Fréttablaðið - 13.05.2015, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 13.05.2015, Blaðsíða 30
 | 6 13. maí 2015 | miðvikudagur ÚTTEKT Jón Hákon Halldórsson jonhakon@frettabladid.is Það má þykja nokkuð ljóst að það verður ekki hagfræðinga að taka ákvörðun um það hvernig afnámi fjármagnshafta verður háttað. Þeir horfa of ólíkum augum á málin. Þess vegna mun þurfa sterka póli- tíska forystu í verkefnið. Þetta var í það minnsta það sem gestir á fundi Samtaka atvinnulífsins fengu á til- finninguna í gærmorgun. Fund- urinn bar yfirskriftina Rjúfum Íslandsmúrinn. Þrjár hindranir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðu- maður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, var ein fjögurra hagfræðinga sem héldu fram- sögu á fundinum. Hún sagði að það væru þrjár hindranir við afnám hafta fram undan. Það væru þrota- búin, afl andskrónur og innlendir aðilar. Samtals nema þær eignir sem hugsanlega myndu leita út við afnám hafta um 1.000 milljörðum króna. Ásdís vísaði í mat Seðlabanka Íslands sem telur að innlendar eignir sem koma í hlut erlendra kröfuhafa nemi um 507 milljörð- um króna. Ef þessi upphæð myndi streyma í gegnum gjaldeyrismark- aðinn við losun hafta þá myndi það ógna gengisstöðugleikanum. Annar vandinn eru afl andskrón- ur. „Það eru kvikar krónueign- ir erlendra aðila. Við höfum jafn- framt oft kallað þetta gömlu snjóhengjuna. Og þetta er í raun sú snjóhengja sem við höfum verið að vinna á frá því að við settum fjár- magnshöft í gegnum gjaldeyrisút- boð Seðlabankans. Þessi snjóhengja hefur helmingast frá árinu 2008 og stendur í dag í 300 milljörðum króna. Vænt útfl æði þessara aðila mun velta á tiltrú þeirra á afnáms- ferlinu og íslensku efnahagslífi . Við vitum í raun ekki hversu mikið útfl æði mun eiga sér stað fyrr en við losum höftin. En það er alveg ljóst að það skiptir verulegu máli að þessir aðilar hafi tiltrú á íslensku efnahagslífi og afnámsferlinu,“ sagði Ásdís. Í þriðja lagi eru það innlend- ir aðilar, en þar er einkum átt við lífeyrissjóði. „Frá því að við sett- um fjármagnshöft þá hafa lífeyrissjóðirnir einungis getað fjárfest á innanlandsmarkaði. Þetta hefur leitt til þess að erlendar eignir þeirra hafa minnkað sem hlut- fall af heildareignum. Áhættudreifing þeirra hefur minnkað. Ef við gefum okkur það að lífeyrissjóðir vilji, að minnsta kosti, fara með hlutdeild sína upp í 30 prósent af heildareign- um, þá getum við gert ráð fyrir að útfl æði frá lífeyrissjóðum fari upp í 170 milljarða,“ sagði Ásdís. Hún sagði þó, rétt eins og með eigendur afl andskróna, að á end- anum muni útfl æði inn- lendra aðila velta á trú þeirra á íslensku efna- hagslífi og afnámsferlinu. Ásdís segir að það verði aldrei mögulegt að vita nákvæmlega fyrirfram hvert útfl æðið verður þegar höftunum léttir. Umfang- ið velti á ýmsum þáttum, til að mynda á trú innlendra og erlendra aðila á afnámsferlinu og aðgengi innlendra aðila að erlendum lána- mörkuðum. Því til viðbótar verði að gera ráð fyrir því að það verði eitt- hvað innfl æði gjaldeyris við afnám hafta. Slitabúin fari í þrot Heiðar Már Guðjónsson, eigandi Úrsusar fjárfestingafélags, telur að alþjóðlegar aðstæður séu um þessar mundir einstaklega ákjósan- legar og góðar gagnvart Íslandi. „Við erum með ótrúlega lága vexti í sögulegu samhengi alþjóðlega. Þar við bætist að við erum með verð- hjöðnun. Þannig að innfl utnings- verð til okkar er alltaf að lækka,“ sagði Heiðar, en verð þeirra vara sem við framleiðum lækki ekki verulega. „Þannig að allar þessar ytri aðstæður, það sem er fyrir utan múrinn, þær eru í lagi og gefa bjartsýni til að vona að nú sé lag til þess að afnema höftin,“ sagði Heiðar Már. Þrátt fyrir þetta seg- ist Heiðar Már efast um að nú sé rétti tím- inn. „Vegna þess að eins og ytri aðstæður eru í góðu lagi að þá eru innri þættir hér sem enn þá á eftir að laga,“ sagði Heiðar Már. Það væru einkum tveir þættir sem þyrfti að laga. Annar þátturinn væri peningastefn- an. Ef vel á að takast til við afnám hafta þá þurfi menn að vita hvað tekur við á eftir höft- um. Hitt málið, að mati Heiðars Más, er uppgjör slitabúanna. Hann segir að það hvernig afnám haft- anna mun heppnast muni standa og falla með því hvernig gengur að gera þau upp. Heiðar Már leggur áherslu á að slitabúin fari í gjald- þrotameðferð. Með þeirri aðferð verði hægt að afl étta höftum á alla í einu í stað þess að einn hópur