Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Síða 114
Tímarit Máls og menningar
Að þessum inngangi loknum skulum við nú snúa okkur að sjálfum munn-
mælasögunum. Eftirfarandi frásögn var hljóðrituð 22. júlí 1977 og birtist
hér í orðréttri afskrift. Heimildarmaður vann hjá hernum í Strandarhreppi á
stríðsárunum og varð seinna meir bóndi þar í sveit.
„ . . . og þá heyrði ég sögu, sem að skeði hjá hernum. Og ég veit ekki
betur en að sú saga sé sönn og hana get ég sagt þér eftir því sem ég heyrði
hana. Fyrir innan Bláskeggsárgilið var varðstöð og vakt allan sólarhringinn.
Þar varð hver maður, sem um veginn fór að sýna vegabréf og skilríki til þess
að fara í gegnum kampinn, og voru allir stöðvaðir sem að þar fóru. Og
sjálfsagt margir, sem muna eftir ferðalögum þarna í gegn að þetta var
tafsamt. Svo var önnur varðstöð vestan við kampinn þar sem að þeir urðu að
gera grein fyrir sér þegar að þeir komu í gegn. En sagan var þannig, að
vörðurinn austan við Bláskeggsána sér mann koma gangandi eftir veginum,
geysistóran og mikinn skeggjaðan mann. Og hann gefur honum merki um
að stoppa, en hinn skeytir því ekki og heldur áfram niður í gilið. Þá skaut
varðmaðurinn viðvörunarskoti, en maðurinn leit bara við öxl og hélt áfram.
En í varðstöðinni var sími til þess að láta vita niður í kampinn og eins
varðstöðina fyrir vestan, að maður hefði sloppið inn í kampinn án þess að
sýna skilríki. Og það er send neðan úr kampinum jeppabifreið, með fjórum
hermönnum og vélbyssu, til þess að hafa upp á manninum. Þegar þeir koma
upp á hæðina vestan við gilið þá mæta þeir manninum. Og þeir gefa honum
merki um að stansa og hann skeytir því engu. Og þeir skutu viðvörunar-
skoti. Það var sama, hann stoppar ekki, röltir áfram veginn. Svo þeir taka til
vélbyssunnar og hefja skothríð á hann. Og þeir renna einu belti í gegnum
vélbyssuna og á manninn. Hann hverfur þeim í púðurreyk. Síðan þegar
reyknum svifar frá þá röltir maðurinn áfram veginn, lítur til þeirra og
glottir. Þeim féllust hendur og maðurinn hvarf niður og sást ekki meir.
Hans var leitað um allan kamp og sást aldrei meir. En vegna þessa atviks þá
neituðu hermenn að standa vakt þarna við gilið og til þess voru fengnir
Islendingar, sem stóðu vakt þarna við gilið að minnsta kosti heilan vetur . . .
En oftar mun þetta hafa komið fyrir, að varðmenn frá hernum hafi séð
mann þarna og skotið í gegnum hann og hann bara brosað til þeirra.“
Þessi atburður á að hafa gerst áður en heimildarmaður hóf sjálfur störf hjá
hernum. Kveðst hann hafa séð manninn í sögunni með eigin augum síðar
meir, líklega veturinn 1943 til 1944. Spurðist hann þá fyrir um hvað þarna
hefði getað verið á ferðinni og var sagt, að það hefði verið Bláskeggur. Lýsir
heimildarmaður honum þannig:
„Þá stendur maður í dyrunum, allstór, en hann var það hár að herðarnar
námu við dyratréð, sem var meira en seiling mín, en höfuðið stóð uppfyrir,
hann var kominn inn, stóð undir dyratrénu með herðarnar en höfuðið fyrir
512