Fréttablaðið - 13.05.2015, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 13.05.2015, Blaðsíða 54
13. maí 2015 MIÐVIKUDAGUR| LÍFIÐ | 38 Leikkonan Tara Reid, sem er einna þekktust fyrir hlutverk sitt í American Pie-myndunum, gaf til kynna í viðtali á dögunum að hugsanlega væri ný American Pie-mynd á leiðinni. Reid sagði í viðtali við útvarps- stöðina KIIS FM að umræður væru í gangi um að gera fimmtu myndina og vel gæti verið að hún yrði tekin upp í Las Vegas. Myndirnar fjórar hafa þénað yfir 989 milljónir Bandaríkja- dala um allan heim en myndin American Reunion, sem kom út árið 2012, átti að vera sú síðasta í seríunni en miðasala gekk vonum framar sem fékk framleiðendur til þess að íhuga gerð annarrar myndar. Fyrsta American Pie-myndin kom út árið 1999 og segir sögu fjögurra vina sem gera með sér samning þess efnis að allir skuli þeir missa sveindóminn áður en þeir útskrifast. Fimmta mynd- in á leiðinni? Bloggarinn Mario Armando Lavandeira Jr., betur þekktur sem Perez Hilton, eignaðist dótt- ur á mæðradaginn en fyrir á hann soninn Mario Armando Lavand- eira III. sem er fæddur 2013. Á sunnudaginn tilkynnti hann að stækkun hefði orðið í fjöl- skyldunni þegar hann deildi mynd af agnarsmáum ungbarns- fæti á Instagram-reikningi sínum og stuttu síðar tilkynnti hann að um stúlku væri að ræða og hún hefði fengið nafnið Mia Alma. Bæði börnin eignaðist Hilton með staðgöngumæðrum, en hann sagði í færslu á bloggsíðu sinni að ferlið hefði reynt talsvert meira á í þetta sinn en hann og Mario væru alsælir með nýjustu við- bótina við fjölskylduna. Perez eign- aðist dóttur MYND NÚMER FIMM? Leikkonan Tara Reid fór með hlutverk Vicky í American Pie-myndunum. NORDICPHOTOS/GETTY TVEGGJA BARNA FAÐIR Perez Hilton heldur úti bloggi þar sem hann skrifar fréttir af fræga fólkinu. NORDICPHOTOS/GETTY Leikkonan Sarah Jessica Parker deildi mynd af sér á Instagram-reikningi sínum sem vakti umræðu um að þriðja Sex and the City-myndin, eða Beð- mál í borginni eins og það útleggst á íslensku, væri hugsanleg. Parker deildi mynd af sér þar sem hún sést arka út úr stórversluninni Bloomingdales með einkennisinn- kaupapoka verslunarinnar í hendi. Undir myndina skrifaði hún að hún væri bundin þagnareiði en myndi, líkt og venjulega, upplýsa aðdáendur um öll atriði um leið og hægt væri. Myndin kveikti von í brjósti margra aðdáenda um að hér væri um að ræða staðfestingu á því að þriðja mynd- in í Sex and the City-röðinni væri í bígerð en Warner Bros-stúdíóið, sem framleitt hefur myndirnar, sendi út tilkynningu í kjölfarið um að Insta- gram-myndin væri ekki í neinum tengslum við Sex and the City og vilja sumir því geta sér til um það að Parker stefni á að selja skólínu sína í Bloomingdales, en skórnir hafa fram til þessa verið falir í Neiman Marcus, Nordstrom og Zappos Couture. Sex and the City-myndirnar eru orðnar tvær og eru þær gerðar eftir að hinar vinsælu samnefndu þáttarað- ir luku göngu sinni. Alls voru fram- leiddar sex þáttaraðir og með aðal- hlutverk, auk Parker, fóru þær Kim Cattrall, Kristin Davis og Cynthia Nixon. Ljóstrað upp leyndarmáli á Instagram Sarah Jessica Parker birti mynd sem kveikti sögusagnir um nýja Sex and the City-kvikmynd. VINSÆLAR VINKONUR Sjónvarpsþáttarað- irnar Sex and the City og kvikmyndirnar tvær sem fylgdu í kjölfarið hafa notið talsverðra vinsælda. NORDICPHOTOS/GETTY 365.is Sími 1817 00 :00Í KVÖLDAmerican IdolÚRSLIT ÚRSLITIN RÁÐAST Í AMERICAN IDOL! Í kvöld ráðast úrslitin í American Idol á Stöð 3. Klukkan 23:20 verður sýndur síðasti þáttur og á miðnætti er farið yfir í beina útsendingu í sjálfan úrslitaþáttinn þar sem ný Idol-stjarna verður krýnd. Ásamt keppendum stíga á sviðið Pitbull, Ricky Martin, Chris Brown, Jamie Foxx, The Jacksons og fleiri heimsfrægar stjörnur. Ekki missa af American Idol á Stöð 3! 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 3 F B 0 6 4 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 3 8 -9 5 5 C 1 6 3 8 -9 4 2 0 1 6 3 8 -9 2 E 4 1 6 3 8 -9 1 A 8 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 0 6 4 s _ 1 2 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.