Fréttablaðið - 13.05.2015, Blaðsíða 20
13. maí 2015 MIÐVIKUDAGUR| SKOÐUN | 20
Ljósmóðir er eitt elsta starfs-
heiti kvenna á Íslandi og er löng
hefð fyrir því að ljósmæður ann-
ist konur í barnseignarferlinu.
Samkvæmt Alþjóðasamtökum
ljósmæðra er ljósmóðir sú sem
gegnir mikilvægu hlutverki í
heilbrigðisfræðslu og ráðgjöf
ekki aðeins fyrir konur, heldur
einnig fyrir fjölskylduna og þjóð-
félagið í heild.
Í hlutverki ljósmóður felst
fræðsla á meðgöngu, undirbún-
ingur fyrir foreldrahlutverk-
ið, einnig fræðsla um heilbrigði
og kynheilbrigði kvenna ásamt
umönnun barna. Ljósmóðir getur
starfað hvar sem er, meðal ann-
ars í heimahúsum, úti í samfé-
laginu, á sjúkrahúsum, á stof-
um eða á heilsugæslustöðvum.
(Alþjóðasamtök ljósmæðra ICM,
Brisbane, Ástralíu 19. júlí, 2005.)
Ljósmæður sinna konum á með-
göngu, aðstoða þær í fæðingum
og annast þær og nýburann á
sængurlegutímanum. Í hugum
margra eru störf ljósmæðra að
langmestu leyti tengd barnsfæð-
ingum en réttara er að ljósmæður
sinna starfi á mun breiðari vett-
vangi.
Samkvæmt leiðbeiningum
Landlæknis um meðgönguvernd
á konum í eðlilegri meðgöngu
að standa til boða að vera í með-
gönguvernd hjá ljósmæðrum. Á
flestum heilsugæslustöðvum á
Íslandi eru starfandi ljósmæður í
meðgönguvernd sem sinna þung-
uðum konum ásamt heimilis-
læknum. Í meðgönguverndinni
kynnast þær konum vel og ná þar
að skima fyrir helstu meðgöngu-
kvillum. Þegar kemur að fæðing-
unni eru ljósmæður til staðar til
að aðstoða konuna og veita stuðn-
ing og styrk í hríðunum og taka
oftast á móti barninu þegar það
kemur í heiminn. Í sængurlegunni
og í heimaþjónustu aðstoða ljós-
mæður konur og fjölskyldur við
að takast á við þau ýmsu verkefni
sem fylgja breyttu fjölskyldu-
munstri eftir að barnið er fætt.
Meðgönguvernd
Í meðgönguverndinni er lagður
grunnur að góðu eftirliti og koma
langflestar konur í viðtal hjá ljós-
móður í upphafi meðgöngu. Þar
er farið yfir heilsufarssögu,
fjölskyldusögu og skimað fyrir
ýmsum sjúkdómum og kvillum
sem gætu haft áhrif á heilsu
hinnar verðandi móður og barn-
ið sem hún gengur með. Flestar
hraustar konur eru að langmestu
leyti í meðgönguvernd hjá ljós-
móður sem hefur aðgang að lækni
á heilsugæslu en ef konur þurfa
sérhæfðara eftirlit þá er þeim
sinnt af ljósmæðrum í áhættu-
meðgönguvernd ásamt fæðing-
ar- og kvensjúkdómalæknum.
Þar ná ljósmæður að mynda góð
tengsl við hina verðandi móður.
Hraustar konur hitta ljósmóður
7-11 sinnum á meðgöngunni og
er í hverri skoðun blóðþrýstingur
mældur, skimað fyrir eggjahvítu
í þvagi, hlustað eftir hjartslætti
fóstursins og vöxtur fósturs-
ins metinn, ásamt því að fræða,
styðja og styrkja hina verðandi
móður, bæði andlega og líkam-
lega. Hægt er að greina snemma
ef eitthvað bregður út af og grípa
inn í til þess að minnka líkur á
að frávikin hafi alvarlegar afleið-
ingar fyrir móður eða hið ófædda
barn.
