslands. Vorið 1952 má segja að þessar sameiginlegu rann- sóknir hafi komist í fastar skorður og að sjálfsögðu voru stórauknar sjórannsókn- ir mjög mikilvægar til að fá nánari skilning á hegðun síld- arinnar. Af hálfu Íslendinga var María Júlía því send til sjórannsókna út af Norður- og Norðausturlandi og þaðan allt til Jan Mayen árin 1952 og 1953. Enn kom María Júlía við sögu alþjóðlegra hafrann- sókna árið 1960. Þá hafði Al- þjóðahafrannsóknaráðið skipulagt umfangsmiklar rannsóknir á rennsli djúpsjáv- ar yfir Færeyjahrygg. Alls tóku níu rannsóknarskip frá sjö þjóðum þátt í verkefninu að Maríu Júlíu meðtalinni sem skilaði hlutverki sínu með sóma. Þetta mun hafa verið síðasta sjórannsókna- ferðin á Maríu Júlíu en hún var áfram notuð við fiski- og veiðarfærarannsóknir á grunnslóð fram eftir sjöunda áratug 20. aldar. Við leit að nýjum fiskimiðum á djúpsjóð voru leigðir togarar en vel búnir vélbátar til síldarleitar og sjórannsókna. Vorið 1951 var fiskideild Atvinnudeildar háskólans gert kleift að kaupa bát sem hent- aði við síldarmerkingar. Fyrir valinu varð 15 tonna bátur, Svanhólm. Svo hörmulega vildi til að Svanhólm fórst í ofviðri á leið frá Siglufirði til Reykjavíkur eftir að merking- um lauk í byrjun september og með honum allir þrír skip- verjarnir. Á árunum 1952- 1966 var vélbáturinn Auð- björg leigð til síldarmerkinga eftir því sem þurfa þótti. Árið 1965 fékk Hafrann- sóknastofnunin Hafþór NK til fullra afnota (1. mynd). Þetta var 250 tonna fiskiskip og var það nýtt til síldarleitar og síð- ar fiskirannsókna á grunnslóð til ársins 1978. Árið 1973 var 75 tonna eikarbátur, Pól- stjarnan KE, keypt til rann- sókna og rækjuleitar og hlaut nafnið Dröfn RE (2. mynd). Síðla árs 1984 eignaðist Haf- rannsóknastofnunin 105 tonna skuttogara, Ottó Wathne NS, sem kom í stað gömlu Drafnar og hlaut hið sama nafn (3. mynd). Loks ber að geta þess að á árunum 1980-1983 hafði stofnunin af- not af 800 tonna skuttogara, Baldri EA, sem nefndist eftir það Hafþór RE (4. mynd). Þótt miklar vonir væru bundnar við að fá þetta öfl- uga skip nýttist það ekki sem skyldi við hafrannsóknir, meðal annars vegna fjárskorts S A G A H A F R A N N S Ó K N A S K I P A N N A 3. mynd Dröfn yngri. Ljósm. Snorri Snorrason.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.