Fréttablaðið - 13.05.2015, Qupperneq 2
13. maí 2015 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 2
TRÚMÁL Kaþólikkar á Íslandi
safna nú fyrir nýrri kirkju sem
þeir hyggjast reisa á Selfossi. Að
sögn Denis O’Leary, sóknarprests
í Maríukirkju í Breiðholti, er gert
ráð fyrir að um 200 kirkjugestir
fái pláss í nýju kirkjunni. Nú eru
um tólf þúsund manns skráðir í
kaþólska söfnuðinn í Íslandi en
vitað er að kaþólikkar hér eru enn
fleiri.
„Það hefur fjölgað mikið í kaþ-
ólska söfnuðinum á Íslandi, sér-
staklega Pólverjum og Filippsey-
ingum. Fjölmargir kaþólikkar
hafa einnig komið til Íslands frá
Litháen og víðar að. Íslendingum
í söfnuðinum hefur einnig fjölg-
að. Fjölskyldurnar stækka og svo
ganga alltaf nokkrir Íslendingar
í söfnuðinn á hverju ári,“ greinir
O’Leary frá.
Kaþólsku kirkjunni er skipt
niður í sex sóknir og fellur Suður-
land undir St. Maríusókn. Að sögn
O’Leary er messað reglulega á Sel-
fossi og í nálægum sveitarfélögum
og eru kirkjur þjóðkirkjunnar
fengnar að láni til þess.
Fyrstu drög að teikningu nýrr-
ar kirkju eru tilbúin. Ekki liggur
fyrir hvenær hægt verður að hefj-
ast handa við framkvæmdir. Það
fer eftir því hversu vel gengur að
safna. „Þetta hefur gengið fremur
hægt. Þetta er kannski ekki besti
tíminn svona eftir kreppu. Við
þurfum aðstoð utan frá til stórra
framkvæmda,“ segir sóknarprest-
urinn.
Formaður Félags kaþólskra
leikmanna, Gunnar Örn Ólafs-
son, segir hjálparsamtök í Þýska-
landi safna peningum fyrir kaþ-
ólska söfnuði á Norðurlöndum.
„Við höfum fengið styrki frá þeim
til viðhalds á byggingum og til að
reisa nýjar byggingar.“
Kaþólsku kirkjurnar á Íslandi
eru Dómkirkja Krists konungs í
Landakoti, Maríukirkja í Breið-
holti, St. Jósefskirkja í Hafnar-
firði, St. Péturskirkja á Akureyri,
St. Þorlákskirkja á Kollaleiru,
Reyðarfirði, og kirkja heilags
Jóhannesar Páls II. á Ásbrú í
Reykjanesbæ. Nokkrar kapellur
eru einnig hér. ibs@frettabladid.is
Kaþólikkar safna
fyrir kirkju á Selfossi
Um 12 þúsund manns eru skráðir í kaþólska söfnuðinn á Íslandi. Vitað er að kaþól-
ikkar hér eru enn fleiri. Fyrstu drög að teikningu nýrrar kirkju á Selfossi tilbúin.
Ekki liggur fyrir hvenær hægt verður að hefja framkvæmdir við kirkjusmíðina.
NÝ KIRKJA Fyrirhugað er að kaþólska kirkjan á Selfossi verði á „Sýslumannstúninu“.
Það hefur
fjölgað mikið í
kaþólska
söfnuðinum á
Íslandi, sérstak-
lega Pólverjum
og Filippsey-
ingum. Fjölmargir kaþól-
ikkar hafa einnig komið til
Íslands frá Litháen.
Denis O’Leary, sóknarprestur í Maríukirkju.
BRYNDÍS KRIST-
JÁNSDÓTTIR
SKATTUR Skattrannsóknarstjóri
hefur nú lokið rannsókn á gögn-
unum úr stórbankanum HSBC
sem komu til Íslands frá frönsk-
um skattayfirvöldum. „Búið er að
fara yfir gögnin frá HSBC. Þau
gögn gefa ekki tilefni til frekari
aðgerða af hálfu embættisins.
