Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Blaðsíða 61
HeihaSi hún mér drottningin
hefði hann aldrei sagt. Þó ekki sé annað en að segja sem fyrir eins og, þá
er það nóg til að svipta Ijóðlínuna þeim hreinleik hjartans, sem af henni
ljómar. Að ekki sé talað um bláa litinn. Hér er sem sé ekki um að ræða
hið táknræna „bláa blóm“ hins óhöndlanlega, sem raunar stóð djúpum
rótum í rómantískum skáldskap. Hér yrði blár litur til þess eins að kalla
fram einhver tiltekin fyrirbæri úr gróðurríki náttúrunnar. Skáldinu kom
ekki í hug neitt sérstakt blóm. Jafnvel rósin og liljan, eftirlætis-blómsmr
rómantíkurinnar, voru hvergi nærri í þetta sinn. Það var aðeins hugtakið
„blóm“ í sértækum skilningi, svo ekki sé sagt sá yndisleiki blóms einn
saman, sem felst í orðunum bold, und schön, und rein, það að vera hreinn,
það að vera yndislegur, það að vera góður.
Kæmi einhver af hinum upphafs-línunum þá fremur til greina: Þú yngis-
mey ert sem blómið — Mér lízt þú líkust blómi — Þú ert sem blómstrið
eina —? Nei, því fer fjarri; jafnvel ekki hin gullfallega ljóðlína Þú vex
sem blóm á vori; þar er bæði vexti og vori ofaukið. Fyrst hátturinn bannar,
að sagt sé einungis: Þú ert eins og blóm, þá er ekki hægt að þýða þetta
ljóð á íslenzku, a. m. k. ekki undir sama hætti. Og líku máli gegnir um
allan fjöldann af ljóðum Heines. Slíkur háski er fólginn í stíl hans og
bragarháttum.
Á Álfareið hefur Jónas ekki sama bragarhátt og Heine hefur á því
kvæði. Þann hátt hefur Jónas aftur á móti á Sæunni hafkonu; en þar hefur
Heine hins vegar þann hátt, sem þeir Jónas hafa báðir á Hispursmey stóð
við ströndu og Jónas á sínum eigin kvæða-flokki Annes og eyjar.
Kvæðið Alfareið hefur í öllu annað fas hjá Jónasi en Heine, annan svip,
annað skap. Þó að Jónas kæmist ekki undan tunglsljósinu, sjálfu fanga-
marki rómantíkurinnar, fylgir því lítið af þeim dularfulla geig, sem hrísl-
ast um svo mikið af þess konar kveðskap Þjóðverja. Jónas var, þrátt fyrir
alla rómantík, skáld sólar og dagsbirtu, eins og dr. Einar Ól. Sveinsson hefur
svo fagurlega fjallað um í ritgerðum sínum um skáldið. Hann var skáld ljóss
og lita, en ekki hins kalda rökkurs rómantísku skáldanna. Það er eins og
hann hafi í og með gaman af álfa-hersingunni, rétt sem hún væri skraut-
leg barnasýning. Og hann lætur ljóðið dansa fram á léttum og gáskafull-
um bragliðum, gjörólíkum hinu þýzka ljóði: Hleyptu þeir á fannhvítum
hestum yfir grund. Ljóð Heines stígur fram á réttum tvílið með jafna
hrynjandi, klassiska og tigulega, í samræmi við þann tvíveðrung af hrifn-
ingu og geig, sem leikur um þetta þýzka ljóð:
TMM 4
49