Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Qupperneq 55

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Qupperneq 55
Spjall um rómantík og þjóðernisstefnu fortíðina var til hvatningar fram á við til endurreisnar og sjálfstjórnar. Það var argasta niðurlæging að leyfa lynginu á Lögbergi helga að blána af berjum hvert ár í'staðinn fyrir að troða það með sauðskinnsskóm þingsóknar- manna. Hólminn þar sem Gunnar sneri aftur var tákn þeirrar tryggðar við fósturjörðina sem skáldið vonaði að hefði blundað með þjóðinni í sex hundruð sumur. Eftir á finnst okkur alveg sjálfsagt að Islendingar yrðu gripnir af pólitískri þjóðernisstefnu á 19. öld. Ef við berum saman við grannþjóðir okkar ýmsar er það hreint ekki þannig. Skotar gengu með mestu ánægju að því hlutverki að stýra breska heimsveldinu sem þó var að nafninu til í eigu Viktoríu drottningar suður í London. Þeir risu ekki upp með pólitíska sjálfstjórnar- baráttu fyrr en eftir miðja 20. öld. Ekki veit ég annað en Skánverjar hafi unað vel í Svíaríki þó þeir væru ekki búnir að vera undir sænskri stjórn í full 200 ár þegar þjóðernisstefnan komst í blóma í Evrópu. Færeyingar sann- færðust ekki almennilega um að þeir væru annað en Danir fyrr en undir aldamótin 1900. Eg tala nú ekki um „frumstæðari" þjóðirnar, Grænlendinga og Sama. En Islendingum virðist aldrei hafa dottið í hug að þeir væru Danir (þótt sumir hafi vafalaust óskað að þeir yrðu það) og þeir sannfærðust furðu fljótt um að pólitísk afleiðing þess væri íslensk sjálfstjórn í einhverri mynd. Ein fyrsta liðskönnun pólitískrar þjóðernisstefnu á Islandi var val fulltrúa á þjóðfundinn 1851. Þegar konungsfulltrúa og Jóni Sigurðssyni lenti saman í lok fundarins stóðu allir þjóðkjörnu fulltrúarnir, og einn hinna konung- kjörnu, með Jóni. Aðeins þrem árum eftir að einveldi hafði verið aflétt í Danmörku var íslensk þjóðernishreyfing búin að ná þeim tökum á stjórn- málalífi Islendinga sem hún átti eftir að halda uns verkalýðshreyfingin og andóf bænda gegn þéttbýlismyndun fóru alvarlega af stað meira en 60 árum seinna. Það sannar ekkert um að þjóðernishreyfingin hafi notið meirihluta- fylgis meðal þjóðarinnar. En meðal þeirra sem tóku afstöðu og létu stjórn- mál taka til sín var hún einráð. IV. Skiptar skoðanir eru um það hvernig þjóðir verði þjóðernissinnaðar. Eigin skýring þjóðernissinna 19. aldar mun einna fyrst hafa verið sett í letur af þýska heimspekingnum Johann Gottfried Herder. Hann hélt því fram að vilji hverrar þjóðar til að stýra sér sjálf lægi í anda hennar. Ef þjóðarandinn væri vakandi leiðbeindi hann þjóðinni til þess að stýra sér á farsælan hátt. Ef hann svæfi staðnaði þjóðlífið og dofnaði, og þá gat hent að þjóðin þyldi útlenda stjórnendur. Nú þykjast líklega flestir vera hættir að trúa á þjóðar- andann. En hann lifir góðu lífi í táknmáli skáldskapar, til dæmis í elskhuga Sóleyjar sólufegri sem ill öfl stinga svefnþorn og þjóðin vill ekki vekja á ný. 453
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.