Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Side 61

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Side 61
HeihaSi hún mér drottningin hefði hann aldrei sagt. Þó ekki sé annað en að segja sem fyrir eins og, þá er það nóg til að svipta Ijóðlínuna þeim hreinleik hjartans, sem af henni ljómar. Að ekki sé talað um bláa litinn. Hér er sem sé ekki um að ræða hið táknræna „bláa blóm“ hins óhöndlanlega, sem raunar stóð djúpum rótum í rómantískum skáldskap. Hér yrði blár litur til þess eins að kalla fram einhver tiltekin fyrirbæri úr gróðurríki náttúrunnar. Skáldinu kom ekki í hug neitt sérstakt blóm. Jafnvel rósin og liljan, eftirlætis-blómsmr rómantíkurinnar, voru hvergi nærri í þetta sinn. Það var aðeins hugtakið „blóm“ í sértækum skilningi, svo ekki sé sagt sá yndisleiki blóms einn saman, sem felst í orðunum bold, und schön, und rein, það að vera hreinn, það að vera yndislegur, það að vera góður. Kæmi einhver af hinum upphafs-línunum þá fremur til greina: Þú yngis- mey ert sem blómið — Mér lízt þú líkust blómi — Þú ert sem blómstrið eina —? Nei, því fer fjarri; jafnvel ekki hin gullfallega ljóðlína Þú vex sem blóm á vori; þar er bæði vexti og vori ofaukið. Fyrst hátturinn bannar, að sagt sé einungis: Þú ert eins og blóm, þá er ekki hægt að þýða þetta ljóð á íslenzku, a. m. k. ekki undir sama hætti. Og líku máli gegnir um allan fjöldann af ljóðum Heines. Slíkur háski er fólginn í stíl hans og bragarháttum. Á Álfareið hefur Jónas ekki sama bragarhátt og Heine hefur á því kvæði. Þann hátt hefur Jónas aftur á móti á Sæunni hafkonu; en þar hefur Heine hins vegar þann hátt, sem þeir Jónas hafa báðir á Hispursmey stóð við ströndu og Jónas á sínum eigin kvæða-flokki Annes og eyjar. Kvæðið Alfareið hefur í öllu annað fas hjá Jónasi en Heine, annan svip, annað skap. Þó að Jónas kæmist ekki undan tunglsljósinu, sjálfu fanga- marki rómantíkurinnar, fylgir því lítið af þeim dularfulla geig, sem hrísl- ast um svo mikið af þess konar kveðskap Þjóðverja. Jónas var, þrátt fyrir alla rómantík, skáld sólar og dagsbirtu, eins og dr. Einar Ól. Sveinsson hefur svo fagurlega fjallað um í ritgerðum sínum um skáldið. Hann var skáld ljóss og lita, en ekki hins kalda rökkurs rómantísku skáldanna. Það er eins og hann hafi í og með gaman af álfa-hersingunni, rétt sem hún væri skraut- leg barnasýning. Og hann lætur ljóðið dansa fram á léttum og gáskafull- um bragliðum, gjörólíkum hinu þýzka ljóði: Hleyptu þeir á fannhvítum hestum yfir grund. Ljóð Heines stígur fram á réttum tvílið með jafna hrynjandi, klassiska og tigulega, í samræmi við þann tvíveðrung af hrifn- ingu og geig, sem leikur um þetta þýzka ljóð: TMM 4 49
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.