Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Side 24

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Side 24
Tímarit Máls og mermingar Það er hagnýtur strengur í Jónasi, nytjasjónarmið í skáldskap hans framan af; hið eina sem skilur á milli hans og Eggerts Olafssonar með sinn Búnaðarbálk á þessu skeiði er að Jónas var miklu betra skáld, kunni betur til verka — sjónarmiðið að baki er alveg það sama. Og þegar litið er til náttúrufræðinnar fer ekkert á milli mála að honum er efst í huga að vísdómur sinn megi verða til nokkurrar nytsemdar. Þegar hann réttlætir fræði sín fyrir lesendum vísar hann fyrst og fremst til hagnýtis þeirra. I lok greinarinnar „Um eðli og uppruna jarðarinnar" talar hann í neðanmálsgrein til þeirra sem halda að öll jarðfræði sé fánýt og bendir þeim á að menn verði að þekkja jarðlögin til að vita hvað verðmætra málma kunni að leynast í fjöllunum. Og á öðrum stað segir hann að náttúrufræðin sé „allra vísinda indælust" og komi mönnum til góða, auðveldi þeim að nýta hana og afstýri slysum, og á hinn bóginn veiti: Hyggileg skoðun náttúrunnar/. . ./ oss hina fegurstu gleði og anda vorum sæluríka nautn, því þar er oss veitt að skoða drottins handar- verk, /. . ./ lífið sýnir sig hvarvetna í ótölulega margbreyttum mynd- um og allri þessari margbreyttni hlutanna er þó harla vísdómslega niður raðað, eftir föstum og órjúfandi lögum, er allur heimur verður að hlýða.11 I fyrirlestrum sínum gerði Steffens harða hríð að empírískum rann- sóknaraðferðum, honum þóttu þeir sem þær stunduðu ekki sjá skóginn fyrir trjám, þeir litu á hið einstaka í stað hins almenna og auðnaðist því ekki að koma auga á heildarsamhengi tilverunnar. Hann segir um leyndardóma hins „upprunalega anda“ að „/. . ./ Nöglen til dens Productioners Hemme- ligheder maae vi söge i vor egen Aands Inderste“.12 Þótt Jónas tali um þá „sæluríku nautn“ sem andanum veitist af „hyggilegri skoðun náttúrunnar" er ekki að sjá hjá honum þessa ofuráherslu á leynihólf andans og að sama skapi tortryggni í garð hversdagsskynjunar og skynsemi. Viðhorf hans sver sig meira í ætt við vísindahyggju upplýsingarinnar, hann setur traust sitt á skynsemi mannsins og reynsluna og reynslan fæst einungis með mælingum og aftur mælingum. Þegar hann hefur gert grein fyrir kenningum Platons um uppruna heimsins, segir hann í grein sinni „Um eðli og uppruna jarðar- innar“ um hina fornu spekinga: /. . ./ Af því þá vantaði reýnsluna, sem smátt og smátt hefir leítt í ljós ið rétta eðli heímsins, og sambandið milli orsaka og afleíðínga í náttúrunni, gripu þeír til skáldlegra hugminda; og opt og tíðum eru þær so fagrar og samtvinnaðar við sannar og skarpvitrar íhuganir, að mörgum hættir til að gleýma, á hvað veíkum fæti þær eru byggðar.13 422
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.