Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Síða 35

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Síða 35
Ludwig Tieck Ævintýr af Eggerti Glóa Á einum stað suðrí Harsi bjó riddari nokkur, sem skjaldan var kallaður annað en Eggert Glói. Hann var hérumbil fertugur, varla meðalmaður, stutthærður og ljóshærður og lá hárið niðrá vanga hans bæði bleika og magra. Hann lifði sér í mestu kyrrð og átti aldrei hlut í ófriði granna sinna, og sást skjaldan fyrir utan hringmúra kastala síns. Kona hans var ekki minna gefin fyrir einveru, og unntust þau hugástum að því er mönnum virtist, nema hvað þau kvörtuðu oftlega yfir að drottinn vildi ekki gefa þeim börn. Skjaldan komu gestir í kastalann, og þó svo bæri við, þá var næstum öngvu breytt þeirra vegna frá því sem venja var; hófsemin átti þar heima, og það var einsog sparsemin réði þar öllu. Eggert var þá glaður og kátur; en þegar enginn var kominn, fundu menn á honum nokkurskonar dulleik, þögn og þunglyndi. Enginn kom eins oft í kastalann, og Filippus nokkur Valtari, sem Eggert hafði mikillega stundað að vingast við, af því hann fann þeir áttu svo vel geð saman. Hann átti reyndar heima fyrir handan fjöllin, en dvaldist oft lengur en missiri í nánd við kastalann, safnaði grösum og steinum, og hafði sér til skemmtunar að raða því niður; hann átti dáltið sjálfur og þurfti ekki annarra við. Þeir Eggert voru oft einir saman á þessu göngulagi, og þróaðist ár frá ári vinátta þeirra. Svo er varið á stundum, að maðurinn kann ekki við að dylja neitt fyrir vini sínum, þó hann hafi áður gert það vandlega; þá getur sálin ekki stillt sig um að gefa sig alla í ljós og opna sín innstu fylgsni, svo hann verði því meiri vinur vor. I þessum kringumstæðum blíðkast sálirnar og kynnast hvur við aðra, og stundum ber það líka við, að annar fælist fyrir hins viðkynningu. Það var snemma hausts að þoka var á einu kvöldi og Eggert sat við eldinn ásamt vini sínum og Bertu konu sinni. Loginn kastaði um stofuna björtu skini og lék geislinn upp’ undir loftinu, nóttin horfði heim á gluggana dimmum augum, og eikurnar úti nötruðu af kulda- 433
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.