Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Blaðsíða 125

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Blaðsíða 125
Til félagsmanna Á síðastliðnu ári urðu gleðileg umskipti í rekstri Máls og menningar. Tekjur jukust stórlega um leið og gjöldum var haldið niðri eftir mætti. Þótt reikningar liggi ekki fyrir enn er þó auðséð að liðið ár var okkur hagstætt. Við höfum grynnt verulega á skuldum félagsins og greiðslustaðan er viðunandi. Á árinu gengu um fjögur hundruð manns í félagið og hefur sú snögga aukning sem hófst í fyrra haust, með dreifiritinu þar sem boðin voru á sérstökum vildar- kjörum verk meistara Þórbergs um leið og starfsemi félagsins var kynnt, haldið áfram. Við settum okkur það markmið í upphafi síðastliðins árs að fjölga félagsmönn- um um eitt þúsund. Þetta tókst ekki þótt árangurinn hafi samt sem áður orðið umtalsverður. Á yfirstandandi ári verðum við að ná því sem á vantaði til að fylla þúsundið. Ef rétt er á haldið höfum við allar forsendur til að auka tölu félagsmanna enn verulega, og þeim sem þetta skrifar er nær að halda að fimm þúsund félagar sé ekki óraunhæft markmið. Bókmenntaáhugi meðal þjóðarinnar en enn mjög mikill og efnahagur er ekki lengur sá Þrándur í Götu sem áður, þannig að vel flestir geta orðið sér úti um þær bækur sem þeir hafa áhuga á. Félagsaðild í Máli og menningu er hlægilega ódýr, nær ekki einu meðalbókarverði á ári. Það er því fyrst og fremst undir okkur komið sem að útgáfunni stöndum hvort við stöðnum eða höldum fram á leið. Þar veldur mestu um bókavalið sem verður í senn að vera fjölskrúðugt og vandað. Það sama gildir um Tímaritið. Menningarleg einstefna er ekki aðall Máls og menningar og má aldrei verða. Skemmtun og fræðsla verða að fylgjast að. Útgáfa síðastliðins árs hygg ég hafi fært mönnum heim sanninn um að við séum að færast nær markinu. Bækur útgáfunnar fengu afskaplega góðar undirtektir og munu fimm þeirra vera uppseldar en tvær aðrar eru til í takmörkuðu upplagi. En betur má ef duga skal. Næstu verkefnin sem blasa við eru að auka að mun barnabókaútgáfuna og koma henni á traustari grundvöll. Okkur er ljós sú skylda sem á okkur hvílir í þessu efni. Barnabækur eru gefnar út hérlendis í hundraðatali ár hvert, en þó hefur útgáfa þeirra orðið á vissan hátt einhæfari. Þar ruddu gróðasjónarmiðin veginn eins og svo oft áður, enda er árangurinn eftir því. Myndabækur með textauppfyllingu ráða ferðinni og móta smekk og lestrarvenjur. Þótt margar þokkalegar bækur leynist þar innan um eru flestar bækurnar sniðnar eftir auglýsingaþörfum. Auð-auglýsanlegar bækur sitja í fyrirrúmi. Hér verðum við að finna nýtt form sem hentar okkar þörfum: útgáfuform sem hentar vönd- uðum barnabókum. Annað stórverkefni er efling útgáfu rita um þjóðfélagsmál. Nú eru liðin tíu ár síðan fyrsta kiljan kom út hjá Máli og menningu. Komið hafa út sextán bækur í kiljuflokknum, en aðrar þrjár í sams konar broti og útliti þótt ekki hafi þær til- heyrt flokknum. 111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.