Fréttablaðið - 13.05.2015, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 13.05.2015, Blaðsíða 38
 | 10 13. maí 2015 | miðvikudagur Hin hliðin Heiðrún Lind Marteinsdóttir, héraðsdóms- lögmaður á Lex lögmannsstofu. ehf. Nær öll verkalýðsfélög landsins standa nú í verkfallsaðgerðum eða hafa boðað slíkar aðgerðir á komandi vikum. Ástæða boð- aðra verkfalla er kröfur um allt að 50% nafnlaunahækkanir á þriggja ára tímabili, sem hvorki viðsemjendur verkalýðsfélaganna hjá hinu opinbera né á almennum vinnumarkaði hafa samþykkt. Haldi fram sem horfir er lík- legt að samningar um verulegar nafnlaunahækkanir verði niður- staðan. Verkfallsrétturinn veit- ir launþegum sterka samnings- stöðu þar sem fæst fyrirtæki þola að starfsemi þeirra stöðv- ist í lengri tíma. Til marks um það hafa Samtök atvinnulífsins þegar lagt fram tilboð um 23,5% hækkun dagvinnulauna yfir þrjú ár, en því tilboði var hafnað. Til saman burðar er það mat Seðla- banka Íslands að svigrúm til launahækkana nemi um 11% á sama tímabili. Launahækkanir umfram svig- rúm munu óhjákvæmilega leiða til aukinnar verðbólgu. Nýverið birtist grein eftir aðalhagfræð- ing Seðlabankans þar sem áhrif 30% nafnlaunahækkunar á næstu þremur árum voru áætluð. Niður- staðan var sú að verðlag myndi hækka um 15% til viðbótar við nýjustu spá bankans. Verðbólga færi þannig yfir 7% á ári saman- borið við 2,5% á ári ef samið væri um launahækkanir innan þess svigrúms sem er til staðar. Tekjulágir berskjaldaðir Yfirskrift baráttudags verka- lýðsins í ár var „jöfnuður býr til betra samfélag“ og endurómaði það sjónarmið í ræðum forsvars- manna flestra verkalýðsfélaga á deginum. Hið þversagnakennda er að kröfugerðir verkalýðsfélag- anna eru til þess fallnar að draga úr jöfnuði á sama tíma og for- svarsmenn þeirra gera kröfu um aukinn jöfnuð. Ástæða þess er að tekjulægri einstaklingar eru berskjaldaðri gagnvart verðbólgu en þeir tekju- hærri. Tekjulágir verja hærri hluta launa sinna í neyslu, sem verður sífellt kostnaðarsamari eftir því sem verðlag hækkar. Tekjuháir hafa aftur á móti svig- rúm til að leggja fyrir og fjár- festa í eignum sem veita þeim vörn gagnvart verðbólgu. Verð- bólga kemur sér því verr fyrir þá tekjulægri og dregur þannig úr jöfnuði. Neikvæð áhrif verðbólgu á jöfn- uð eru mikil hérlendis saman- borið við önnur ríki. Samkvæmt útgjaldatölum frá Hagstofu Íslands ver tekjulægsti fjórðungur Íslendinga ríflega helmingi hærra hlutfalli ráðstöfunartekna sinna í neyslu en sá tekjuhæsti. Aðstöðu- munur þessara hópa þegar kemur að því að verja sig gagnvart verð- bólgu er því mikill. Auk þess er verðtrygging útbreidd hérlendis. Geta tekjuhærri einstaklinga til að verja sig með beinum hætti gagnvart verðbólgu, til dæmis með fjárfestingu í verðtryggðum skuldabréfum, er því meiri en í mörgum öðrum ríkjum. Barátta forstöðumanna verka- lýðsfélaga fyrir auknum jöfnuði með ríflegum nafnlaunahækkun- um getur vart talist skynsamleg. Slíkar hækkanir munu leiða til aukinnar verðbólgu sem vinnur gegn því markmiði. Standi vilji til að auka jöfnuð í samfélaginu væri líklegra til árangurs að líta til þeirra aðferða sem önnur nor- ræn ríki hafa beitt. Þar hafa hóf- legar nafnlaunahækkanir og lág verðbólga stutt við markmið um aukinn jöfnuð og stöðugt vax- andi kaupmátt á undanförnum áratugum. Munu verkföllin draga úr jöfnuði? Grískir fjölmiðlamenn kröfðust þess að verða ráðnir aftur ÚTVARPSSTÖÐIN OPNUÐ AFTUR Fyrrverandi starfsmenn gríska ríkisútvarpsins