Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Page 84
Tímarit Mdls og menningar
má, ég hafi alltaf verið að yrkja sömu bókina eins og gamli Walt Whitman, sem
mér þykir vænna um en önnur skáld.“
18 Þetta er náskylt náttúruiýrík Einars. Hvorttveggja hefur að mínu mati stundum
verið slitið úr tengslum við það einkenni sem ljóðum hans var eignað að vera
andstæða eyðingar, sjá t. d. Olaf Jónsson sem telur „innilega náttúru- og til-
finningalýrik" Einars Braga fátt eiga skylt við módernisma (Skírnir, 1981, 115);
Jón frá Pálmholti sem í ritdómi segir að í Hreintjörnum Einars megi finna „þessa
sömu kitlandi innlifun í smágert líf og algeng er hjá lónasi og Halldóri Kilj-
an,. . .“ (TMM 3, 1962, bls. 270).
19 Reyndar algengt í margvíslegu samhengi í skáldskap, m. a. rómantískum náttúru-
skáldskap. Þvi hefur verið haldið fram að samruni konu og náttúru sé eitt af
einkennum ríkjandi karlahefðar bókmenntanna. Hann feli í sér að konan sé í
stöðu vitundarlauss þolanda andstætt gerandlegri vitund skáldsins — karlsins;
slík sé hún líka í upphafningu karlskáldsins, náttúra. Þessi hefð hafi gert konum
erfitt fyrir að skrifa í samræmi við sína reynslu og raunveruleika, öðlast skáldlega
sjálfsvitund sem annað en mállaus náttúran, annað en viðfang. Sjá Margaret
Homans: Women Writers and Poetic Identity, Princeton, 1980, bls. 12—40;
Ragnhildur Richter: „ „Ljóðafugl lítinn jeg geymi — hann langar að fljúga"
Athugun á stöðu skáldkonu gagnvart bókmenntahefð." TMM 3, 1985, bls. 315 — 16.
482