Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Síða 37

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Síða 37
Ævintýr af Eggerti Glóa þetta skyldi ég fá á hvurjum degi, því ég væri ekki annað en ónytjungur. Alla nóttina var ég að gráta, mér fannst ég vera svo munaðarlaus, ég kenndi svo í brjóst’ um mig, að ég vildi deyja. Ég kveið fyrir birtingunni, ég vissi ekki neitt hvað ég skyldi taka til bragðs; ég óskaði mér allrar lagni sem til er, og skildi ekkert í, hvursvegna ég var fáráðari en önnur börn sem ég þekkti. Mér lá þá við að örvinglast. Þegar dagur ljómaði, fór ég á fætur og lauk upp hurðinni fyrir kotinu næstum því óafvitandi. Eg var óðara komin útí haga og þaðan í skóg, sem varla var farið að birta í. Ég hljóp það sem aftók, og leit ekki til baka; ég fann ekki til þreytu, því ég hélt einlægt, að faðir minn mundi ná mér aftur, og verða enn harðari við mig fyrir það ég hafði strokið. Þegar ég kom út úr skóginum aftur, var sólin þegar hátt á lofti; þá sá ég eitthvað dökkleitt fram undan mér, og þar yfir dimma þoku. Ymist varð ég að klifrast yfir hóla eða krækja milli kletta, og réði ég nú í, að ég yrði að vera komin upp í fjall, og fór að verða hrædd að vera þarna ein; því niðrá láglendinu hafði ég aldrei séð fjall, og ef ég heyrði fjall nefnt, þótti mér það voðalegt orð. Eg hafði ekki hug til að snúa aftur, heldur hélt ég áfram af tómri hræðslu. Einatt hrökk ég saman og leit til baka þegar vindurinn þaut í trjánum yfir mér eða viðarhögg heyrðist langt að í morgunkyrrðinni. Þegar kolamenn og námufólk mættu mér og ég heyrði ókunnugt málfæri, var nærri liðið yfir mig af ótta. Þér fyrirgefið hvað ég er langorð; hvurt sinn að ég tala um þessa sögu verð ég málóð á móti vilja mínum, og Eggert, sá eini maður sem ég hef sagt hana, hefir komið mér uppá það með sinni eftirtekt. Ég kom í nokkur þorp og beiddi að gefa mér, því ég var orðin svöng og þyrst; þegar ég var spurð, leysti ég úr því nokkurnveginn. Svona hafði ég haldið áfram eitthvað fjóra daga, og kom nú á dálitla afgötu, sem leiddi mig alltaf lengra og lengra útaf aðalveginum. Klettarnir í kringum mig fóru að verða öðruvísi, og miklu undarlegri en áður. Þeim var hrúgað hvurjum ofaná annan, og litu út einsog fyrsti vindbylur myndi feykja þeim í sundur. Ég vissi ekki hvurt ég átti að fara lengra. Ég hafði alltaf sofið í skóginum á næturnar, því það var um há-sumar; hér fann ég alls öngvar mannabyggðir, og bjóst ekki heldur við því í þessum óbyggðum. Klettarnir voru alltaf að verða 435
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.