Fréttablaðið - 13.05.2015, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 13.05.2015, Blaðsíða 56
13. maí 2015 MIÐVIKUDAGUR| LÍFIÐ | 40 BAKÞANKAR Viktoríu Hermannsdóttur - Fréttablaðið - Morgunblaðið ÁLFABAKKA AKUREYRI EGILSHÖLL KRINGLUNNI KEFLAVÍK S o. siAM VARIETY CHICAGO SUN TIMES Sofía Vergara og Reese Witherspoon í fyrstu grínmynd sumarsins. PITCH PERFECT 2 5:30, 8, 10:30 BAKK 5:50, 8, 10:10 AGE OF ADALINE 8 AVENGERS 2 3D 10:20 ÁSTRÍKUR 2D 5:50 „Ég er kominn með upplýsingar um í kringum þúsund íslenskar hljómsveitir og tónlistarmenn. Það er alveg ótrúlegt hvað það hefur verið mikið til af hljómsveitum og gróska í gegnum tíðina,“ segir Helgi Snorrason tónlistaráhugamaður. Helgi stendur á bak við vefsíðuna Music All Over the World, þar sem finna má upplýsingar um íslenska og erlenda tónlistarmenn og hljóm- sveitir. „Það eru rúm tvö ár síðan ég fór að hugsa um þetta. Ég hef mjög gaman af tónlist og þekkti marga tónlistar- menn frá því í gamla daga,“ segir Helgi um upprunann. Honum þótti vanta vefsíðu þar sem hægt væri að nálgast upplýsingar um íslenskar hljómsveitir og tónlistarmenn. „Það voru mjög fáar sjálfstæðar heima- síður sem geyma upplýsingar um hljómsveitir og tónlistarmenn og fór ég því að hugsa að það væri gott að geta farið inn á grunn og fundið þar allt sem maður vill vita um hljóm- sveitir og tónlistarmenn. Ef ein- hver af okkar kynslóð gerir þetta ekki þá týnist þetta bara og svo er líka gaman að geta sýnt börnum og barnabörnunum hvað menn voru að gera í gamla daga. Það er gaman að geta sagt við þau, ég var poppari þegar ég var ungur,“ segir Helgi og hlær. Hann segir mikla vinnu liggja að baki síðunni. „Þetta er auðvi- tað mikil vinna en ég hef líka feng- ið aðstoð frá mörgum öðrum með aðflutt efni og væri of langt að telja þá eða þær allar upp sem hafa komið að þessu með ýmsu efni. Ég hef til dæmis fundið myndir af hljómsveit- um en hef kannski ekki upplýsingar um hverjir eru á myndinni og þá hef ég fengið hjálp frá öðrum til að hafa nöfnin rétt,“ útskýrir Helgi. Hann sér fram á allavega 2 ára vinnu í viðbót við það að koma inn upplýsingum um tónlistarmenn og hljómsveitir á síðuna sína. „Þetta er nú bara hobbí hjá mér þannig að þetta tekur tíma.“ Eru menn ekkert að hafa sam- band og spyrja af hverju þeirra hljómsveit sé ekki komin á síðuna þína? „Menn hafa verið senda mér efni og hafa líka spurt af hverju er mín hljómsveit ekki á síðunni. Sumir hafa líka varla þorað að láta mann hafa efni, því sumar hljóm- sveitir spiluðu kannski bara í sínu bæjarfélagi og í kringum það og voru ekki að fá mikla athygli á landsvísu,“ útskýrir Helgi, „en í mínum augum er það alveg eins mikil verðmæti og þessar hljóm- sveitir sem maður þekkir hérna af suðurhorninu.“ Hann hefur þó rosalega gaman að því að sjá hvað menn eru að senda honum og hvað fólk verður ánægt að sjá sína hljómsveit á síðunum og hvetur fólk til þess að senda sér efni og upplýsingar um hljómsveitir og tónlistarmenn sem eru lítt þekktir Heldur utan um upplýsingar um íslenska tónlistarmenn Helgi Snorrason sér um vefsíðuna Music All Over the World, en síðan hefur að geyma upplýsingar um yfi r þúsund íslenskar hljómsveitir og tónlistarmenn. Honum þótti vanta vefsíðu að með slíkum upplýsingum. SAFNAR UPPLÝSINGUM Helgi Snorrason ætlar sér að eiga upplýsingar um allar íslenskar hljómsveitir og tónlistarmenn á vefsíðunni sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Í UPPÁHALDI Platan Lifun með Trúbroti er ein af eftir- lætisplötum Helga. EFTIRLÆTI Hljómar úr Keflavík eru ein af þeim hljómsveitum sem Helga þykir einna vænst um. Mig langar mikið til þess að fá gamlar upptökur frá hljómsveitum sem hafa aldrei verið gefnar út. Ég veit að það er til svo mikið af upptökum sem hafa aldrei litið dagsins ljós. og eru mögulega ekki á síðunni. Spurður út í sínar uppáhalds- hljómsveitir segist Helgi halda mest upp á gömlu sveitirnar á borð við Hljóma, Trúbrot og Flowers. „Ég hefði viljað sjá meira útgef- ið efni frá þessum hljómsveitum,“ segir Helgi og bætir við: „Mig lang- ar mikið til þess að fá gamlar upp- tökur frá hljómsveitum sem hafa aldrei verið gefnar út. Ég veit að það er til svo mikið af upptökum sem hafa aldrei litið dagsins ljós. Og hættan er að þessum verðmætum verði hent því fólk veit oft ekki hvað á að gera við þetta.“ Ásamt því að hafa upp- lýsingar um tónlistarmenn og hljómsveitir, þá er hann einnig með mikið tengla- safn á síðunni þar sem hægt er að nálgast ýmsar upplýsingar tengdar tónlist- arheiminum. gunnarleo@frettabladid.is FJÖLMARGAR rannsóknir hafa sýnt fram á það að gæludýr eru félags- legur stuðningur fyrir eigendur sína. Þau geta hjálpað við að draga úr þung- lyndi, álagi, eflt sjálfstraust og aukið gleði fólks svo eitthvað sé nefnt. ÞAÐ var erfitt að fylgjast með frétt- um um daginn þar sem talað var við gæludýraeigendur sem búa í íbúðum á vegum Öryrkjabandalags Íslands. Íbúunum hefur verið gert að losa sig við dýr sín þar sem dýrahald er bannað í íbúðunum. Það séu reglur sem hafi verið lengi í gildi en verið sé að framfylgja af alvöru fyrst núna. KATTAREIGANDI lýsti á átak- anlegan hátt í viðtali við frétta- mann RÚV að henni hefði liðið hræðilega og grátið í tvo daga þegar barst tilkynning um að hún þyrfti að láta frá sér köttinn sinn eða að öðrum kosti missa íbúð sína. ÖNNUR kona, mikið líkamlega fötl- uð, lýsti því að stundum kæmist hún ekki fram úr rúminu og yrði að bíða eftir hjálp en þá kæmi kötturinn henn- ar og biði hjá henni. Sem sagt einstakt samband þeirra á milli enda segist hún ekki getað lifað án kattarins síns. ÞAÐ er óskiljanleg mannvonska sem fylgir því að ætla að taka frá þessu fólki dýrin sem skipta það svo miklu máli og létta því lífið á erfiðum stundum. ÉG var í Þýskalandi á dögunum þar sem mun meira frjálsræði ríkir um dýrahald heldur en hér á landi. Hér eru dýr bönnuð víða en þar í landi fær besti vinur mannsins að fylgja honum hvert sem er. Hvort sem það er í almenningssamgöngum eða á barinn. Ég varð heldur ekki vör við að nokkur kippti sér upp við það. ÉG get heldur ekki skilið hvernig það truflar aðra íbúa í fjölbýlishúsum að einhverjir íbúar séu með gæludýrin sín inni í íbúðum sínum. Varla eru þau æðandi um gangana. VÆRI ekki nær lagi að endurskoða þessi lög og leyfa fólki, sem í sumum tilvikum er einangrað vegna fötlunar sinnar, að njóta þess að hafa gæludýr hjá sér sem veita því félagsskap og gleði? Það held ég nú. Leyfið því að hafa dýrin hjá sér. Leyfi ð þeim að hafa dýrin hjá sér 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 3 F B 0 6 4 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 3 9 -1 A A C 1 6 3 9 -1 9 7 0 1 6 3 9 -1 8 3 4 1 6 3 9 -1 6 F 8 2 8 0 X 4 0 0 7 B F B 0 6 4 s _ 1 2 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.