Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Side 109

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Side 109
Yfirlit yfir íslensk atvinnuleikhús í Iðnó sýndi Leikfélagið annars vegar þrjú hressileg verk og þar á móti þrjú alvarlegs eðlis. Af einhverjum ástæðum voru öll þrjú alvarlegri verkin fremur daufleg í uppsetningu en í einu tilfellinu er orsökina að hluta til að finna í þema verksins. Við Islendingar erum léleg guðsbörn hvað þá að við höllumst að strangtrú kaþólskunnar. Gagnvart íslenskri leikritun stóð LR sig nokkuð vel, en á verkefnalistan- um voru tvö ný íslensk verk, annað tekið upp frá vorinu áður, fremur þunglamalegt verk eftir Svein Einarsson, hitt gamanleikur af léttara taginu eftir Olaf Hauk Símonarson, frumsýndur af Leikfélagi Húsavíkur fyrr á leikárinu. I allar þessar sýningar skorti aflgjafa eða kraft og er það miður því þar var margt vel gert og fagmannlega. Það er eins með LR og önnur leikhús hérlendis að það sakaði ekki að hafa dramatúrg, bæði til styrktar leikritahöf- undum og leikstjórum. Nú er ég ekki að segja að dramatúrgar séu einhverjar patentlausnir, en þeir gefa góð ráð án þess að vera á öllum æfingum, eru einskonar gests auga, og það gefst oft vel. Tvær sýningar leikfélagsins sköruðu fram úr, Gísl og fónsmessumetur- draumur, þær voru í þeim gæðaflokki að telja verður Stefán Baldursson einn okkar allra fremstu leikstjóra. Leikfélag Akureyrar setti upp fjórar sýningar á leikárinu, þar af tvö ný íslensk verk og annað þeirra skrifað að beiðni leikhússins eins og getið er um hér að framan, hitt nýtt barnaleikrit. (Ólafur Haukur var óumdeilanlega mest leikni íslenski höfundurinn á liðnu ári.) íslensk leikrit hafa verið burðarstoð Akureyrarleikhússins frá stofnun þess sem atvinnuleikhúss og á þeirri glæsilegu stefnu virðist ekki lát. Leikfélag Akureyrar er vaxandi leikhús sem stefnir hátt og gerir kröfur til sjálfs sín. Þó má það ekki reisa sér hurðarás um öxl, en við það jaðraði í sýningu þess um Edith Piaf. Leikritið krefst mikils mannafla og þótti mér nokkuð ruglingslegt hve sömu leikararnir léku fjöldamörg hlutverk og heldur keimlík. Þrátt fyrir annmarka af þessu tagi mega Akureyringar vera stoltir af leikhúsi sínu og er von mín að þeir styðji sem styrkast og best við bak þess á komandi árum. Alþýðuleikhúsinu hafa verið gefnir ýmsir stimplar eftir síðasta leikár, til dæmis að það sé orðið kvennaleikhús einvörðungu. Eg verð að segja að mér fannst mjög skemmtilegt að sjá svo margar af okkar ágætu leikkonum fá tækifæri til að sýna hvað þær geta í jafn prýðilegum verkum og þessum tveim. Þá var árangur leikstjóranna og annarra aðstandenda sýninganna glæsilegur. 507
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.