Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Blaðsíða 10
Kristján Árnason
Eftirmáli við Raunir Werthers
Fá dæmi eru þess í sögu bókmenntanna, að æskuverk hafi fært höfundi
sínum eins skjóta og mikla frægð og bókin eða bókarkornið Ratmir
Werthers unga sem út kom í Þýskalandi árið 1774. Hún var ekki einungis
skjótlega þýdd á helstu Evrópumál og lesin með áfergju, líkt og opinberun,
ekki síst af yngri kynslóðinni, heldur barst hróður hennar áður en varði
einnig til Austurlanda, Kína og Japans, þar sem myndir af söguhetjunum,
Werther og Lottu, voru látnar prýða handmálaða vasa. Ungir menn tóku
hvarvetna Werther sér til fyrirmyndar, ekki einungis með því að sökkva sér
niður í dapurlegar hugrenningar og taka á sig allan heimsins harm, heldur og
í klæðaburði, þannig að enginn þótti maður með mönnum nema að hann
klæddist þeim búningi sem Werther vildi láta jarða sig í — bláum kjóljakka
og gulu vesti. Hingað til Islands hefur Werther og Werthers-tískan verið
öllu lengur á leiðinni en til annarra landa, enda hefur bókin ekki enn komið
út í íslenskri þýðingu, þótt von sé á henni,1 og það virðist ekki fara mikið
fyrir áhrifum hennar hér á landi fram til þess tíma, er Grímur Thomsen
sendi Gísla Brynjúlfssyni eintak af Werther í franskri þýðingu, árið 1844, og
fær að heyra eftirfarandi í svarbréfi frá Gísla, dagsettu 2. ág. 1844. „Það er sú
fallegasta bók sem ég hef lesið og mun lesa. Svona aldeilis að finna sjálfan sig
í einni bók, það er bæði utile og dulce, allar óljósar tilfinningar hjá mér urðu
mér ljósar. Þegar ég las eitthvað líkt í Werther, þá datt eins og blæja frá sál
minni, og þá skildi ég mig.“2
Hér var semsagt ekki á ferðinni nein dægurfluga, enda markaði bókin,
ásamt leikritinu Götz von Berlichingen, sem flutt hafði verið áður, upphafið
að glæsilegum skáldferli hins 24 ára gamla lögfræðings frá Frankfurt,
Johanns Wolfgangs Goethe, sem verkið reit, og raunar ekki einungis að
hans eigin ferli heldur einnig að því mikla blómaskeiði þýskra bókmennta
sem oftar er kennt við þennan sama mann og kallað Goethe-tíminn, þar sem
hann trónaði þar í ríki andans eins og jöfur yfir horskri drótt, allt þar til er
hann lést tæpum sextíu árum síðar, 83 ára gamall.
En hin mikla velgengni bókarinnar hafði þrátt fyrir allt sínar skuggalegu
hliðar, svo það er jafnvel ekki ofsagt, að hún hafi vakið hneyksli. Hún var
raunar skilgetið afkvæmi síns tíma og þeirra strauma hans sem upplýsing-
arhreyfingin kom af stað og höfðu Jean Jacques Rousseau að fánabera, þess
408