Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Blaðsíða 72
Tímarit Máls og menningar
lítilli klausu á lítt áberandi stað í blöðum snemma árs 1977 — það varð
að lóga 500000 svínum á Kúbu, þar sem dreift hafði verið veirusjúkdómi
af ásetm ráði. Og að því er kanadískur ráðgjafi kúbönsku stjórnarinnar
sagði nýlega, þá greiddi fulltrúi „Defence Intelligence Agency“ honum
5000 dollara árið 1962 fyrir að smita kúbönsk hænsni með veirusjúkdómi.3
Hamfarir ritstjóranna yfir þessum tíðindum hafa verið prúðmannlegar, svo
vægt sé til orða tekið.
Carter forseti hefur vinsamlega boðist til að smðla að bættum samskipt-
um við Kúbu, ef hún vilji hætta „að taka þátt í valdbeitingu handan hafs-
ins (og) endurvekja [sic] fyrri afstöðu á Kúbu gagnvart mannréttindum...“
Atta viðurkennd banatilræði við Castro, skipulögð innrás, ótalin skemmd-
arverk — en Carter getur leyft sér að tala um valdbeitingu Kúbu erlendis
án þess að vera mótmcelt eða sþottaður af neinum sem tíl heyrist. Tilvitn-
un Carters til stöðu mannréttinda á Kúbu undir einræði Batista vökm
heldur hvorki gagnrýni né spott. Þar sem þannig er unnt að blekkja og
rangsnúa án mótmæla er ljóst að fjölmiðlarnir ráða yfir kerfi til hugar-
farsstjórnunar, sem gemr haldið Stórulygi uppi með jafn miklum árangri
og hvaða kerfi ríkisritskoðunar sem er.
Ofbeldi í smásölu: „hryðjuverk“ —
ofbeldi í heildsölu: „gát á lögum og reglu'
Notkun orðanna „terror“ og „terrorismi“ (ísl. ofbeldi, ógnarstjórn, hryðju-
verk) sem málfarslegra valdatækja er verðug sérstakrar athugunar. I orða-
bókarmerkingu eiga þessi orð við „ógnun“ með „kerfisbundnu ofbeldi"
sem aðferð til hvors tveggja, „stjórnunar" og andstöðu gegn ríkjandi
stjórn. En allan tímann sem Víetnamstríðið stóð voru þessi orð eingöngu
nomð yfir valdbeitingu gegn því sem Lansdale hershöfðingi kallaði „fas-
íska ríkið“, því ríki sem Bandaríkin höfðu komið á. Megininntak stefnu
Bandaríkjanna í Suður-Víetnam og annars staðar í Indókína var ógnun
með svo að segja ótakmörkuðu ofbeldi gegn sveitafólkinu. En þetta var
hvorki kallað hryðjuverk né hryðjuverkastarfsemi, þeim andstyggilegu
heitum sem vom geymd handa mun minna og takmarkaðra valdi, sem
þjóðfrelsishreyfingin gat beitt, allt frá því er Viet Minh hreyfingunni eldri
var heimilað að beita valdi í sjálfsvörn gegn opinberri hryðjuverkastarf-
semi sem smdd var af bandaríkjamönnum á seinni hluta sjötta áramgsins.
Þessi hátmr var einnig viðhafður heima fyrir. Stúdentar, stríðsandstæð-
60