Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Page 79

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Page 79
„Hve líf sem fribar nýtur andar rótt“ Hún sveipaði barnið hári sínu, hóf það á arm sér og sté inní sólhvítan daginn. Eg sá hana nálgast þar sem ég beið á vorgljúpri sléttunni, er fagnaði nýsánu fræi. Hún brosti í augu mér döpur og sagði: þú berst um ást þína og líf við ógnir og dauða. Þá lutum við höfði, létum skírast af nýju. Og söngurinn um eilífð jarðargróðans steig upp úr moldinni fyrir munn okkar beggja, hærra og hærra uns himnarnir opnuðust og milt frjóregnið blessaði okkur öll. („Regn í maí“ 47) Svo þýðingarmikil sem ljóð Jónasar Hallgrímssonar hafa verið í íslenskum skáldskap í hálfa aðra öld er ekki undarlegt þótt við lestur náttúruljóða Einars Braga komi mönnum ljóð Jónasar í hug en þar er náttúran lengst af sæl og blíð birtingarmynd andlegs hugsjónaheims.8 Náttúruljóðahefð er sterk í íslenskum skáldskap, margtengd ættjarðarást, þjóðernishyggju, frels- isbaráttu sem alltaf stendur; þess vegna er auðvitað samband á milli náttúru- rómantíkur 19. aldar og náttúrulýríkur á seinni hluta þeirrar 20. A hinn bóginn eru þau ort í gerólíkum heimi — þann kjarna eiga þau e. t. v. helst sameiginlegan að í þeim leitar maður á vit náttúru. Samfélagslegt gildi og hlutverk hlýtur því að vera með misjöfnum hætti. „Haustljóð á vori“ er eflaust meðal kunnustu ljóða Einars Braga. Það birtist fyrst á bók í Svani á báru, 1952, hafði þá ártalið 1951 í heiti sínu og var fimm erindi. I Gestaboði um nótt, 1953, og Hreintjörnum, 1962, er nafnið hið sama en erindin aðeins þrjú. Sá erindafjöldi helst í / Ijósmálinu, 1970, og Ljóðum, 1983. I þeim gerðum hefur ártalinu verið sleppt. Fimm erinda gerð ljóðsins er nokkuð margorð og opinská. Á meðan ártalið stendur að auki í heiti ljóðsins er býsna augljóst að ort er af óhug um veru bandaríska hersins á Islandi. Svanurinn á báru er landið, lifandi náttúra. Hann kveður: Hafa mig svíðingar svikið og selt mig við gulli.9 I þeirri gerð ljóðsins sem er þrjú erindi stendur mælskulítil ljóðmynd ein eftir og gefur tilefni til margvíslegri túlkunar, sérstaklega ártalslaus — þótt hin beina pólitíska blasi enn við. Með breytingunum verður hlutverk náttúrunnar viðameira, almennara. Lömuð sorg hennar er full sömu angist- ar og líf okkar, nútímamanna sem ærðir flýjum. I „Haustljóði á vori“ er með náttúrunni lýst veruleika sömu ógnar og óratandi völundarhús margra annarra módernískra verka.10 477
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.