Fréttablaðið - 13.05.2015, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 13.05.2015, Blaðsíða 32
FÓLK|FERÐIR FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýs- endum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 Hönnun: Silja Ástþórsdóttir MISSIR EKKI AF NEINU Margrét Gunn- arsdóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur, skipuleggur sig vel á ferðalögum svo hún missi ekki af neinu. Hún eyddi tveimur mánuðum í stórborgunum París og London í íbúðaskiptum sem hún segir góða leið til að tengjast áfanga- staðnum. MYND/MARGRÉT GUNNARSDÓTTIR SKEMMTILEG STEMMING Margréti fannst sá siður Frakka að kæla fæturna í tjörn í garði fyrir aftan Louvre-safnið meðan þeir borðuðu nesti eða lásu bók skemmtilegur. NORDIC PHOTOS/GETTY ÆVINTÝRALEGUR GARÐUR Margrét heinmsótti meðal ann- ars Père Lachaise-kirkjugarðinn í París en þar eru margir þekktir einstaklingar grafnir, svo sem Édith Piaf. IÐANDI MANNLÍF Á MARKAÐI Portobello-markaðurinn í London dregur jafnan til sín ferðalanga og heimsótti Margrét markaðinn og Notting Hill-hverfið í ferðinni. Ég hafði íbúðaskipti eitt haustið í tvo mán-uði. Það ætla ég svo sannarlega að gera aftur þegar ég hef tök á. Þetta fyrirkomulag sparar óhemju upphæðir sem annars færu í gistingu og eins fær maður andrúmsloftið beint í æð, maður er ekki bara gestur. Sonur minn er nýbúinn að hafa skipti á íbúð í Kaupmannahöfn og er „húkkt“ á þessu,“ segir Margrét Gunnarsdóttir, ferðalangur með meiru. VEL SKIPULAGT Margrét fór til Parísar og London í þessari haust- ferð og notaði tímann bæði til vinnu og til að slappa af. Hún skipulagði tímann út í ystu æsar. „Ég skipulegg öll mín ferðalög mjög vel, kannski fylgir það því að vera bókasafns- og upplýsinga- fræðingur,“ segir hún sposk. „Ég þræddi báðar borgirnar rækilega og tók þær fyrir lið fyrir lið. Var dugleg að lesa mér til og planaði daglega allar ferðir út frá því. Þann tíma sem ég var í London fór ég um hverja helgi dagsferðir til nærliggjandi bæja,“ segir Margrét og bætir við að gott skipulag skili henni betri upplifun af hverjum stað. „Mér finnst skipta mjög miklu máli að vera undir- búin og missa þannig ekki af einhverju stórkost- legu, sem var kannski handan við hornið en maður vissi ekki af því. Auðvitað fá margir heilmikið út úr því að halda út í bláinn og láta hlutina koma sér á óvart. Ég er ekkert í því,“ segir hún sposk. Í FRÆGUM KIRKJUGARÐI „Í París heimsótti ég meðal annars kirkjugarðinn Père Lachaise, fór þangað hálfgerða pílagrímsför en þar eru margir þekktir einstaklingar grafnir, meðal annars Édith Piaf. Það er upplifun að ganga um garðinn. Einnig fannst mér gaman að sjá þann skemmtilega sið heimamanna að sitja í kringum tjörn í garðinum fyrir aftan Louvre-safnið, og dýfa tánum í vatnið meðan þeir borða nestið sitt eða glugga í bók. Í London kynntist ég hverfi sem ekki allir þekkja, Docklands. Það var óhrjálegt hverfi en nú er búið að byggja það mikið og bæta og gaman að heimsækja. Svo er gaman að rölta á Portobello- markaðinn og í hverfinu Notting Hill.“ Margrét er áhugamanneskja um ferðalög og heldur úti Facebook-síðunni Ferðalangur þar sem hún safnar saman ferðatengdum upplýsingum sem geta nýst fólki. „Ég starfaði við fararstjórn í tíu ár og þvældist um Evrópu með Íslendinga í rútum og fékk þá mikið af hugmyndum sem mig langaði til að koma á framfæri.“ Ertu búin að skipuleggja næstu ferð? „Ég fer vonandi til Berlínar í sumar,“ segir Mar- grét og viðurkennir að hún ferðist lítið innanlands. „Alltof lítið, það er svo dýrt og varla fyrir venjulegt fólk. En reyndar væri margt vitlausara en að hafa bara íbúðaskipti innanlands.“ LÆTUR EKKI KOMA SÉR Á ÓVART FERÐALÖG Margrét Gunnarsdóttir skipuleggur tímann út í ystu æsar þegar hún leggur land undir fót og er lítið fyrir að láta koma sér á óvart. Hún segir íbúðaskipti sniðuga leið til að tengjast hverjum áfangastað. Plokkfiskur **Greitt er 9,7 kr. upphafsgjald þegar hringt er úr heimasíma.*60 mín. og 60 SMS fylgja hverri áskrift. 4 GSM áskriftir 60 mín. og 60 SMS* Internet 20 GB Heimasími 100 mín.** 365.is Sími 1817 Þú færð GSM áskrift, internet og heimasíma fyrir 0 krónur með völdum sjónvarpspökkum 365. 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 3 F B 0 6 4 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 3 7 -9 4 9 C 1 6 3 7 -9 3 6 0 1 6 3 7 -9 2 2 4 1 6 3 7 -9 0 E 8 2 8 0 X 4 0 0 2 A F B 0 6 4 s _ 1 2 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.