Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Blaðsíða 18

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Blaðsíða 18
Tímarit Máls og menningar En væri þetta með öllu hættulaust? spyr kannski einhver. Gæti ekki fámenn en virk þröngsýnisklíka náð undirtökunum í félaginu og dregið það niður á plan eintrjáningsháttar og jafnvel lágkúru? Ekkert er óhugsandi. Líklegt finnst mér þetta þó ekki. Til þess held ég að hugsanlegir virkir félagar séu nógu margir og félagslega þroskaðir. En gæti þetta ekki boðið heim allrahanda innri togstreitu sem síðan drægi kraft úr starfseminni? heldur okkar íhaldssami efasemdarmaður áfram. Vissulega. En núverandi skipulag tryggir okkur ekki heldur gegn slíku eins og dæmin sanna. Nýja fyrirkomulagið ætti þó að geta tryggt að togstreitan yrði pólitísk fremur en persónuleg. En það yrði barist? Það ætla ég að vona. Þar sem ekki er nein barátta, þar er heldur ekkert líf. Ekki einu sinni einföldustu borgarar taka mark á þeirri lygi sem morgunblöð heimsins bera á borð fyrir fjöldann, að öll barátta sé af hinu illa. En yrði það nema ungt fólk sem treysti sér til að taka þátt í þessu? Það er fídusinn. Að ekki komi aðrir en unglingar á öllum aldri. Við siglum hraðar þegar engin lík eru í lestinni. En yrði þessi hópur nokkuð stærri en núverandi félagsráð? Kannski ekki. En þrjátíu og fimm lifandi sálir eru margfalt kröftugri en jafnmargar sálir hálfdauðar. Jæja, segir hann og lítur undan af því hann vill alls ekki láta mig sjá að ég hafi brotið ofurlítið skarð í svíðandi hræðslu hans við allar breytingar; þegir um srund; svo neglir hann snögglega í mig hvössum augunum og segir: Heyrðu? Af hverju ertu ekki fyrr búinn að opinbera skoðanir þínar á Máli og menningu, þú sem ert ævinlega og allsstaðar þenjandi á þér kjaftinn? Ég var hræddur, segi ég. Hræddur? segir hann og brosir karlmennskubrosi yfir því að ég skuli vera þessi skræfa. Já, ég var meiraðsegja skítpikkandi hræddur. Allan þennan tíma sem áður- nefndar flokkskempur gengu í lið við afleitan fjárhag félagsins og gerðu Mál og menningu að þesskonar hættusvæði sem kallar á sprengingu ef stigið er einu skrefi lengra en hernaðarástandið leyfir, þá óttaðist ég að ósvífni mín gæti orðið til þess að koma Máli og menningu yfir í eilífðina. Hvaða ósvífni? Skoðanir sérvitringanna eru ævinlega ósvífnar í augum samvitringanna (eða komformistanna öðru nafni). Svona, svona, engar alhæfingar, segir hann og er andartak mjög frjálslyndur á svipinn eins og hann vilji láta mig vita að hann sé nú enginn samvitringur, í það minnsta ekki af krónísku gerðinni; en svo — já, hvað svo? — svo segir hann, og nú eru allar efasemdir runnar af honum, andlit hans er þvert á móti 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.