Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Blaðsíða 13

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Blaðsíða 13
Adrepur menntamenn, félagar og stuðningsmenn Kommúnistaflokksins, sem ljósuðu Mál og menningu inní heiminn og voru lengi kjarninn í félaginu, þeir litu þá og höfðu lengi litið á það sem hlutverk sitt að lyfta þjóðinni allri á hærra menningarstig. Þetta átti rætur að rekja til sterkrar þjóðerniskenndar og menn- ingarpólitískra aðstæðna á þessum tíma. Arfur nýlendukúgunar og örsnauðs bændasamfélags var skiljanlega takmörkuð kjölfesta fyrir fálmandi borgara- stétt sem hafði við stofnun Máls og menningar sömu menningareinkennin og hún hafði í upphafi og hefur enn í dag: ósjálfstæði, eftiröpun, lágkúru. Við þetta bættist að öll þjóðin var siðmenningarlega langt undir því sem hina rauðu penna dreymdi um. Hér var „tómarúm í þróuninni". Og hverjir gátu fyllt það betur en einmitt þeir? Og þá af hverju ekki í samvinnu við þá borgara sem enn voru ekki að fullu stirðnaðir í sjálfbirgingshætti og forheimskun eigin stéttar? Mál og menning hefur frá upphafi verið nátengd hinni sósíalísku hreyfingu, Kommúnistaflokknum, Sósíalistaflokknum, Alþýðubandalaginu, án þess þó að um eiginlegt flokksfyrirtæki hafi nokkurn tíma verið að ræða. Þessi tengsl hafa verið styrkur félagsins og veikleiki í senn. Á upphafsárum þess var flokkurinn raunveruleg fjöldahreyfing (en ekki spjaldskrá yfir fjöldann eins og núna). Og innan þessarar fjöldahreyfingar fann Mál og menning þann hóp félags- og um- boðsmanna sem aldrei brást hvernig sem viðraði, sífellt reiðubúinn til að kaupa útgáfubækurnar, selja þær öðrum og reka fyrir þeim áróður. Undir Máli og menningu stóð því í byrjun annað og meira en lögmál markaðarins. Vöxtur félagsins fyrstu árin var samofinn blómaskeiði Sósíalistaflokksins. En samtímis takmarkar flokkurinn félagið: útfyrir hugmyndaheim hans verður ekki farið, hvorki í útgáfu né starfsháttum. Skipulag félagsins stríddi heldur ekki gegn hefðum stalínismans né ríkjandi félagsvitund á þessum tíma. Tuttugu og fimm (síðar þrjátíu og fimm) manna félagsráð var valdagrunnurinn á pappírnum, það endurnýjaði sig sjálft, sam- þykkti reikninga á aðalfundi og kaus fimm manna stjórn en var að öðru leyti ekki sérlega virkt eða stefnumótandi. Stjórnin réð framkvæmdastjóra sem lengst af var líka formaður stjórnar. Hún hafði aldrei mikið frumkvæði, kom sjaldan saman til funda og samþykkti oft á tíðum það sem þegar hafði verið hrundið í framkvæmd; var með öðrum orðum afgreiðslu- og hallilújastofnun fremur en potturinn og pannan. Oll eru þessi ósköp í þátíð en gætu eins verið í nútíð, því svona er þetta páfadóms-fyrirkomulag enn í öllum meginatriðum. Því fer fjarri að þetta skipulag hafi gefist illa. Meðal þjóðar sem þekkti ekki virkt lýðræði nema af afspurn og varla það, þar að auki í hreyfingu sem var forræðisþenkjandi og átoríter í uppbyggingu jafnt sem starfsháttum, þar reynd- ist þetta fyrirkomulag mjög vel og trúlega miklu betur en nokkurt lýðræðis- fyrirkomulag hefði getað gert. Velgengni félagsins verður þó ekki þökkuð fyrir- 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.