Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Side 5

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Side 5
„skál fyrir fróni og fjölni og allt það“ í ár eru liðin 150 ár síðan fyrsta heftið af Fjölni kom út, „ársriti handa Islendingum“. Fyrstu fjórir árgangar þess voru gefnir út af Brynjólfi Péturssyni, Jónasi Hallgrímssyni, Konráð Gíslasyni og Tómasi Sæmunds- syni. Þeir voru allir námsmenn í Kaupmannahöfn þegar ritið hóf göngu sína nema Tómas, sem var orðinn prestur. Þessa afmælis minnumst við í Tímariti Máls og menningar með því að birta greinar um Jónas Hallgríms- son og þjóðernisstefnu og nokkrar greinar um rómantískan skáldskap, allt frá 18. aldar skáldverkinu Raunum Werthers unga eftir Goethe að Astkonu franska lautinantsins eftir John Fowles, sem kom út 1969. Og til að rifja upp með lesendum sanna merkingu þess misnotaða hugtaks „rómantíkur“ endurprentum við í þessu hefti „Ævintýr af Eggerti Glóa“ eftir þýska rómantíska skáldið Ludwig Tieck. Það birtist í fyrsta árgangi Fjölnis í þýðingu Jónasar og Konráðs og er eitt af fáum dæmum um virkilega rómantískan skáldskap í ritinu, þrungið dulúð og óhugnaði; persónur reika um villta náttúru á valdi óhaminna hvata sinna sem leiða þær út í glæpi og sifjaspell — og loks til tortímingar. Annað efni í Fjölni minnir yfirleitt meira á upplýsingarstefnu en rómantík, enda olli ævintýrið tals- verðum úlfaþyt meðal lesenda, meiri en flest annað efni í ritinu. Menn skrifuðu, að sögn, reiðileg lesendabréf og ortu níð um riddarann glóhærða. Þess vegna birtist í fjórða árgangi löng og skynsamleg en svolítið þvælin málsvörn fyrir ævintýrið, sem jafnframt er fyrsta vörn fyrir rómantískan tilfinningaskáldskap á íslensku. Þar segir meðal annars: . . . skáldin geta tekið sér til yrkisefnis hvurt sem þau vilja — hinn sýnilega heiminn eður hinn ósýnilega, hinn ytra eður hinn innra, hinn líkamlega eður hinn andlega. . . . Þegar ósýnilegi heimurinn er gerður að yrkisefni, hvarflar auga andans frá útborði hlutanna til hins ósýnilega, er í þeim er fólgið, og kemur til leiðar hinum sýnilegu breytingum, með sama hætti og sálin veldur breytingum líkamans. Með þessu móti má gjöra að yrkisefni hið ósýnilega eðli og leyndar- dóma náttúrunnar; og að því leyti sem til mannsins nær, sálu hans og fýsnir hennar og tilhneigingar; og að síðustu andanna heim eður guðlega hluti. . . . Það var algengast, að skáldin tóku sér ekki tilefni af neinu, sem í raun og veru hafði gjörst, né höfðu neina viðleitni á að leiða í ljós þá tímana, sem um voru liðnir, eða voru að líða, heldur bjuggu þeir sjálfir til yrkisefnið, ímynduðu sér menn, og létu þá vera svo skapi farna, að þeir ættu sjálfir sem hægast með að lýsa þeim, og 403
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.