Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Side 6

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Side 6
Tímarit Máls og menningar veittist sem best tækifæri til að leiða í ljós mannlegar sálir og geðs- hræringar. (.Fjölnir, fjórða ár 1838, 9—11) I beinu framhaldi ræðir greinarhöfundur um bækur skoska skáldsins Walt- ers Scott, og kemur svo að söfnun þjóðfræða sem fylgismenn rómantísku stefnunnar hvöttu til: „við vildum gera hér kunna þessa skáldskapartegund — ævintýrin, er Islendingar eiga slíkt efni í.“ Annað sem deilur vakti meðal lesenda Fjölnis var stafsetningin á ritinu. Ekki er það þó þess vegna sem hér, bæði í tilvitnunum í Fjölni og endurprentuninni á Eggerti Glóa, er kosið að fara leið skræfunnar, halda orðmyndum en stafsetja annars eftir núgildandi reglum. Þetta er gert í þeirri trú að sérkennileg stafsetning eigi engan þátt í að gera efni meira spennandi eða aðlaðandi. Texti eigi fyrst og fremst að vera læsilegur. Fremst í fyrsta árgangi Fjölnis er stefnuskrá ritsins. Þar er klausa um tímarit sem vert er að minna á núna, á dýrðartíma þeirra, þegar að minnsta kosti þrjú menningartímarit eru að hefja göngu sína í Reykjavík í viðbót við þau sem fyrir eru. Ritstjórar Fjölnis segja: Tímaritin eru hentugri en flestar bækur aðrar til að vekja lífið í þjóðunum og halda því vakandi, og til að efla frelsi þeirra, heill og menntun. I útlöndum eru menn svo sannfærðir um nytsemi þeirra, að þau eru um allan hnöttinn; þau koma út daglega svo þúsundum skiptir, og eru lesin af mörgum milljónum. Þau eru orðin svo ómiss- andi siðuðum þjóðum, að, til dæmis að taka, þegar Karl lOdi Frakka- konungur tók upp á því að banna nokkrum þessháttar tímaritum, er honum þóttu sér mótdræg, að birtast í Parísarborg, liðu ekki þrír dagar áður öll stræti borgarinnar voru þakin dauðra manna búkum, og konungur með allri sinni ætt keyrður úr völdum, og varð að fara útlægur. Enginn þarf að furða sig á þessu um tímaritin, því þau eru rödd tímans, en tíminn er aldur mannkynsins, og þeir sem ekki fylgja honum verða á eftir í framförunum. (Fjölnir, fyrsta ár 1835, 4—5) Fjölnir lifði ekki lengi. Síðasta heftið kom út árið 1847, og ekki náðu að koma út nema níu árgangar á þessum tólf árum. Menn eru ekki á einu máli um hvort hann hafði mikil áhrif á árunum þegar hann var að koma út, en þó minnumst við hans nú, svona löngu seinna. Líklega er það fyrst og fremst vegna Jónasar Hallgrímssonar og framlags hans til ritsins, ljóða, smásagna, greina og þýðinga. Fjölnir er í huga okkar sem nú lifum málgagn hans. SA. 404
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.