Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Page 75
Helgi Grímsson
„Hve líf sem friðar nýtur andar róttí£
Hugleibingar um(hverfis) skáldskap Einars Braga.
Hlaupa vitfirrtir menn undan ógnum. Augun og æðandi sorti. Nútíminn,
orðinn langur. Tími módernismans í skáldskap:
ég er aðeins barnshöfuð
í forvitnisferð
um glæpi stundanna;1
Líf manna og hugsjónir svívirt með kúgun og blekkingum; hver er þá sann-
leikur orða? Skáldskapar?
Og við spurðum: Hvaða orð eru lifandi
hvaða orð sofa
í jörð þessa langa vetrar2
Því aðeins er skáldskapur lifandi raunveruleiki að hann sé fullur merking-
ar, sannur. Þess vegna hlýtur hann að hafna andstæðu sinni, hinu tóma og
logna, þeim heimi sem er, orðum úr skurninni einni:
Bein túlkun sannrar reynslu, það er nútímaskáldskapur, það er þetta lítt
tempraða óp. Vantraust á formi, vantraust á máli, vantraust á orðum, krafan
um að skáldið hafi svo að segja lifað hvert orð áður en það er sett á
pappírinn . . ?
. . . meira en orð
Skáldskapur er veruleiki sérstakrar gerðar; samt er það annar veruleiki
sem gefur honum líf. Sannleikur skáldskapar er því heldur ekki sjálfsprott-
inn, einnig hann getur aðeins orðið til í samspili við raunveruleikann.
Umhugsunin um veruleika skáldskapar og samband hans og raunveru-
leikans leitar því sterkt á skáldin; viðfangsefnið er líka að gera heiminn
sannan í skáldskap, raunveruleikann raunverulegri. Með það í huga held ég
sé gott að lesa „Nafnlaust ljóð“ Einars Braga:4
473