Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Side 70

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Side 70
Tímarit Máls og menningar miðlar þeim hinum æðsta sannleika vegna tengsla listamannsins við guð- dóminn og frelsisanda hans til að spanna gjörvallan heiminn. Þannig er það endurskapandi innsæi mannsins sem færir heiminn á sitt fegursta og fullkomnasta stig. Listamaðurinn tekur myndir úr náttúrunni, mótar þær eftir hugsjón sinni og hreinsar burt allt það sem lýtir eða spillir. I grein sinni „Um vísindi, skáldskap og listir á miðöldum“ segir Benedikt Gröndal: Þegar skáldið, með fullkominni meðvitund um hið rétta, skapar fagra heild úr yrkisefni sínu, þegar það lætur náttúruna hlýða lögmáli fegurðarinnar, þá fyrst getur það heitið listaskáld; þá hefur það náð hinu æðsta takmarki, en það er eining listar og náttúru. (B.G. 111:79) I þessum orðum er fólgið eitt æðsta markmið rómantíkurinnar, að sameina list og náttúru og gera heiminn skáldlegan. „Það verður að rómantísera heiminn,“ sagði þýska skáldið Novalis. „A þann hátt finnum við aftur upprunalegan tilgang hans.“ Listamaðurinn á ekki að reyna að líkja eftir veruleikanum, heldur á hann að skapa nýjan og verðmætari veruleika á grundvelli þess sem fyrir er. Hann á að sýna okkur heiminn í nýju ljósi, gefa hversdagslegum hlutum háleitt yfirbragð og æðri merkingu. I þessari ofuráherslu rómantískra listamanna á endursköpun heimsins með verkum sínum liggur ef til vill aðalstyrkur þeirra og gildi fyrir menn. Þarna birtist í senn gagnrýni á ófullkomleika veraldarinnar og hvöt til að breyta henni til betri vegar, stuðla að framförum og endurbótum á öllum sviðum, auk þess sem sýnt er í verki hvernig sameina megi óskiljanleg brotabrot tilverunnar í heildstæðri og merkingarbærri mynd. Með því að kappkosta í sífellu að gera möguleikann að veruleika er rómantísk list, eins og grundvöllur hennar, ídealisminn, leið mannsins til sífellt meiri fullkomnunar. Þó væri rangt að segja að rómantíkerar hafi algerlega látið raunveruleikann í skiptum fyrir einhverja draumaheima. Þvert á móti liggur mikilvægi rómantískrar listar ekki síst í uppgötvun og könnun hennar á náttúrunni með öllum sínum blæbrigðum. Staða rómantískra listamanna er um margt lík stöðu vísindamanna og landkönnuða 18. og 19. aldar. Mark- mið þeirra var að betrumbæta og stækka hinn þekkta heim. III. I fyrirlestri sínum „Um skáldskap“ frá 1888 ræddi Benedikt Gröndal m. a. á almennan hátt um eðli skáldskapar, tilgang hans og gildi fyrir mannlífið. Að hans dómi er skáldskapur „lýsing með orðum á einhverjum hugmyndum í veldi fegurðarinnar“ og þar af leiðandi nátengdur ídealismanum, því við- 468
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.