Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Side 24
Tímarit Máls og mermingar
Það er hagnýtur strengur í Jónasi, nytjasjónarmið í skáldskap hans
framan af; hið eina sem skilur á milli hans og Eggerts Olafssonar með sinn
Búnaðarbálk á þessu skeiði er að Jónas var miklu betra skáld, kunni betur
til verka — sjónarmiðið að baki er alveg það sama. Og þegar litið er til
náttúrufræðinnar fer ekkert á milli mála að honum er efst í huga að
vísdómur sinn megi verða til nokkurrar nytsemdar. Þegar hann réttlætir
fræði sín fyrir lesendum vísar hann fyrst og fremst til hagnýtis þeirra. I lok
greinarinnar „Um eðli og uppruna jarðarinnar" talar hann í neðanmálsgrein
til þeirra sem halda að öll jarðfræði sé fánýt og bendir þeim á að menn verði
að þekkja jarðlögin til að vita hvað verðmætra málma kunni að leynast í
fjöllunum. Og á öðrum stað segir hann að náttúrufræðin sé „allra vísinda
indælust" og komi mönnum til góða, auðveldi þeim að nýta hana og afstýri
slysum, og á hinn bóginn veiti:
Hyggileg skoðun náttúrunnar/. . ./ oss hina fegurstu gleði og anda
vorum sæluríka nautn, því þar er oss veitt að skoða drottins handar-
verk, /. . ./ lífið sýnir sig hvarvetna í ótölulega margbreyttum mynd-
um og allri þessari margbreyttni hlutanna er þó harla vísdómslega
niður raðað, eftir föstum og órjúfandi lögum, er allur heimur verður
að hlýða.11
I fyrirlestrum sínum gerði Steffens harða hríð að empírískum rann-
sóknaraðferðum, honum þóttu þeir sem þær stunduðu ekki sjá skóginn
fyrir trjám, þeir litu á hið einstaka í stað hins almenna og auðnaðist því ekki
að koma auga á heildarsamhengi tilverunnar. Hann segir um leyndardóma
hins „upprunalega anda“ að „/. . ./ Nöglen til dens Productioners Hemme-
ligheder maae vi söge i vor egen Aands Inderste“.12 Þótt Jónas tali um þá
„sæluríku nautn“ sem andanum veitist af „hyggilegri skoðun náttúrunnar"
er ekki að sjá hjá honum þessa ofuráherslu á leynihólf andans og að sama
skapi tortryggni í garð hversdagsskynjunar og skynsemi. Viðhorf hans sver
sig meira í ætt við vísindahyggju upplýsingarinnar, hann setur traust sitt á
skynsemi mannsins og reynsluna og reynslan fæst einungis með mælingum
og aftur mælingum. Þegar hann hefur gert grein fyrir kenningum Platons
um uppruna heimsins, segir hann í grein sinni „Um eðli og uppruna jarðar-
innar“ um hina fornu spekinga:
/. . ./ Af því þá vantaði reýnsluna, sem smátt og smátt hefir leítt í ljós
ið rétta eðli heímsins, og sambandið milli orsaka og afleíðínga í
náttúrunni, gripu þeír til skáldlegra hugminda; og opt og tíðum eru
þær so fagrar og samtvinnaðar við sannar og skarpvitrar íhuganir, að
mörgum hættir til að gleýma, á hvað veíkum fæti þær eru byggðar.13
422