Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Síða 71
„I gegnum list að Ijóssins viskusal
horfi „að skoða lífið í æðra og tignara ljósi en það daglega líf veitir“ (B.G.
IV:217-8). í þessari eigind listarinnar er fólgin ein meginþýðing hennar,
segir Gröndal, hún stuðlar að því að vekja menn og efla vegna stöðugrar
löngunar þeirra og kröfu um að gera ídealið að veruleika. Gröndal segir:
En það er einmitt eðli og þörf mannlegs anda, að vilja hafa það sem
ekki er: vonin og eftirvæntingin eru enginn veruleiki; framtíðin er
ekki, því hún er ókomin, hún er enn ekki orðin til, hún er ímynduð,
eftirvænting og von, eða þá ótti og kvíði. (B.G. IV:228)
Út frá þessari eða viðlíka röksemdafærslu áttu rómantíkerar auðvelt með
að réttlæta sína eigin list, og jafnvel staðhæfa að rómantíkin sé „sameiginleg
eign allra höfuðskálda og í rauninni allra manna frá alda öðli“ (B.G.
IV:232). Það er líka ljóst að öll list sem stendur undir nafni hlýtur ævinlega
að vera í andstöðu við sinn eiginn veruleika, að öðrum kosti heldur hún ekki
velli. Undir eins og listamenn taka að grundvalla verk sín eingöngu á því
sem er, kyrrstæðum og viðurkenndum hugmyndum, leiðast þeir óhjá-
kvæmilega út í líflausa formhyggju, klisjukennda eftiröpun. Þau urðu líka
örlög rómantískrar listar. Þegar fram liðu stundir stóð hún ekki undir sinni
eigin uppreisn. Með hraða eldflaugarinnar þaut veruleikinn fram úr þeirri
hefð sem rómantíkin hafði smám saman myndað og fæddi af sér nýja
drauma, vonir, eftirvæntingar, ótta og kvíða — í stuttu máli: nýja list.
Grein þessi er skrifuð sumarið 1985. Margt er þó sótt í kandídatsritgerð mína sem
fjallar um ljóðagerð og fagurfræði Benedikts Gröndals.
Helstu heimildir:
Benedikt Gröndal Sveinbjarnarson. Ritsafn I—V. Rvk. 1948—1954.
Abrams, M.H. The Mirror and the Lamp. Romantic theory and critical tradition.
Oxford University Press. 1953.
Bowra, C.M. The Romantic Imagination. Oxford University Press. 9. útg. 1980.
Lukács, G. „On the Romantic Philosophy of Life“, Soul and Form. Merlin Press.
London. 1974.
Prickett, S. (ed.) The Romantics. Methuen & Co., Ltd. London. 1981.
Schenk, H.G. The Mind of the European Romantics. An Essay in Cultural History.
Oxford University Press. 1979.
469