Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Page 82
Tímarit Máls og menningar
Með ykkur snauðu hirðar vil ég vaka
og vitringunum þessa löngu nótt
og minnast þess við lítið ljós í stjaka,
hve líf sem friðar nýtur andar rótt.
Það er hin algera ró sofandi barns sem vekur lífstrú ljóðmælandans. Von
ljóðsins er bundin því að slíka ró megi allir menn eignast. Hún er e. k. lífsró,
samræmi manns og lífs, sama eðlis og sú sem ríkir oft í náttúrulýrík.
Eitt einkenni skáldskapar Einars Braga er einmitt að þar er allt fullt af
börnum; þau eru t. d. í „Barni“ (20), „Gælu“ (21), „Draumljóði“ (76) og
„Leysingu" (87). Börnin eru ekki aðeins tákn hins smáa, líka þess uppruna-
lega og hreina. I „Heim“ (25) tengist þráin eftir því nostalgíu sveitamannsins
í borginni:
Barnsins undrun
bjarta gleði
bitra sorg
glatast mér
í glaumi þínum
glæsta borg.
Góða veröld
gef mér aftur
gullin mín:
lífs mín horfna
ljósa vor
ég leita þín.
Hið upprunalega tvinnast þó enn sterklegar saman við þá náttúrulýrík
Einars sem túlkuð var sem andstæða eyðingar og ógna, sem viðbragð við
þeim; nútímamaðurinn að leita tilvist sinni heildar og samræmis. Af sömu
rót er ofuráköf frjósemisdýrkun sem stundum veldur því að kona og náttúra
renna saman í eitt; það gerist í „Mansöng“ (61) og „Vísu“ (62).19
Þær eigindir ljóða Einars Braga sem veitt hefur verið athygli og lesnar
saman á einni stuttri hringferð um skáldskap hans eru til vitnis um veru-
leikaskilning sem er heill og sjálfum sér samkvæmur. I „Einmælum" (33)
sameinast margar þeirra í einu ljóði:
Ennþá ljóðar áin í æðum mér gegnum svefninn, og
segði einhver ég ætti að sleppa í hana seiðum, svo að
hún gæfi laxmönnum einnig nokkuð í aðra hönd, hlyti
ég að færast undan, því hún mundi skera sig á girninu,
480