ERT kröfðust þess í gær að verða samstundis endurráðnir. Gríska þingið samþykkti þann 28. apríl síðastliðinn að endurvekja ERT-útvarpsstöðina. Henni var lokað í niðurskurðaraðgerðum árið 2013. Endurreisn útvarpsstöðvarinnar var eitt af kosningaloforðum Syriza-flokksins fyrir síðustu kosningar. NORDICPHTOS/AFP Skoðun Björn Brynjúlfur Björnsson hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands Miðað við fréttir liðinna daga má búast við því að stór hluti vinnandi fólks fari í þvingað launalaust sumar frí og óvíst er hversu lengi það mun standa og hverju það mun skila. Sá stutti þanki sem hér fer á eftir vinnur vafalaust ekki vinsældakosn- ingu, en hvað um það. Staðreyndin er sú að verkföll og þvinguð, veruleg hækk- un launa á hinum frjálsa markaði, munu ekki skila laun- þegum ábata til lengri tíma. Nú skal reynt að skýra þetta í stuttu máli. Þegar verkalýðsfélög setja fram kröfur um hækkun launa má ætla að slík krafa byggi á því að sækja megi slíka launahækkun í hagnað vinnu- veitanda. Í ljósi þeirra umrótstíma sem verið hafa í íslensku efnahags- lífi umliðin ár má ætla að þau fyrir- tæki sem þó lifðu tímabilið af, séu fjarri því að vera komin í þá stöðu að miklum hagnaði sé úthlutað til eigenda. Þegar af þessari ástæðu er hugmyndin slæm. Þetta er þó ekki aðalatriðið og hugsanlega gengur það upp til skamms tíma eða við ein- stakar aðstæður að launahækkanir náist á kostnað hagnaðar. Það sem mun þó að öllum líkindum gerast, ef launahækkanir eru þvingaðar fram í fyrirtæki, er að hlutaðeigandi fyrirtæki mætir auknum kostnaði með hækkun verðs á seldri vöru eða þjónustu. Út frá lögmálum hagfræð- innar er raunar sérstaklega líklegt að þetta verði raunin hér á landi, enda fátítt að íslensk fyrirtæki búi við erlenda samkeppni sem getur veitt þeim íslensku verulegt sam- keppnislegt aðhald. Launahækkunum er þannig velt yfir á neytendur, og þessir sömu neytendur eru auðvitað einnig launafólk. Við hækkun á vöru eða þjónustu munu raunlaun því aðeins verða lægri þegar upp er staðið. Heildarmyndin er þó ekki komin við þetta eitt, enda kann hækkandi verð að leiða til samdráttar í sölu og hagnaður hlutaðeigandi fyrirtækja verður minni. Líklegasta afleiðing þessa til lengri tíma er síðan sú að atvinna dregst saman og heildarlaun taka að lækka. Þrátt fyrir markmið verkalýðs- hreyfingarinnar um verulega hækk- un launa, þá leiðir af fyrrgreindu að slík hækkun, gengi hún eftir, væri aðeins til skamms tíma. Til lengri tíma verður hin endanlega niður- staða að öllum líkindum önnur. Of margir kjósa því miður að líta fram hjá þessu. Grasið verður því miður ekki grænna hinum megin við þvingaða, launalausa sumarfríið. Það má vonandi hafa það í huga áður en lagt er af stað. Tálsýn verulegra launahækkana Launahækk- unum er þannig velt yfir á neytendur og þessir sömu neytendur eru auðvitað launafólk. Það er útbreiddur misskilningur að Ísland sé að mettast þegar fjöldi ferðamanna er annars vegar. Við höfum aðeins nýtt brot af því svigrúmi sem við höfum til að auka verðmætasköpum í ferða- þjónustu með fjölgun ferðamanna. Ég greip eintak af tímaritinu Details til að stytta mér stundir í flugi heim til Íslands fyrr í þessari viku. Þar rakst ég á greinar- korn þar sem lesendur eru hvattir að heimsækja Lofoten-eyjar í Noregi því þær séu Nýja-Ísland (e. New Iceland) sökum stórbrot- innar náttúrufegurðar. Í greininni kemur jafnframt fram að það segi mikla sögu að framkvæmdastjóri Ferðamálastofu (Icelandic