Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Page 76
Tímarit Máls og menningar
Eg sem orðum ann
nefndi einatt í auðmýkt
konu, mann
líf mold vatn,
á vörum brann
veikasta sögnin
að elska
fann mér hóglega
á hjarta lagt:
án mín fær skáldið
ekkert sagt.
Hver ert þú?
Ég er þögnin. (11)
Ljóðið er ástarjátning til þess sem lifir. Einar Bragi hefur ekki hvikað frá því
að skáldskapur rísi af ást til lífsins:
Kvikan í öllum sönnum skáldskap er heiðarleiki, góðvild, afsláttarlaus sann-
leikskrafa, frelsisþrá, ást á fegurðinni, ást á manninum, lotning fyrir lífinu.5
Arið 1950 kom út fyrsta ljóðabók Einars, Eitt kvöld í júní. „Gistihúsið
græna“ heitir síðasta frumorta ljóð bókarinnar. Lokalínur þess hefur Einar
valið að einkunnarorðum margra bóka sinna, síðast ljóðasafnsins Ljóða.
Hann hefur breytt þeim í stef sem alltaf ómar að baki við lestur ljóða hans:
Pað er sorg mín og hamingja
að hjartsláttur lífsins
heldur fyrir mér vöku.
„Nafnlaust ljóð“ snýst einmitt um hvers sé þörf til að skáldskapur öðlist
raunveruleika þess lífs sem er skáldinu hugstæðara en allt annað, til að
skáldskapur sé líf, mold, vatn, lífmold, lífsvatn, ekki aðeins orðin sem tákna
þau. Andstæð skaut ljóðsins eru orðin sem ljóðmælandi hefur nefnt og svo
þögnin. En andstæðan þeirra á milli er aðeins á yfirborði, hún eyðist með
lausn ljóðsins á vandanum um líf skáldskapar.
Einari Braga lætur vel að auka margræðni ljóðs með tvípunkti. Þeirri
tækni beitir hann hér. Án þagnarinnar „fær skáldið ekkert sagt,“ segir í
ljóðinu. Víst heyrir það mikilvægustu eigindum skáldskapar til að hann
474