Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Page 27
. . . það sem menn kalla Geni
dauða. Hann yrkir um stórskorna kletta og eyðieyjar þar sem ekkert mann-
líf þrífst. Fyrsta ljóðið setur tóninn fyrir allan flokkinn, er nokkurs konar
inngangur og heitir Ólafsvíkurenni:
Ríðum við fram um flæði,
flúðar á milli og gráðs,
fyrir Olafsvíkurenni,
utan við kjálka láðs.
Fjörðurinn bjartur og breiður
blikar á aðra hlið,
tólf vikur fullar að tölu —
tvær álnir hina við.
Hvort á nú heldur að halda
í hamarinn svartan inn,
ellegar út betur — til þín,
Eggert, kunningi minn?
Allt er raunsæislegt í tveimur fyrstu erindunum. Við sjáum skáldið ríða
fyrir Ólafsvíkurenni, og vilji hann komast áfram bíður hans á aðra hliðina
tólf vikna sigling en á hina tveggja álna bil. I þriðja erindinu sjáum við hann
síðan sitja kaldhæðinn á hestinum og velta vöngum yfir þeim tveimur
kostum sem honum eru settir: á hann að ganga í björgin eða á hann að fylgja
sínum föður og meistara, Eggert Ólafssyni sem fórst eins og fólk veit á
Breiðafirði. Skáldið er gengið í gildru. A báðar hliðar bíður tortíming, og sú
tortíming felst í því að gefa sig á vald náttúrunnar.
I næstu ljóðum er þessi feigðarstemmning áréttuð. Ljóð númer tvö heitir
Hornbjarg:
Yzt á Hornströndum heitir
Hornbjarg og Kópatjörn;
þeir vita það fyrir vestan,
þar verpir hvítur örn.
Um sumarnótt, er sveimar
sól yfir norðurslóð
og þoka sígur um sjóinn
hann situr rauður sem blóð.
425