Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Page 48

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Page 48
Tímarit Máls og menningar en nú var honum fallinn allur ketill í eld. Vinar-morðið stóð honum sífellt fyrir hugskotssjónum, svo hann lét ekki af að ásaka sjálfan sig. Stundum gekk hann til næstu borgar til að hafa af fyrir sér, og sótti þar veislur og mannfundi. Hann óskaði sér vinar til að fylla auðnina í sálu sinni, og dytti honum þá Valtari í hug, skelfdist hann við vinar- nafnið; hann taldi sér víst, að sér hlyti að farnast ógæfusamlega með alla vini sína. Berta og hann höfðu svo mörg ár búið saman í indælli kyrrð; vinátta Valtara hafði verið ánægjan hans uppí svo mörg ár; en nú voru þau bæði horfin í burt svo skyndilega að honum sýndist ævi sín oft og tíðum fremur vera undarleg skröksaga, en verulegt ævi- skeið. I þessari hryggð og hæglæti hændist að Eggerti riddari nokkur, Högni fra Ulfsbergi; það var að sjá eins og honum væri náttúrlega vel til hans. Eggert varð undarlega glaður við það, og flýtti sér því heldur að taka á móti vináttu riddarans sem hann hafði átt hennar minni von. Nú voru þeir oft saman; ókunnugi maðurinn var Eggerti til vilja í öllu sem hann gat; varla reið annar út án þess hinn væri með; þeir hittust í hvurri veislu, í stuttu máli: það var einsog þeir gætu ekki skilið. Aldrei var Eggert lengi glaður í senn, því hann fann glöggt, að Högni unni honum af ókunnugleik: hann þekkti hann ekki, hafði ekki heyrt söguna hans, og nú langaði hann aftur eins mikið til að skýra honum frá því öllu, til að komast eftir hvað hann væri mikill vinur sinn. Annað veifið gat hann ekki fengið það af sér fyrir efasemi og hræðslu um, að Högni mundi fyrirlíta sig. Oft og einatt var hann svo sannfærður um einskisvirði sitt, að hann hélt enginn maður gæti haft á sér virðingu, ef hann þekkti nokkra ögn til sín. Samt gat hann ekki á sér setið. Svo vildi til, að þeir voru einir á reið, og þá sagði hann vini sínum upp alla sögu, og spurði hann, hvurt hann gæti verið morðingja-vinur. Högni komst við og bar sig að hugga hann. Eggert fylgdi honum heim til borgar, og var þá í léttara skapi. Það var einsog það væri óhamingjan hans, að verða tortrygginn mitt í einlægninni; því óðar en þeir voru gengnir inní veislusalinn, fór honum ekki að verða um svipinn á vini sínum, þegar ljósa-raðirnar skinu framaní hann. Honum leist hann glotta svo undirfurðulega; það gekk yfir hann, að hann talaði lítið við sig, en margt við aðra sem við voru staddir, og lét einsog hann sæi sig ekki. Þar var gamall 446
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.