Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Page 62

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Page 62
Þórir Óskarsson „I gegnum list að lj óssins vizkusal“ Um hlutverk listarinnar í heimssýn rómantískra skálda. Frá frumbernsku mannkynsins hefur listin verið snar þáttur í lífi þess, ekki aðeins sem gleðiauki í skammdeginu eða vaki andlegrar nautnar, heldur einnig og ekki síst sem hluti hversdagsstarfsins, nytsamt verkfæri eða tæki í lífsbaráttunni. Þegar víkingurinn og skáldið Egill Skallagrímsson stendur frammi fyrir slíku ofurefli að sverð hans og skjöldur duga hvergi grípur hann jafnan til kveðskaparins. Með kvæði má kaupa sér líf, lækna stingandi hjartasár vegna ástvinamissis, gjalda óvini rauðan belg fyrir gráan. Listin er einhver mikilvægasta aðferð mannsins til að sættast við veruleikann eða ná valdi á honum í gegnum þann galdur sem hún býr yfir. Aðferðir hennar og verksvið hafa vissulega tekið stöðugum breytingum samfara breyttum tímum og samfélagsháttum. Nútíma vísindamenn og tækni hafa til dæmis að mestu leyti tekið að sér störf fornra ákvæða- og kraftaskálda. En þó veraldlegur galdur listarinnar hafi þokað til hliðar er ekki þar með sagt að gildi hennar hafi rénað. I ringulreið nútímalífs ætti listin að minnsta kosti að geta haft mikla þýðingu fyrir þann sem leitast við að skilja umhverfi sitt og aðra menn. Hér á eftir verður örlítið rætt um hlutverk listarinnar í heimssýn og lífsviðhorfi rómantískra skálda og einkum tekið mið af kvæðabálkinum Hugfró eftir Benedikt Gröndal Sveinbjarnarson og skrifum hans um listir og skáldskap. Þegar rómantíkin birtist á sjónarsviði evrópskrar listar og menningar um og eftir aldamótin 1800 er hún að einum þræði öflug uppreisnarhreyfing gegn skynsemistrú og raunhyggju samtímans. I allri listsköpun er lögð sífellt ríkari áhersla á hughrif og tilfinningatjáningu, auk þess sem listamenn hverfa æ meira frá hversdagsraunveruleikanum inn í ókunn og dularfull 460
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.