Tourist Board) hafi sagt að það séu nú þegar of margir ferðamenn á Íslandi. Af þessu dró greinarhöfundur þá ályktun að það væri miklu betra að fara til Lofoten. Það er út af fyrir sig skrítið að tímarit- ið Details sé að vitna í framkvæmdastjóra Ferðamálastofu en látum það liggja á milli hluta. Það er mikilvægt að eyða þeirri þjóð- sögu að það séu of margir ferðamenn á Íslandi sem fyrst. Því staðreyndin er sú að það eru of fáir ferðamenn á Íslandi. Stundum er sagt að það sé betra að fá fleiri ferðamenn sem eyða milljón krónum en að fá milljón ferðamenn. Þetta er að hluta til satt og rétt en að hluta til bull. Ferðamanna- fjöldinn er þegar kominn upp í milljón á ári. Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air, benti á það í síðustu viku, að ef spár um 20% árlegan vöxt ferðaþjónustunnar ganga eftir, gæti þessi fjöldi verið kominn upp í tvær milljónir árið 2018. Það myndi þýða 100 milljarða króna skatt- og þjónustutekjur í ríkissjóð á ársgrundvelli. Til að setja þessa fjárhæð í samhengi þá var upphafleg kostnaðaráætlun vegna nýs Landspítala 80 milljarðar króna. Þá hefur Hörður Arnarson, for- stjóri Landsvirkjunar, boðað 10-20 milljarða króna árlegar arð- greiðslur af rekstri Landsvirkjunar í ríkissjóð eftir fimm ár ef áætl- anir ganga eftir, svo annað dæmi sé valið af handahófi. Ferðaþjónustan er orðin ein mikilvægasta atvinnugrein lands- ins. Á síðustu árum gerðist það annars vegar að hún fór fram úr sjávarútvegi í gjaldeyrisöflun fyrir þjóðarbúið á einum ársfjórð- ungi og hins vegar fór bein hlutdeild hennar í VLF líka upp fyrir sjávarútveg (þó ekki á sama tíma). Því skal þó haldið til haga að engin atvinnugrein kemst nálægt sjávarútvegi ef klasarnir í kring- um hann eru teknir með en þá er þetta hlutfall um 26%. Írland er 84.421 ferkílómetri. Ísland er 103.000 ferkílómetrar. Samt fara miklu fleiri ferðamenn til Írlands á ári hverju. Ísland er stórt land og það getur tekið við miklu fleiri ferðamönnum. Ég skynja van- nýtta auðlind ferðaþjónustunnar svipað og virkjun straumvatns- ins var fyrir byggingu Búrfellsvirkjunar 1966-1969. Það er galið að nýta tækifærið ekki. Af þessum staðreyndum má draga þann lærdóm að það sé ekki einungis æskilegt, heldur beinlínis skylda, að stjórnvöld forgangs- raði í þágu ferðaþjónustunnar. Almannahagsmunir krefjast þess. Sérstaklega í ljósi greiðslujafnaðarvanda þjóðarbúsins. Stækkun flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, sem er komin á framkvæmdastig, er skref í átt að þessu markmiði og því ber að fagna en það þarf að gera meira. Að náttúrupassann skyldi daga uppi í þinginu var áfall og það er nauðsynlegt að ná samstöðu í þinginu um nýjan náttúru- passa eða sambærilega lausn. Að breyta ekki innviðum til að gera íslenskt samfélag í stakk búið að taka á móti tveimur milljónum ferðamanna er álíka heimskulegt og að selja ekki þorsk til útlanda og veiða hann bara til manneldis hér á landi. Það er skylda stjórnvalda að forgangsraða í þágu ferðaþjónustunnar: Of fáir ferðamenn á Íslandi Það er mikilvægt að eyða þeirri þjóðsögu að það séu of margir ferðamenn á Íslandi sem fyrst. Markaðshornið Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@stod2.is 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 3 F B 0 6 4 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 3 8 -D A 7 C 1 6 3 8 -D 9 4 0 1 6 3 8 -D 8 0 4 1 6 3 8 -D 6 C 8 2 8 0 X 4 0 0 6 B F B 0 6 4 s _ 1 2 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.