Á flestum stöðvum, þar sem
meðgönguvernd fer fram, er
reynt að halda samfelldri þjón-
ustu, þ.e.a.s. að hver kona hitti
sömu ljósmóðurina í hverri skoð-
un. Með því næst betri árangur
í að meta heilsu móður og barns
auk þess að visst traust myndast
á milli ljósmóðurinnar og hinn-
ar verðandi móður, enda telja
rannsóknir að samfelld þjónusta
ljósmóður við konu á meðgöngu
undirbúi konur frekar undir
náttúrulega fæðingu. Hægt er
að hvetja konur til þess að undir-
búa sig á meðgöngu s.s. með jóga,
nálastungum og fræðslu. Hægt er
að styðja við alla þessa þætti með
stuðningi ljósmæðra þar sem við-
vera ljósmóður og yfirseta í fæð-
ingum hjálpar konum að fæða án
verkjalyfja og þar af leiðandi að
styðja við eðlilegar fæðingar.
Mikilvægt er að í meðgöngu-
vernd sé góð samvinna á milli
ljósmæðra og lækna og leita ljós-
mæður til heimilis- og fæðingar-
lækna ef eitthvað bregður út af
í eðlilegu ferli meðgöngunnar.
Ljósmæður eru oftast aðaltengi-
liður barnshafandi kvenna inn
í heilbrigðiskerfið og eru með
einstaklingshæfða og heildræna
nálgun á fjölskylduna og er því
mikilvægt að vel menntaðar ljós-
mæður séu til staðar fyrir konur
í barnseignarferlinu.
Hvað gera ljósmæður í meðgönguvernd?
Fyrir rúmum áratug kynnti
hópur iðjuþjálfa, fólks með
reynslu af geðsjúkdómum
og fólks úr atvinnulífi, hug-
myndafræði um valdefl-
ingu í verki í þjónustu við
fólk með geðraskanir. Hug-
myndafræðin og þjónustu-
úrræði byggð á henni voru
kynnt stjórnmálamönnum
og embættismönnum hjá
ríki og borg sem og hverj-
um þeim sem vildi heyra.
Það varð mér til happs að
kynnast þessum frumkvöðlum og
ég, eins og aðrir sem á vegi þeirra
urðu, hreifst af eldmóði þeirra,
manneskjulegri sýn á lífið og bjart-
sýni sama á hverju gekk.
Fyrir áratug var hugmyndafræðin
um valdeflingu í verki ekki ríkjandi
stefna eins og nú er orðið. Brautryðj-
endurnir áttu þann draum að koma
á fót virknimiðstöð sem myndi bjóða
fólki upp á umhverfi sem stuðlaði að
bata þess, yki virkni, byði upp á störf
við hæfi og styddi síðan við fyrstu
skref þess á atvinnumarkaði. Fyrir
10 árum varð draumurinn að veru-
leika með stofnun Hlutverkaseturs
sem í dag fagnar afmæli sínu. Hlut-
verkasetur býður upp á umgjörð,
hvatningu og stuðning fyrir þá sem
vilja viðhalda virkni á markvissan
hátt eða auka lífsgæðin en eru utan
vinnumarkaðar. Starfsmenn og not-
endur Hlutverkaseturs vinna saman
að því markmiði að viðhalda eða efla
sjálfsmynd gegnum námskeið, verk-
efni, fræðslu og umræður.
Hlutverk sem gefa lífi
tilgang og þýðingu
Krafan um gæði og árangur er í rík
í starfi Hlutverkaseturs enda um að
ræða starfsemi sem byggir mest-
megnis á framlögum opinberra
aðila. Það er óhætt að segja að starf-
ið hafi gefið góða raun en
það er ekki síst fyrir tilstilli
þess samfélags sem verður
til á hverjum tíma í Hlutverkasetri.
