Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Side 112

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Side 112
Tímarit Máls og menningar hindranir, læra af reynslunni og vinna sína sigra. I framhaldi af því er sjálfsagt að virkja og uppörva betur en gert hefur verið frumkvæði yngra sem eldra listafólks sem margt lúrir á hugmyndum, jafnvel þroskuðum áætlunum, um hin og þessi verk en finnur hvorki hljómgrunn né vettvang. Hvað tækifæri ungra leikara varðar stendur LR sig stórum betur en Þjóðleikhúsið og er þar skemmst að minnast samvinnu LR og Leiklistar- skólans í Jónsmessunæturdraumi. Þar sást best hvað gera má þegar fleiri en ein stofnun binda trúss sín saman. Því skyldu gróin leikhús ekki styðja af öllum mætti viðleitni annarra aðila af sömu stétt? A meðan hver kúrir í sínu horni, lokaður inni í eigin hugmyndaheimi er ekki von á góðu. I fljótu bragði virðist mér að þau tvö leikhús hér í Reykjavík sem við öruggt húsnæði búa gætu aðstoðað hin húsnæðislausu. Ymsir leikhópar hafa sett upp sýningar á sumrin, lengt þannig leikárið og aðsókn hefur oftlega verið slík að ekki er réttmætt að dæma sumarleikhús úr leik. Þann tíma sem hin stærri leikhús starfa ekki, gætu hin minni áreiðan- lega nýtt húsnæðið og báðir aðilar unað glaðir við sitt. Listræn og hvetjandi samkeppni bíður ekki skaða né dofnar þótt svona væri að farið. Enn eitt atriði sem varðar samvinnu milli leiklistarstofnana langar mig að drepa stuttlega á en það er lán á leikurum milli húsa. Væri slíkt gert oftar en nú er yki það fjölbreytni fyrir áhorfandann og hugmyndafræðilega umræðu innan leikhúsanna. Þá væri heldur ekki úr vegi að leikhúsin skiptust meira en nú er á skoðunum um verkefnaval, stöðu leikhúsanna, stefnu þeirra og hugmyndafræði. Slík skoðanaskipti mættu gjarnan fara fram opinberlega. Við eigum mikinn fjölda fjölhæfra listamanna, sem standast samjöfnuð hvar sem er. Þar að auki eigum við leiklistarunnendur sem eru fjandanum duglegri að sækja leikhús. Við verðum því að vinna saman og standa þéttan vörð utan um íslenskt leikhús og sýna í verki að leiklistina og alla þá sem að henni standa má hvergi skorta tækifæri, aðstöðu né fjárhagslegan stuðning hins opinbera — ella fellur hún í niðurlægingu og deyfð — staðnar og hættir að vera hluti af lífæð samfélagsins. 510
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.