Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Blaðsíða 31

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Blaðsíða 31
. . . það sem menn kalla Geni blómstafi grunda, sárt er, að þú sekkur undir mér. . Hef ég mig frá þér hér og hníg til þín aftur, mold, sem mannsins er magngjafi skaptur, sárt er að þú sekkur undir mér. Jörðin sem „ber blómstafi grunda“, moldin sem er sköpuð til að veita manninum magn, bregðast skáldinu og það er „sárt“. Við sjáum skáldið í svipuðum aðstæðum og í Grátittlingnum: „Felldur em eg við foldu/frosinn og má ei losast." Hann reynir að hefja sig upp á nýjan leik en fær ekki viðspyrnu frá jörðinni, hún sekkur undir honum og hann hnígur til hennar. Náttúrufræðingurinn og skáldið Jónas Hallgrímsson hafði háleit mark- mið. Hann taldi sig sjá hvarvetna í náttúrunni lögmál guðs, og ef þjóðin lærði að skoða náttúruna og nýta hana yrði hún betri fyrir vikið. í lífsviðhorfi hans samtvinnast ídealismi og nytjastefna. Honum varð lítið ágengt í baráttu sinni og í bréfum undir lokin frá honum má greina óþol og örvæntingu. Hann fékk aldrei kennarastöðuna sem hann sóttist eftir, hann sá ekki fram á að ljúka við landslýsinguna, þjóðin ætlaði með Alþingi til Reykjavíkur. Hinar miklu hugsjónir sem lagt var upp með ætla að reynast tálsýnir. Ur ljóðum hans hverfur brýningin, sigurvissan og glæsileikinn en þess í stað kemur tvíræðni, kaldrani, angist og vanmáttur. Hann virðist kominn í djúpstæða kreppu sem honum entist ekki líf til að vinna sig úr. Tilvitnanir 1) Hér er stuðst við óprentað útvarpserindi Kjartans Olafssonar: Síðustu dagar Jónasar Hallgrímssonar. 2) Sjúrnall Jónasar er birtur í tímaritinu Heilbrigt líf árið 1945 af Gunnlaugi Claessen lækni. 3) Lilian R. Furst rekur nokkrar skilgreiningar samtíðarmanna á rómantík í kveri sínu Romanticism í ritröðinni „The critical idiom“ Methuen / Co Ltd. 1976. Bls. 1-15. 4) René Wellek: „The concept of romanticism". Concepts of criticism. 5) Jónas Hallgrímsson: í óbundnu máli — Ritsafn. Rvík 1948. Bls. 210. 6) Henrich Steffens: Indledning til philosophiske ForeLesninger. Bls. 141. 7) Sama og 5). Bls. 81. 8) Þannig segir Steffens til dæmis á bls. 207 í fyrirlestrum sínum: „Altsaa: de samme Animalisations Trin, som nu ere paa eengang, see vi Naturen virkelig 429
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.