Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Blaðsíða 64
Tímarit Máls og menningar
ingunni, sem raunar eru andstæð eðli hins þýzka Ijóðs, svo elskuleg sem
þau verða í meðförum Jónasar. Þó að þau séu gervinöfn, staðbinda þau
ljóðið á sinn hátt. En hjá Heine eru orðin Wald og Berg jafn-staðlaus og
Nacht eða Stern. Enn fremur kann bragarhátturinn að eiga nokkra sök á
lýsingarorðunum blár, fagur, svartur, ástfagur, blíðmceltur og sæll, sem
frá sjónarmiði hins þýzka ljóðs er öllum ofaukið.
Jónas segir um hinn þögla hlustandi skóg: „öll eru lauf hans eyru
grœnlituð“, og verður sú setning öllu nostursamlegri lýsing en hin laun-
kvika innskots-upphrópun án sagnorðs: Jedes Blatt ein griines Ohr! Jónas
er alltaf nær einhverjum veruleik en Heine, og um rödd unnustunnar hefur
hann orð, þar sem Heine segir aðeins Stimme.
í þessu ljóði lætur Heine (og einnig Jónas) jörðina sofa í faðmi nætur-
innar. Þetta minnir með vissum hætti á kvæðisbrot Jónasar Þar sem háir
hólar; en þar er þessu snúið við; nóttin hvílir þar í faðmi grundarinnar
góðu:
árla fyrir óttu,
enn þá meðan nóttu
grundin góða ber
græn í faðmi sér.
En þar er Jónas að lýsa dalnum, sem er svo djúpur, að nóttin á sér enn
athvarf á grundum hans, löngu eftir að sólin er tekin að skína glatt á
hamrabeltin uppi í fjöllunum. Og ekki er að spyrja að Jónasi; þar er
jörðin „góð“, og hér getur hann ekki stillt sig um að skjóta því inn, að
hún sé „fögur".
Mesti munur þýðingarinnar og frumkvæðisins er ef til vill í kvæðislok.
Þar spyr Jónas, hvort hljómurinn, sem hann heyrir, sé orð unnustunnar,
„eður sælla söngfugla kvak“. Svo gæti virzt, sem skáldið væri hér að spá
sólarupprás á næsta leiti. Er unnustan þarna klædd og komin á ról; eða
eru þrestir og lævirkjar teknir til við morgun-aríurnar, hinir sælu söngv-
arar skógarins? En í kvæði Heines eru engir „sælir“ söngfuglar, heldur
fugl harmsins og húmsins, næturgalinn. Og hjá Heine er nóttin í ætt við
dauðann. Hér er hann enn að skipa ástinni í svo nána samfylgd við feigð-
ina, að ekki má í milli sjá, hvor er hvor. Hér er álfadrottningin enn á ferli
með sitt tvíræða bros.
Það kvæði Heines, sem í þýðingu Jónasar nefnist Sceunn hafkona, leng-
ist í meðförum hans úr 8 erindum í 13, og efni þess breytist verulega. I
52