Fréttablaðið - 13.05.2015, Side 8

Fréttablaðið - 13.05.2015, Side 8
13. maí 2015 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 8 FLUTTIR Velkomin í einn stærsta sýningarsal notaðra bíla á landinu að Kletthálsi 13. Enn betri þjónusta í enn betra umhverfi. HEKLA notaðir bílar. Klettháls 13 · HeklaNotadirBilar.is · 590 5040 ALÞINGI Seinni umræða um umdeilda tillögu meirihluta atvinnuveganefndar þingsins um fjölgun virkjanakosta kom til umræðu á Alþingi í gær. Umhverfisráðuneyti Sigrúnar Magnúsdóttur telur þingið ekki geta gert breytingar á flokkun virkjanakosta. Mikil átök voru á Alþingi í gær þar sem Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, var sakaður um að brjóta þing- sköp. Stjórnarandstaðan telur breyt- ingartillöguna brjóta gegn lögum um rammaáætlun sem samþykkt var með 63 samhljóða atkvæðum á síðasta þingi. Forseti þingsins taldi svo ekki vera og var hún þess vegna tekin til umræðu í gær. Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, telur hreint með ólíkindum ef það væri þann- ig að tillaga sem kæmi frá ráð- herra gæti ekki tekið breyting- um í þinginu. „Til hvers var þá verið að vísa málinu til þingsins til þinglegrar meðferðar ef það var vilji þingsins á sínum tíma til að úrskurður ráðherra væri endanlegur,“ sagði Jón í ræðu á þingi í gær. Umhverfis- og auðlindaráðu- neytið telur hins vegar umrædda breytingartillögu ganga gegn lögum um rammaáætlun. Í minnis blaði ráðuneytisins um til- lögu atvinnuveganefndar kemur fram að Alþingi geti ekki breytt flokkun virkjanakosta. Verk- efnis stjórn um virkjanakosti hefur ekki skilað tillögu um flokkun þessara kosta til ráð- herra og þingsályktunin sem nú liggur fyrir Alþingi tekur ekki til þeirra kosta. „Það er því mat umhverfis- og auðlindaráðu- neytisins að lög nr. 48/2011 geri ekki ráð fyrir að Alþingi geti gert breytingar á flokkun þess- ara kosta þar sem lögbundið ferli verndar- og orkunýtingaráætlun- ar hefur ekki farið fram hvað þá varðar.“ Þrír þingmenn óskuðu í gær eftir breytingum á dagskrá þingsins. Þingsköp segja til um að við upphaf þingfundar skuli bera dagskrárbreytingartillögu undir þingið. Tillagan var hins vegar ekki borin undir þing- ið fyrr en að loknum fyrsta lið á dagskrá þingsins. „Við teljum að þarna hafi þingsköp verið brotin,“ segir Katrín Júlíusdótt- ir. „Það eru fáir þingdagar eftir samkvæmt dagskrá. Það eru erfiðar deilur á vinnumarkaði og þá telur þessi ríkisstjórn það vera sitt forgangsmál að þjösna í gegnum þingið svo umdeildri til- lögu um vægast sagt vafasamar ráðstafanir í auðlindamálum þjóðarinnar.“ sveinn@frettabladid.is Ráðuneyti telur tillögu Jóns ólöglega Umhverfis- og auðlindaráðuneytið segir í athugasemd við endurmat þingsins á virkjunarkostum stangast á við lög um rammaáætlun. Hörð átök á þingi í gær. HÖRÐ ÁTÖK Hart var tekist á um umdeilda tillögu meirihluta atvinnuveganefndar í gær. Minnisblað umhverfis- og auðlindaráðuneytisins telur hins vegar Alþingi ekki geta breytt flokkun virkjanakosta. JÓN GUNNARS- SON formaður atvinnuvega- nefndar KATRÍN JÚLÍUSDÓTTIR þIngmaður Sam- fylkingarinnar Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Land- verndar, telur breytingartillögu meirihluta atvinnuvega- nefndar til þess fallna að eyðileggja rammaáætlun og fagleg umfjöllun sé virt að vettugi. „Þessu verður ekki tekið með þögninni. Tillagan brýtur leikreglur og ráðuneytin sjálf efast um að hún sé í samræmi við lög. Umræddar virkjanahugmyndir hafa ekki hlotið fullnægjandi faglega umfjöllun, og tilraun til sátta um orkunýtingu í landinu hangir á bláþráði. Ég fæ ekki betur séð en þetta ráðabrugg alþingismannsins sé beinlínis til þess fallið að eyðileggja rammaáætlun,“ segir Guðmundur Ingi. „Verið að eyðileggja rammaáætlun“ Til hvers var þá verið að vísa málinu til þingsins til þinglegrar merðferðar ef það var vilji þingsins á sínum tíma til að úrskurð- ur ráðherra væri endan- legur? Jón Gunnarsson. 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 3 F B 0 6 4 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 3 9 -1 A A C 1 6 3 9 -1 9 7 0 1 6 3 9 -1 8 3 4 1 6 3 9 -1 6 F 8 2 8 0 X 4 0 0 7 B F B 0 6 4 s _ 1 2 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.