Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Page 51
Gunnar Karlsson
Spjall um
rómantík og þjóðernisstefnu
I.
Haustið 1952 voru flutt lömb á vörubílum norðan úr Eyjafirði og Þingeyjar-
sýslu suður á land vegna fjárskipta. Sveinn Sveinsson vörubílstjóri á Selfossi,
stundum kallaður Langi-Sveinn, tók þátt í þessum flutningum og skrifaði
um þá framhaldsgrein í blaðið Suðurland árið eftir. Þar segir á einum stað í
millifyrirsögn: Bremsulaus. Svolítil rómantík í Hrútafirði. I klausunni fyrir
neðan segir frá því að bremsurnar tóku að gefa sig hjá Sveini í Skagafirðin-
um, en hann gat lítið gert við því og varð að aka bremsulaus vestur eftir
Norðurlandi í sólarlausum dumbungi. Svo, nálægt Reykjum í Hrútafirði
birti snögglega í lofti og blikaði fallega á sléttan sjóinn. Þá orti Sveinn þessa
vísu:
Norðurlandi flutt er frá
féð og lambaspörðin.
Sól og blíða blikar á
bjartan Hrútafjörðinn.
Þegar ég las þetta sem unglingur velti ég því talsvert fyrir mér hvernig
þetta gæti verið rómantík, og þó get ég ekki rifjað upp hvaða merkingu ég
lagði í orðið þá. Nú, þegar ég leita grein Sveins uppi aftur, þykist ég sjá að
hann noti orðið alveg rétt, því að rómantík í sinni víðustu merkingu er
líklega ekkert annað en óhagnýtar tilfinningar. Eða, nákvæmar sagt, tilfinn-
ingar sem réttlætast fyrst og fremst af sjálfum sér, þó að þær geti eftir
atvikum þjónað hagnýtum og skynsamlegum markmiðum. Enn nákvæmara
væri að segja að rómantík væri iðkun og stundum dýrkun slíkra tilfinninga.
Það er þannig dæmigerð rómantík að yrkja vísu um sólblikið á Hrútafirðin-
um þegar maður er þar á ferð á bremsulausum bíl, hlöðnum af lömbum sem
þurfa að komast tafarlaust á ákvörðunarstað.
Af þessu leiðir að rómantík er ílát sem hægt er að fylla með nánast hvaða
TMM IV
449