Notendur þjónustunnar og starfs-
fólk mynda samfélag ásamt mörgum
fyrrverandi notendum þar sem fólk
kemur til að hjálpa sér sjálft og um
leið að hjálpa öðrum. Sigrar, stórir
sem smáir hafa verið margir, sigrar
einstaklinga á sínum veikindum og
aðstæðum.
Starfsfólk, notendur og stjórn
Hlutverkaseturs þakka þann stuðn-
ing og traust sem hið opinbera
sýnir með samstarfssamningi við
Vinnumálastofnun, atvinnulífið
með samstarfssamningi við Virk
og sveitar félagið Reykjavíkurborg
með samstarfssamningi sínum. Þá
á Hlutverkasetur afar gott samstarf
við systurstofnanir, geðsvið LSH,
velferðarsvið borgarinnar, starfs-
endurhæfingarstöðvar og félaga-
samtök sem er okkur afar dýrmætt.
Vinir og velunnarar Hlutverka-
seturs, verið hjartanlega velkom-
in til 10 ára afmælisfagnaðarins
í dag milli 15 og 17 í Borgartún 1,
sem og á þá mánaðarlegu viðburði
á afmælisári Hlutverkaseturs sem
framundan eru. Virk samfélagsþátt-
taka, að sinna hlutverkum sem gefa
lífinu tilgang og þýðingu, jákvæðni
og kímni er leiðarljós Hlutverkaset-
urs og verður dagskrá afmælisárs-
ins einnig í þeim anda. Verið með!
Stórir sem smáir sigrar
SAMFÉLAG
Sæunn
Stefánsdóttir
formaður stjórnar
Hlutverkaseturs
➜ Hlutverkasetur
býður upp á um-
gjörð, hvatningu og
stuðning fyrir þá sem
vilja viðhalda virkni
á markvissan hátt eða
auka lífsgæðin en eru
utan vinnumarkaðar.
KJARAMÁL
Bergrún Svava
Jónsdóttir
ljósmóðir á heilsu-
gæslustöðinni
í Árbæ
Steina Þórey
Ragnarsdóttir
ljósmóðir M.S. á
Ljósmæðravakt
HSS
Árgerð 2013, ekinn 24 þús. km,
sjálfskiptur, dísil, 170 hö.
Búnaður: Metallic lakk, Artico
leðuráklæði, hlíf undir vél,
hiti í framsætum, 16" álfelgur,
hærri fjöðrun o.fl.
Verð 5.990.000 kr.
C 220 CDI B 180 CDI
E 300 CDI HYBRID A 220 CDI
Árgerð 2013, ekinn 13 þús. km,
sjálfskiptur, dísil/rafmagn, 205 hö.
Búnaður: Leðuráklæði, sóllúga,
nálgunarvarar,17” álfelgur,
hiti í framsætum, Avantgarde
pakki o.fl.
Verð 8.790.000 kr.
Árgerð 2012, ekinn 25 þús. km,
sjálfskiptur, dísil, 109 hö.
Búnaður: 16” álfelgur, bakk-
myndavél, sætisþægindapakki,
krómpakki o.fl.
Verð 4.190.000 kr.
Árgerð 2014, ekinn 5 þús. km,
sjálfskiptur, dísil, 170 hö.
Búnaður: Bakkmyndavél,
rafstýrt bílstjórasæti með
minni, Panorama glerþak,
Xenon aðalljós með led,
Urban pakki, 18“ álfelgur o.fl.
Verð 6.390.000 kr.
Kletthálsi 2 • 110 Reykjavík • Sími 590 2160 • www.notadir.is
Opið virka daga kl. 10-18 og laugardaga kl. 12-16Bílaármögnun Landsbankans
Mercedes-Benz
Ljúfir gæðabílar – en smá notaðir
1
5
-0
9
-2
0
1
5
1
0
:2
3
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
3
8
-4
B
4
C
1
6
3
8
-4
A
1
0
1
6
3
8
-4
8
D
4
1
6
3
8
-4
7
9
8
2
8
0
X
4
0
0
4
B
F
B
0
6
4
s
_
1
2
_
5
_
2
0
1
5
C
M
Y
K