Fréttablaðið - 13.05.2015, Page 54

Fréttablaðið - 13.05.2015, Page 54
13. maí 2015 MIÐVIKUDAGUR| LÍFIÐ | 38 Leikkonan Tara Reid, sem er einna þekktust fyrir hlutverk sitt í American Pie-myndunum, gaf til kynna í viðtali á dögunum að hugsanlega væri ný American Pie-mynd á leiðinni. Reid sagði í viðtali við útvarps- stöðina KIIS FM að umræður væru í gangi um að gera fimmtu myndina og vel gæti verið að hún yrði tekin upp í Las Vegas. Myndirnar fjórar hafa þénað yfir 989 milljónir Bandaríkja- dala um allan heim en myndin American Reunion, sem kom út árið 2012, átti að vera sú síðasta í seríunni en miðasala gekk vonum framar sem fékk framleiðendur til þess að íhuga gerð annarrar myndar. Fyrsta American Pie-myndin kom út árið 1999 og segir sögu fjögurra vina sem gera með sér samning þess efnis að allir skuli þeir missa sveindóminn áður en þeir útskrifast. Fimmta mynd- in á leiðinni? Bloggarinn Mario Armando Lavandeira Jr., betur þekktur sem Perez Hilton, eignaðist dótt- ur á mæðradaginn en fyrir á hann soninn Mario Armando Lavand- eira III. sem er fæddur 2013. Á sunnudaginn tilkynnti hann að stækkun hefði orðið í fjöl- skyldunni þegar hann deildi mynd af agnarsmáum ungbarns- fæti á Instagram-reikningi sínum og stuttu síðar tilkynnti hann að um stúlku væri að ræða og hún hefði fengið nafnið Mia Alma. Bæði börnin eignaðist Hilton með staðgöngumæðrum, en hann sagði í færslu á bloggsíðu sinni að ferlið hefði reynt talsvert meira á í þetta sinn en hann og Mario væru alsælir með nýjustu við- bótina við fjölskylduna. Perez eign- aðist dóttur MYND NÚMER FIMM? Leikkonan Tara Reid fór með hlutverk Vicky í American Pie-myndunum. NORDICPHOTOS/GETTY TVEGGJA BARNA FAÐIR Perez Hilton heldur úti bloggi þar sem hann skrifar fréttir af fræga fólkinu. NORDICPHOTOS/GETTY Leikkonan Sarah Jessica Parker deildi mynd af sér á Instagram-reikningi sínum sem vakti umræðu um að þriðja Sex and the City-myndin, eða Beð- mál í borginni eins og það útleggst á íslensku, væri hugsanleg. Parker deildi mynd af sér þar sem hún sést arka út úr stórversluninni Bloomingdales með einkennisinn- kaupapoka verslunarinnar í hendi. Undir myndina skrifaði hún að hún væri bundin þagnareiði en myndi, líkt og venjulega, upplýsa aðdáendur um öll atriði um leið og hægt væri. Myndin kveikti von í brjósti margra aðdáenda um að hér væri um að ræða staðfestingu á því að þriðja mynd- in í Sex and the City-röðinni væri í bígerð en Warner Bros-stúdíóið, sem framleitt hefur myndirnar, sendi út tilkynningu í kjölfarið um að Insta- gram-myndin væri ekki í neinum tengslum við Sex and the City og vilja sumir því geta sér til um það að Parker stefni á að selja skólínu sína í Bloomingdales, en skórnir hafa fram til þessa verið falir í Neiman Marcus, Nordstrom og Zappos Couture. Sex and the City-myndirnar eru orðnar tvær og eru þær gerðar eftir að hinar vinsælu samnefndu þáttarað- ir luku göngu sinni. Alls voru fram- leiddar sex þáttaraðir og með aðal- hlutverk, auk Parker, fóru þær Kim Cattrall, Kristin Davis og Cynthia Nixon. Ljóstrað upp leyndarmáli á Instagram Sarah Jessica Parker birti mynd sem kveikti sögusagnir um nýja Sex and the City-kvikmynd. VINSÆLAR VINKONUR Sjónvarpsþáttarað- irnar Sex and the City og kvikmyndirnar tvær sem fylgdu í kjölfarið hafa notið talsverðra vinsælda. NORDICPHOTOS/GETTY 365.is Sími 1817 00 :00Í KVÖLDAmerican IdolÚRSLIT ÚRSLITIN RÁÐAST Í AMERICAN IDOL! Í kvöld ráðast úrslitin í American Idol á Stöð 3. Klukkan 23:20 verður sýndur síðasti þáttur og á miðnætti er farið yfir í beina útsendingu í sjálfan úrslitaþáttinn þar sem ný Idol-stjarna verður krýnd. Ásamt keppendum stíga á sviðið Pitbull, Ricky Martin, Chris Brown, Jamie Foxx, The Jacksons og fleiri heimsfrægar stjörnur. Ekki missa af American Idol á Stöð 3! 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 3 F B 0 6 4 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 3 8 -9 5 5 C 1 6 3 8 -9 4 2 0 1 6 3 8 -9 2 E 4 1 6 3 8 -9 1 A 8 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 0 6 4 s _ 1 2 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.