Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Síða 64

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Síða 64
Tímarit Máls og menningar ingunni, sem raunar eru andstæð eðli hins þýzka Ijóðs, svo elskuleg sem þau verða í meðförum Jónasar. Þó að þau séu gervinöfn, staðbinda þau ljóðið á sinn hátt. En hjá Heine eru orðin Wald og Berg jafn-staðlaus og Nacht eða Stern. Enn fremur kann bragarhátturinn að eiga nokkra sök á lýsingarorðunum blár, fagur, svartur, ástfagur, blíðmceltur og sæll, sem frá sjónarmiði hins þýzka ljóðs er öllum ofaukið. Jónas segir um hinn þögla hlustandi skóg: „öll eru lauf hans eyru grœnlituð“, og verður sú setning öllu nostursamlegri lýsing en hin laun- kvika innskots-upphrópun án sagnorðs: Jedes Blatt ein griines Ohr! Jónas er alltaf nær einhverjum veruleik en Heine, og um rödd unnustunnar hefur hann orð, þar sem Heine segir aðeins Stimme. í þessu ljóði lætur Heine (og einnig Jónas) jörðina sofa í faðmi nætur- innar. Þetta minnir með vissum hætti á kvæðisbrot Jónasar Þar sem háir hólar; en þar er þessu snúið við; nóttin hvílir þar í faðmi grundarinnar góðu: árla fyrir óttu, enn þá meðan nóttu grundin góða ber græn í faðmi sér. En þar er Jónas að lýsa dalnum, sem er svo djúpur, að nóttin á sér enn athvarf á grundum hans, löngu eftir að sólin er tekin að skína glatt á hamrabeltin uppi í fjöllunum. Og ekki er að spyrja að Jónasi; þar er jörðin „góð“, og hér getur hann ekki stillt sig um að skjóta því inn, að hún sé „fögur". Mesti munur þýðingarinnar og frumkvæðisins er ef til vill í kvæðislok. Þar spyr Jónas, hvort hljómurinn, sem hann heyrir, sé orð unnustunnar, „eður sælla söngfugla kvak“. Svo gæti virzt, sem skáldið væri hér að spá sólarupprás á næsta leiti. Er unnustan þarna klædd og komin á ról; eða eru þrestir og lævirkjar teknir til við morgun-aríurnar, hinir sælu söngv- arar skógarins? En í kvæði Heines eru engir „sælir“ söngfuglar, heldur fugl harmsins og húmsins, næturgalinn. Og hjá Heine er nóttin í ætt við dauðann. Hér er hann enn að skipa ástinni í svo nána samfylgd við feigð- ina, að ekki má í milli sjá, hvor er hvor. Hér er álfadrottningin enn á ferli með sitt tvíræða bros. Það kvæði Heines, sem í þýðingu Jónasar nefnist Sceunn hafkona, leng- ist í meðförum hans úr 8 erindum í 13, og efni þess breytist verulega. I 52
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.