Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Blaðsíða 82
'Iímarit Aíáls og menningar
lífið á 60 dollara mánaðarlaunum eða minna; aðeins 1 prósent höfðu
meiri tekjur en 350 dollara á mánuði, en af þeim höfðu margir 5000
dollara eða meira í mánaðarlaun. I heilum héruðum Brasilíu eru meðal-
tekjurnar minna en 10 prósent af því sem þær eru í öðrum héruðum.
Alveg eins og í Suður-Víetnam Thieus, fá ríkustu 5 prósentin býsna
góða læknisþjónustu í brasilískum borgum. En til sveitahéraðanna fást að-
eins óverulegar fjárveitingar í læknisþjónusm. Margfalt meira fé er veitt
til lögreglu en til heilbrigðisþjónustu, þrátt fyrir það að „Norðaustur-
Brasilía, þar sem 35 milljónir íbúa byggja stærsta fátæktarbæli rómönsku
Ameríku, er ekkert annað en tilraunastöð með þjáningar mannkynsins".10
Hlutur heilbrigðismálaráðuneytisins í fjárhagsáætlun ríkisins hrapaði úr
4,29 prósenmm árið 1966 í 0,99 prósent árið 1974. Það er Ijóst, að hin
nýja Brasilía, eins þóknanleg og hún annars er Business Week og banda-
ríska fjármálaheiminum, er ekki beinlínis velferðarríki. Yfirgnæfandi meiri-
hluti almennings er ósköp venjuleg vinnudýr — ekkert sérstök nema að-
eins hætmlegri, og verða því að fá skammta af hryðjuverkum til að við-
halda „stöðugleika". Ognarstjórnin heldur forréttindahópum hinnar nýju
nýlendustefnu við völd og fjárfestingahimninum sólríkum og heiðum.
Fórnarlömbin eru fjölmörg, en það þarf ekki að hafa áhyggjur af þeim,
því að þau eru fjarlæg og óvirk. Ef nauðsyn krefur getum við álasað þeim
fyrir eigin leti og óhæfilega mikla viðkomu.
Dóminíska lýðveldið: Bandarísk fyrirmynd
að þróun í þriðja heiminum
í bók sinni Stig hagvaxtarins lýsir Walt W. Rostow þróunarferli landa í
þriðja heiminum sem komast inn á bandarískt áhrifasvæði: Þau verða
smám saman eins og við, eignast háþróaða iðntækni og lýðræðislegar stofn-
anir. Dóminíska lýðveldið birtir skýra mynd af þessu í verki. Það er sér-
lega viðeigandi dæmi af eftirfarandi ástæðu: Við innrásina 1965 endur-
heimtu Bandaríkin áhrifavald sitt yfir þessu litla landi og hafa síðan alger-
lega ráðið efnahags- og stjórnmálum þess. Þar sem engin truflandi mót-
stöðuöfl eru til staðar hlýtur atburðarásin í Dóminíska lýðveldinu fremur
en í nokkru öðru landi þriðja heimsins að hafa verið í samræmi við vilja
bandarískrar utanríkismálaforystu.
Það er enn í fersku minni þegar Bandaríkin réðust inn í Dóminíska lýð-
veldið árið 1965 í þeim tilgangi að hindra að hin tiltölulega meinlausa
68