Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Blaðsíða 118

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Blaðsíða 118
Tímarit Máls og menningar Þið ættuð að skrifa á móti þessari bölvuðu vitleysu, að ætla að láta herinn fara héðan og fá í staðinn kreppu og atvinnuleysi. Héld þeir megi vera hérna, ef þeir vilja. Þeir eru öngum til meins. Hvað sosum ætli þeir séu fyrir okkur. Eg hef aldrei unnið hjá eins alminlegum mönnum, skal ég segja ykkur... Þið sem kunnið að semja ættuð að skrifa um það í blöðin, að við eigum að biðja hermennina að vera hér kjura, ef þeir geta, og biðja þá að hafa okkur áfram í vinnu hjá sér. (332 —3) Þótt Páll Jónsson færðist undan og skoð- un Jóns Guðjónssonar þætti ekki uppi hafandi á því herrans ári 1945 hafa síðan fundist menn sem kunna að semja og reynst hafa fáanlegir til að flytja er- indi þetta fyrir alþjóð. En á sögutím- anum eru þessar skoðanir ekki í hámæli hafðar af finum mönnum eins og Árna Árnasyni bankastjóra, Bjarna Magnús- syni skrifstofustjóra eða ritstjóranum húsbónda Páls. Enda grunar Páll þá varla um slíkt hugarfar. Eða hvað? Á slíkur grunur kannski einhvern þátt í martröð hans í bókarlok? Getur verið að gátan um uppruna hans dylji það að líf hans standi að hálfu rótum í borg- arastéttinni? Verk Olafs Jóhanns streyma hægt fram með lygnu yfirborði. Það er nú einu sinni hans höfundareinkenni. En spurningarnar sem hann vekur eru áleitnar og straumurinn virðist svo stríð- ur undir niðri að lesandi hlýtur að láta í Ijós þá ósk að við þurfum ekki að biða tuttugu og tvö ár eftir næstu bók um Pál Jónsson, helst ekki meira en tvö. Vésteinn Olason „ÞEGAR VANN ÉG VIÐ SIGÖLDU.. .“1 Fagurbókmenntir — afþreyingarbókmenntir Undanfarin ár hefur mikið verið rætt og ritað í nágrannalöndum okkar um vitundariðnað, þ. e. alls konar bækur og blöð, kvikmyndir, útvarp og sjónvarp, „Listina" o. s. frv. Það er ekki að ástæðu- lausu því að óhugnanlega stór hluti heildarframleiðslunnar er „neysluvarn- ingur“ fyrir vitundina. Vitundariðnaðurinn getur svo haft mismunandi áhrif á vitund neytandans: slævandi og staðfestandi eða áhuga- vekjandi og hvetjandi, svo að eitthvað sé nefnt. I þessu sambandi hefur verið reynt að skilgreina muninn á svokölluðum fagurbókmennmm og afþreyingar- eða dægurbókmenntum. Framan af ein- blíndu menn á formlegu og fagurfræði- legu einkennin: afþreyingarbókmenntir voru vondar og skildu sig frá fagurbók- menntum með því að þær voru skrifað- ar á vondu máli, uppfullar af klisjum, flatneskjulegum persónulýsingum o. s. frv. En ljóst er að slík atriði duga skammt þegar greina skal á milli þess- ara bókmenntategunda. Ef litið er á bók- menntir fyrir tíma rómantíkur kemur í ljós að virmsm bókmenntir eru yfirfull- ar af endurtekningum og klisjum, og nægir þar að nefna Islendingasögur og þjóðkvæði. Því var það að menn lögðu fagur- fræðilegu mælistikuna að mestu á hill- una og tóku að rannsaka hugmynda- 1 Snjólaug Bragadóttir: Lokast inni í lyftu. Reykjavík, Örn og Örlygur, 1977, 158 bls. 104
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.