Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Side 52

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Side 52
Tímarit Máls og menningar innihaldi sem er og getur rúmað takmarkalausar andstæður. Undir merkjum hennar hófu menn snillinga á stalla og trúðu að öll frumleg sköpun væri þeirra verk. En menn söfnuðu líka vísum og barnalegum sögum sem al- þýðukerlingar kunnu, og kölluðu þjóðardýrgripi. Stundum gekk róman- tíkin í þjónustu svartasta íhalds og einveldis. Stundum var hún afl í róttækri lýðræðisbaráttu. Rómantísk skáld kveða bæði lífinu og dauðanum lof. Jónas Hallgrímsson segir: nú hef ég sjóinn séð um hríð og sílalætin smá og tíð; — munurinn raunar enginn er, því allt um lífið vitni ber. En um svipað leyti yrkir Grímur Thomsen: Háum helst und öldum, hafs á botni köldum, vil ég lúinn leggja bein, á hálu hvílast þangi í hörðum sjávargangi, undir höfði unnarstein. Hið barnalegasta sakleysi er kallað rómantískt, en glæpasagan og hroll- vekjan eru líka afsprengi rómantísku stefnunnar í bókmenntum. II. Þegar maður skilgreinir hugtakið rómantík svona vítt, þá er til lítils að nota það nema í ákveðnu sögulegu samhengi. Rómantísk skáld ákveðins tíma beita vissum listrænum vinnubrögðum (sem öðrum er ætlað að fjalla um í þessu hefti) og rómantískar tilfinningar leita í ákveðnar áttir eftir aðstæðum. Enski sagnfræðingurinn Eric Hobsbawm fjallar nokkuð rækilega um róm- antík í Evrópusögu sinni 1789—1848, The Age of Revolution. Hann byrjar að vísu á að viðurkenna að það sé erfitt að höndla rómantíkina og segja hvað hún vildi. Samt efi enginn að hún hafi verið til, sjálfsörugg og herská hreyfing í listum Evrópu og Norður-Ameríku á fyrri hluta 19. aldar. Eiginlega er auðveldara að segja hvað rómantíkin vildi ekki, segir Hobs- bawm, hún vildi ekkert miðjumoð. Hvert sem innihald hennar var, var hún róttæk og öfgafull. Þó freistast Hobsbawm til þess að þrengja hringinn um rómantíkina ofan í það að segja að þrennt hafi rómantíkusar einkum dýrkað á því skeiði sem hann fjallar um: miðaldir, frumstætt mannlíf og stjórn- arbyltinguna miklu í Frakklandi 1789. 450
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.