Fréttablaðið - 13.05.2015, Side 10
13. maí 2015 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 10
Katmandú Everest
NEPAL
KÍNA
INDLAND
25. APRÍL 11:56 að
staðartíma,
Stærð skjálftans 7,8
25. APRÍL 12:30 að
staðartíma
Stærð skjálftans 6,6
26. APRÍL 12:54 að
staðartíma
Stærð skjálftans 6,7
12. MAÍ 12:50 að
staðartíma
Stærð skjálftans 7,3
12. MAÍ 13:21 að staðar-
tíma
Stærð skjálftans 6,3
FIMM STÓRIR SKJÁLFTAR
25 ára
ábyrgð
gegn ryði og tæringu
Skoðið úrvalið á
www.grillbudin.is
25 ára
ábyrgð
gegn ryði og tæringu
Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400
Avalon gasgrill
5 brennara
Orka 22,8 KW = 78.000 BTU
4 brennarar úr ryðfríu stáli
Innrauður ofurbrennari fyrir
fullkomna Nautasteik
Triton gasgrill
3ja brennara
Niðurfellanleg
NEPAL Jarðskjálftinn í Nepal í
gær mældist 7,3 stig og reið yfir
skammt frá hlíðum Everestfjalls-
ins. Meira en þúsund manns urðu
fyrir meiðslum og tugir manna
létust.
Mikil skelfing braust út og öng-
þveiti ríkti í borgum og bæjum
landsins. Aðeins átján dagar eru
frá því enn stærri skjálfti reið þar
yfir og kostaði þúsundir manna
lífið. Hundruð þúsunda heimila
eyðilögðust í skjálftanum 25. apríl
og í gær eyðilögðust fjölmörg hús
til viðbótar.
Skjálftinn í gær varð 150 kíló-
metrum austar en skjálftinn
fyrir hálfum mánuði. Nokkru
minni eftirskjálfti varð svo enn
austar og óttast er að keðjuverk-
un geti leitt af sér fleiri stóra
jarðskjálfta áfram austur eftir
flekaskilunum næstu mánuðina
og árin.
Bandaríska landfræðistofnun-
in USGS telur líklegt að hundruð
manna hafi látist í skjálftanum í
gær.
Stofnunin styðst við tölur um
íbúafjölda á hamfarasvæðunum og
reiknar út líkur á mannfalli. Þegar
skjálftinn mikli reið yfir 25. apríl
spáði stofnunin því að hann myndi
hafa kostað meira en tíu þúsund
manns lífið. Í gær var tala látinna
komin yfir átta þúsund.
UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu
þjóðanna, hefur sérstakar áhyggj-
ur af örlögum barna á hamfara-
svæðunum, en þau verða jafnan
berskjaldaðri en aðrir íbúar þegar
hamfarir af þessu tagi ríða yfir.
Að sögn UNICEF á Íslandi hafa
góðar viðtökur verið við neyðar-
söfnun fyrir börn í Nepal. Í gær
höfðu 14,5 milljónir króna safnast.
Söfnunin er enn í fullum gangi
og UNICEF hefur aukið dag frá
degi við aðgerðir sínar á skjálfta-
svæðinu.
Stærstu skjálftar hér á landi
hafa mælst um 7 stig, en stóru
skjálftarnir undanfarna áratugi
hafa allir verið um 6,5 stig.
gudsteinn@frettabladid.is
Aftur skalf í Nepal
Tugir manna létust í Nepal, Indlandi og Tíbet. Óttast að tala látinna eigi enn eftir
að hækka. Skjálftinn fyrir rúmlega hálfum mánuði var fimm sinnum stærri.
HLUPU ÚT ÚR HÚSUM Íbúar í Katmandú héldu út á opin svæði milli húsa þegar skjálftinn reið yfir í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
BJARGAR BÓKUNUM SÍNUM Drengur þessi leitaði í rústum heimilis síns að skóla-
bókunum. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
14,5
milljónir króna hafa nú
safnast hér á landi í söfnun
UNICEF fyrir börn í Nepal.
Ábendingahnappinn má finna á
www.barnaheill.is
BANDARÍKIN Mikil fækkun hefur
orðið á kristnum Bandaríkja-
mönnum á síðustu sjö árum.
Þetta kemur fram í nýrri könnun
bandarísku rannsóknarmiðstöðv-
arinnar Pew Research Center. Nú
eru 71 prósent Bandaríkjamanna
kristin, en fyrir sjö árum voru 78
prósent kristin. Ástæður þessa
eru aðallega taldar þær, að yngri
kynslóðir eru ekki eins trúaðar
og tíðkaðist áður. 51 prósent af
ungu kynslóðinni telur sig krist-
innar trúar. - ngy
Sjötíu og eitt prósent kristin:
Kristnum fækkar
í Bandaríkjunum
KJARAMÁL Viðskiptaráð fagnar því að stjórn-
völd líti til skattalækkana til að leysa núverandi
kjaradeilur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá
ráðinu í kjölfar hugmynda stjórnvalda um breyt-
ingar á skattakerfinu til að liðka fyrir lausn
kjaradeilna. Í breytingunum felst meðal annars
fækkun skattþrepa úr þremur í tvö og veruleg
hækkun persónuafsláttar.
Þá kemur fram í tilkynningunni að fækkun
skattþrepa væri framfaraskref sem myndi draga
úr neikvæðum áhrifum skattkerfisins á vinnu-
framlag og hvata til menntunar. Það er þó mat
ráðsins að mikil hækkun persónuafsláttar sé
ekki heppileg leið til lausnar á núverandi deilum.
Ráðið telur að slík breyting myndi fjölga þeim
sem greiða enga skatta og færa tekjuskattkerfið
lengra í átt til aukinnar stigvaxandi skattbyrðar.
Viðskiptaráð telur að við lausn núverandi
kjaradeilna sé brýnt að stjórnvöld og aðilar
vinnumarkaðar missi ekki sjónar á því að hag-
felld skilyrði fyrir aukinni verðmætasköpum séu
best til þess fallin að bæta kjör launþega. Hluti af
slíkum skilyrðum sé að einstaklingar hafi hvata
til að auka við þekkingu sína og skapa þannig
aukin samfélagsleg verðmæti. Almenn lækkun
tekjuskattshlutfalla eða fækkun skattþrepa væri
heppilegri leið til að að ná slíku markmiði.
- ngy
Ráðið telur mikla hækkun persónuafsláttar ekki heppilega leið til lausnar á núverandi kjaradeilum:
Viðskiptaráð hlynnt breytingum á skattakerfinu
FAGNA SKATTALÆKKUNUM Frosti Ólafsson er fram-
kvæmdastjóri VÍ sem fagnar fækkun skattþrepa.
1
5
-0
9
-2
0
1
5
1
0
:2
3
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
3
8
-F
D
0
C
1
6
3
8
-F
B
D
0
1
6
3
8
-F
A
9
4
1
6
3
8
-F
9
5
8
2
8
0
X
4
0
0
7
A
F
B
0
6
4
s
_
1
2
_
5
_
2
0
1
5
C
M
Y
K