fái forgang umfram aðra. „Ef við ætlum að fara í það að afl étta höftunum skref fyrir skref þá er það alltaf þannig að menn eru misjafnlega framarlega í röð- inni. Við eigum alls ekki að láta það líðast að okkar hagsmun- ir séu aftastir í röðinni. Að það séu til dæmis lífeyrissjóðir sem megi fjárfesta síðast alþjóðlega, eða einhverjir einstaklingar eða íslensk fyrirtæki. Og að einhverj- ir erlendir aðilar fái að fara út á undan okkur,“ sagði Heiðar. Hann lagði áherslu á að þegar búið væri að fi nna lausn á framtíðarstefnu í peningamálum og búið að vinna að lausninni á meðferð slitabúanna þá væri hægt að afl étta höftum. Hættuleg þægindi Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að höft- in gæði krónuna öryggi stórgjald- miðils þannig að venjulegt fólk geti sinnt sínum málum án þess að vera ofurselt gengisáhættu. Íslendingar verði líka að horfast í augu við það að með lítinn frjálsan gjaldmiðil er ekki hægt að lofa stöðugleika. Svo sem eins og öruggum kaupmætti, lágri verðbólgu, stöðugri greiðslu- byrði. Aftur á móti sé helsta hættan nú að nýtt Ísland byggist upp á þeim falska stöðugleika og öryggi sem fjármagnshöftin gefa. „Höftin leyfðu okkur að setja inn- lend markmið í fyrsta sæti. Ef við hefðum ekki sett á höft þá hefðum við þurft að hækka vexti, draga úr ríkisútgjöldum til þess að rétta gjald- eyrismarkaðinn af. Eins og Skand- ínavíuþjóðirnar gerðu og eins og Asíuþjóðirnar gerðu. En af því að við settum á höftin þá gátum við gert alls konar hluti, gátum aukið ríkisútgjöld árið 2009, gátum mætt samdrættin- um. Við gátum lagt áherslu á lækk- un vaxta og annað fl eira. Við gátum skapað þægindi og þessi þægindi eru hættuleg. Það er ákveðin hætta á því að nýtt Ísland byggist upp á þeim falska stöðugleika og öryggi sem fjármagnshöftin gefa. Vegna þess að þau eru þægileg,“ segir Ásgeir. Það þurfi þverpólitíska sátt stjórn- málanna, aðila á vinnumarkaði og annarra hagsmunaaðila til þess að afnema höft. „Annars þýðir þetta ekkert,“ sagði Ásgeir. Höftin verði afnumin hið fyrsta Jón Daníelsson hagfræðing- ur sagði aftur á móti að höftin væru mestu mistök sem hefðu verið gerð í kjölfar hrunsins. Það að hafa ekki tekið þau af hafi verið mestu mistök þeirra ríkisstjórna sem hafi setið við völd. „Þetta er miklu minna mál heldur en menn halda,“ sagði Jón. Jón sagði að alþjóðleg reynsla af höftum sýndi einkum tvennt. Annars vegar að efnahagsleg- ar sveifl ur verði meiri en ella. Hins vegar að langtímahagvöxt- ur verður minni. „Hvor tveggja þessi rök að mínu mati eru mjög sterk fyrir því að taka höftin af eins fl jótt og mögulegt er.“ Jón sagði að kostnaðurinn við höftin ykist eftir því sem þau væru lengur á. En kostnaðurinn við að afnema þau myndi líka aukast ár frá ári. „Vandamálið er það, sérstaklega ef þú ert með áhættufælna ráðamenn, að skammtímakostnaðurinn við það að taka höftin af er oft hærri en skammtímakostnað- urinn við það að hafa höftin á. Sem þýðir að ef þú ert bara að horfa á daginn í dag, eða að þú sért ráðherra sem ert bara að horfa fram á næstu kosningar, þá viltu ekki gera þetta,“ sagði Jón. Hann segir að það sé allt- af rétti tíminn til þess að taka höftin af. „Maður á aldrei að bíða eftir réttum skilyrðum,“ sagði hann. Jón telur ekki svo miklar líkur á því að gjaldeyrir muni streyma út og krónan veikjast. Það sé jafnvel líklegra að krón- an muni styrkjast því að óþolin- móðustu krónueigendurnir séu þegar farnir. Og ef það muni streyma inn gjaldeyrir sem mun verða til þess að krónan styrkist þá eigi Seðlabankinn stjórntæki til þess að takast á við það. Þúsund milljarðar gætu leitað út Hagfræðingar eru ósammála um það hvenær rétt sé að afnema fjármagnshöftin, sem nú þegar hafa staðið í næstum sjö ár. Hátt í 1.000 milljarðar gætu leitað út. Innlendar eignir slitabúanna er mest aðsteðjandi ógnin. HÆTTULEG ÞÆGINDI Ásgeir Jónsson hagfræðingur segir að höftin hafi leyft okkur að setja innlend markmið í fyrsta sæti. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Skamm- tímakostn- aðurinn við það að taka höftin af er oft hærri en skamm- tímakostn- aðurinn við það að hafa höftin á. 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 3 F B 0 6 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 3 8 -2 3 C C 1 6 3 8 -2 2 9 0 1 6 3 8 -2 1 5 4 1 6 3 8 -2 0 1 8 2 8 0 X 4 0 0 4 A F B 0 6 4 s _ 1 2 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.