Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Side 13
Adrepur
menntamenn, félagar og stuðningsmenn Kommúnistaflokksins, sem ljósuðu
Mál og menningu inní heiminn og voru lengi kjarninn í félaginu, þeir litu þá
og höfðu lengi litið á það sem hlutverk sitt að lyfta þjóðinni allri á hærra
menningarstig. Þetta átti rætur að rekja til sterkrar þjóðerniskenndar og menn-
ingarpólitískra aðstæðna á þessum tíma. Arfur nýlendukúgunar og örsnauðs
bændasamfélags var skiljanlega takmörkuð kjölfesta fyrir fálmandi borgara-
stétt sem hafði við stofnun Máls og menningar sömu menningareinkennin og
hún hafði í upphafi og hefur enn í dag: ósjálfstæði, eftiröpun, lágkúru. Við
þetta bættist að öll þjóðin var siðmenningarlega langt undir því sem hina
rauðu penna dreymdi um. Hér var „tómarúm í þróuninni". Og hverjir gátu
fyllt það betur en einmitt þeir? Og þá af hverju ekki í samvinnu við þá borgara
sem enn voru ekki að fullu stirðnaðir í sjálfbirgingshætti og forheimskun eigin
stéttar?
Mál og menning hefur frá upphafi verið nátengd hinni sósíalísku hreyfingu,
Kommúnistaflokknum, Sósíalistaflokknum, Alþýðubandalaginu, án þess þó að
um eiginlegt flokksfyrirtæki hafi nokkurn tíma verið að ræða. Þessi tengsl hafa
verið styrkur félagsins og veikleiki í senn. Á upphafsárum þess var flokkurinn
raunveruleg fjöldahreyfing (en ekki spjaldskrá yfir fjöldann eins og núna). Og
innan þessarar fjöldahreyfingar fann Mál og menning þann hóp félags- og um-
boðsmanna sem aldrei brást hvernig sem viðraði, sífellt reiðubúinn til að kaupa
útgáfubækurnar, selja þær öðrum og reka fyrir þeim áróður. Undir Máli og
menningu stóð því í byrjun annað og meira en lögmál markaðarins. Vöxtur
félagsins fyrstu árin var samofinn blómaskeiði Sósíalistaflokksins. En samtímis
takmarkar flokkurinn félagið: útfyrir hugmyndaheim hans verður ekki farið,
hvorki í útgáfu né starfsháttum.
Skipulag félagsins stríddi heldur ekki gegn hefðum stalínismans né ríkjandi
félagsvitund á þessum tíma. Tuttugu og fimm (síðar þrjátíu og fimm) manna
félagsráð var valdagrunnurinn á pappírnum, það endurnýjaði sig sjálft, sam-
þykkti reikninga á aðalfundi og kaus fimm manna stjórn en var að öðru leyti
ekki sérlega virkt eða stefnumótandi. Stjórnin réð framkvæmdastjóra sem lengst
af var líka formaður stjórnar. Hún hafði aldrei mikið frumkvæði, kom sjaldan
saman til funda og samþykkti oft á tíðum það sem þegar hafði verið hrundið
í framkvæmd; var með öðrum orðum afgreiðslu- og hallilújastofnun fremur en
potturinn og pannan. Oll eru þessi ósköp í þátíð en gætu eins verið í nútíð,
því svona er þetta páfadóms-fyrirkomulag enn í öllum meginatriðum.
Því fer fjarri að þetta skipulag hafi gefist illa. Meðal þjóðar sem þekkti ekki
virkt lýðræði nema af afspurn og varla það, þar að auki í hreyfingu sem var
forræðisþenkjandi og átoríter í uppbyggingu jafnt sem starfsháttum, þar reynd-
ist þetta fyrirkomulag mjög vel og trúlega miklu betur en nokkurt lýðræðis-
fyrirkomulag hefði getað gert. Velgengni félagsins verður þó ekki þökkuð fyrir-
3