Ástæðan er sú að þær upplýsingar
er þar um ræðir varða ekki aðila
sem eru íslenskir skattþegnar,“
greinir Bryndís Kristjánsdóttir
skattrannsóknarstjóri frá.
Erlendir fjölmiðlar greindu í
vetur frá rann-
sókn á skjöl-
um sem sýndu
að HSBC-bank-
inn hefði aðstoð-
að viðskiptavini
við að fela fé og
komast hjá því
að greiða skatta.
S k j ö l i n u m
skattaundan skot
voru frá útibúi bankans í Sviss.
Nokkrir bankareikningar voru sagð-
ir í eigu aðila sem tengjast Íslandi.
Leynigögnin sem ákveðið
hefur verið að kaupa eru enn ekki
komin til landsins. „Við erum
ekki komin með gögnin í hús sem
til stendur að kaupa.
Til þess að unnt sé að ganga
frá kaupunum eru okkur nauð-
synlegar tilteknar upplýsing-
ar frá viðsemjandanum sem við
höfum nú beðið eftir um hríð. Ég
á þó ekki von á öðru en af þessu
verði innan skamms tíma,“ segir
Bryndís.
- ibs
Skattrannsóknarstjóri bíður viðbótarupplýsinga frá seljanda leynigagna:
Engar aðgerðir vegna HSBC
MENNTAMÁL Nemendum á fram-
haldsskólaskólastigi, sem læra
erlend tungumál, hefur fækkað
hlutfallslega úr sjötíu og fjórum
prósentum skólaárið 2011 til 2012
í sjötíu og tvö prósent skólaárið
2013 til 2014. Þetta eru niður-
stöður úr gagnasöfnun Hagstofu
Íslands um nemendur í fram-
haldsskólum sem lærðu erlend
tungumál.
Flestir framhaldsskólanemend-
ur læra ensku og voru þeir tæp-
lega fimmtán þúsund skólaárið
2013 til 2014 eða um sextíu pró-
sent framhaldsskólanema. Næst-
flestir nemendur læra dönsku eða
rúmlega sjö þúsund talsins.
Spænska er orðin þriðja algeng-
asta erlenda málið og nemendur í
spænsku urðu í fyrsta skipti fleiri
en nemendur í þýsku skólaárið
2012 til 2013. Skólaárið 2013 til
2014 lærðu rúmlega 4.150 fram-
haldsskólanemendur spænsku,
3.873 nemendur þýsku og 1.792
frönsku.
Þá er tungumálanám vinsælla
meðal stúlkna en pilta í fram-
haldsskólum. Stúlkur sækja
frekar í tungumálanám í fram-
haldsskólum. Það er líka algeng-
ara meðal stúlkna að læra mörg
tungumál enda mun fleiri stúlk-
ur en piltar á málabrautum fram-
haldsskóla. - ngy
Tungumálanám er vinsælla meðal stúlkna en pilta í framhaldsskólum:
Færri læra erlend tungumál
NEMENDUR Spænska er orðin þriðja algengasta erlenda málið meðal nemenda í
framhaldsskólum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
JEMEN Margar fjölskyldur hafa flúið frá borginni Aden í Jemen vegna
stríðsástands. Á myndinni, sem tekin var í vikunni, bíða börn eftir mat
og drykk frá sjálfsboðaliðum hjálparsamtaka.
Rúmlega hundrað börn hafa látið lífið í stríðsátökunum í Jemen undan-
farnar vikur að sögn UNICEF.
Níutíu manns voru drepnir í loftárás sádiarabíska hersins í Jemen í
gær. Að sögn yfirvalda var ráðist á herstöð í höfuðborginni Sanaa. Loft-
árásin er sú mannskæðasta í landinu síðan í byrjun aprílmánaðar og
særðust þrjú hundruð manns í henni.
Uppreisnarmenn Húta náðu höfuðborginni Sanaa á sitt vald í septem-
ber síðastliðnum. Bandalag ríkja undir forystu Sádi-Arabíu hóf loftárás-
ir á stöðvar uppreisnarmanna í lok mars. - ngy
Rúmlega hundrað börn hafa látið lífið í Jemen:
Flýja heimili sín í Jemen
STRÍÐSÁSTAND Fjölskyldur í Jemen hafa þurft að flýja heimili sín undanfarnar
vikur vegna loftárása.
VEÐUR
SJÁ SÍÐU 28
Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000
www.heimsferdir.is
B
irt
m
eð
fy
rir
va
ra
u
m
p
re
nt
vi
llu
r.
H
ei
m
sf
er
ð
ir
ás
ki
lja
s
ér
ré
tt
t
il
le
ið
ré
tt
in
g
a
á
sl
ík
u.
A
th
. a
ð
v
er
ð
g
et
ur
b
re
ys
t
án
fy
rir
va
ra
.
Alicante
frá kr. 14.900
Flugsæti aðra leið með sköttum.
BRUSSEL Framkvæmdastjórn
Evrópusambandsins, ESB, hyggst
leggja fram tillögu að nýrri stefnu
í málefnum flóttamanna. Fram-
kvæmdastjórnin vill koma upp
kerfi sem þvingar öll lönd til að
taka á móti flóttamönnum. Taka á
tillit til vergrar þjóðarframleiðslu,
íbúafjölda, atvinnuleysis og fjölda
flóttamanna sem þegar hefur verið
tekið á móti. Bretar, Írar og Danir
þurfa bara að taka þátt ef þeir vilja,
að því er segir í frétt sænska ríkis-
útvarpsins. - ibs
Framkvæmdastjórn ESB:
Allir taki við
flóttamönnum
UTANRÍKISMÁL Forseti Íslands átti
fund með Evrópuráðherra Þýska-
lands, Michael Roth, í gær. Rætt
var um margvísleg og langvar-
andi tengsl Íslands og Þýskalands,
samvinnu á sviði menningar og
viðskipta, sem og aukið mikil-
vægi norðurslóða en Þýskaland
mun kynna stefnu og áherslur
sínar í málefnum norðurslóða á
þingi Arctic Circle í Reykjavík í
október. Þá var rætt um nýtingu
jarðhita víða í Evrópu og tengsl
Íslands við Evrópusambandið,
lærdómana af viðræðum um aðild
sem og stöðu málsins um þessar
mundir og á næstu árum. - ngy
Fundur með Evrópuráðherra:
Forseti fundar
um Evrópumál
SAMGÖNGUR Malbikunarvinna
sumarsins í Reykjavík hefst í dag
þegar fræst verður á Neshaga,
Hofsvallagötu og Nesvegi. Mal-
bik verður lagt á þessar götur á
mánudag.
Í sumar verða 111 þúsund fer-
metrar af malbiki lagðir á rúma
16 kílómetra gatna í Reykjavík.
Það er fyrir utan vinnu Vega-
gerðarinnar við stofnbrautir og
malbiksviðgerðir.
Fjárhagsáætlun Reykjavíkur-
borgar gerir ráð fyrir 690 millj-
ónum í malbikun nú í ár og er það
250 milljóna króna hækkun frá
síðasta ári. - ibs
Malbikunarvinna hafin:
16 km gatna
malbikaðir
Hlýtt loft úr suðri kemur að landi, með
suðaustanátt. Þá þykknar heldur upp
sunnanlands og skúrir suðaustanlands.
Á Norður og Austurlandi hlýnar. Í kvöld
hvessir á vestanverðu landinu og á
Snæfellsnesi má búast við allt að 18 m/s.
7°
8°
3°
5°
5°2
4
6
3
1
1
5
-0
9
-2
0
1
5
1
0
:2
3
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
3
7
-6
D
1
C
1
6
3
7
-6
B
E
0
1
6
3
7
-6
A
A
4
1
6
3
7
-6
9
6
8
2
8
0
X
4
0
0
1
B
F
B
0
6
4
s
_
1
2
_
5
_
2
0
1
5
C
M
Y
K