Fréttablaðið - 13.05.2015, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 13. maí 2015 | SKOÐUN | 19
Nú hefur verkfall BHM staðið
í fimm vikur og sér ekki fyrir
endann á því. Við sem stöndum
að mæðravernd í heilsugæslunni
höfum af þessu verulegar og vax-
andi áhyggjur.
Verkfall ljósmæðra sem starfa
á Kvennadeild LSH hefur orðið
til þess að fresta hefur þurft
ómskoðunum, framköllunum fæð-
inga og fyrirfram ákveðnum keis-
araskurðum. Þetta veldur skjól-
stæðingum okkar óþægindum og
áhyggjum. Ljósmæður í heilsu-
gæslunni hafa hingað til aðeins
farið í hálfsdags verkfall en fari
þær í frekara verkfall versnar
ástandið enn.
Í verkfalli lífeindafræðinga
hefur ekki verið skimað fyrir sýk-
ingum í upphafi meðgöngu eins og
venja er. Ekki hefur heldur verið
skimað fyrir meðgöngu sykursýki
eða vanstarfsemi skjaldkirtils hjá
konum í áhættuhópum en grein-
ing og meðferð þessara sjúk-
dóma snemma á meðgöngutíma
geta komið í veg fyrir alvarleg
áhrif þeirra á heilsu og þroska
ófædda barnsins. Þessar skiman-
ir eru brýnar fyrir heilsu barns-
hafandi kvenna og ófæddra barna
þeirra og eru einn af hornsteinum
mæðraverndar. Afleiðingar þess
að ekki er skimað fyrir ákveðn-
um sjúkdómum á meðgöngu geta
verið ófyrirséðar og jafnvel valdið
óaftur kræfum skaða með tilheyr-
andi kostnaði fyrir samfélagið.
Á Íslandi hefur heilsufar barns-
hafandi kvenna og ungbarna
verið með því besta sem þekkist
í heiminum. Má í því sambandi
benda á nýjustu skýrslu „Save the
Children“ en þar kemur fram að
Ísland er í þriðja sæti yfir þau lönd
þar sem best er að vera móðir.
Það er afleitt að starfsfólk
mæðraverndar í heilsugæslu geti
ekki fylgt þeim klínísku tilmæl-
um og verklagsreglum sem byggð-
ar hafa verið upp á síðastliðnum
árum og hafa m.a. stuðlað að því
að árangur í mæðravernd er eins
góður og raun ber vitni. Leggjum
ekki heilsu barnshafandi kvenna
og ófæddra barna í hættu með því
að draga verkfallið á langinn. Við
skorum á deiluaðila að ná samn-
ingi sem fyrst. Glötum ekki þeim
góða árangri í mæðravernd sem
við höfum státað af hér á landi.
Verndum heilsu barnshafandi kvenna og ófæddra barna
Fregnir um að lífi sjúklinga sé
stefnt í hættu vegna þess að
þeir fá ekki viðeigandi með-
ferð vegna verkfalla vekja óhug.
Sérfræðingur í krabbameins-
lækningum segir að fáist ekki
nauðsynleg-
ar undanþág-
ur kunni svo
að fara að það
kosti manns-
líf. Nauðsyn-
legar undan-
þágur hljóta því
að verða veittar
tafarlaust.
Neyðarástand
hefur ríkt á
svínabúum því ekki er hægt að
slátra dýrunum en þegar dýrin
stækka og þyngjast leiðir það
til svo mikilla þrengsla í stíum
svo dýrin hafa ekki rými til að
hreyfa sig. Það er óhæft. Þessi
staða sýnir einnig glöggt hve
þröngt er um eldisdýrin við
venjulegar aðstæður sem veldur
áhyggjum.
Eðli verkfalla er því miður
þannig að oft bitna þau ekki
síður á öðrum en þeim sem
vinnudeilan beinist að, auk
þess sem verkföll ólíkra starfs-
stétta hafa misalvarleg áhrif á
gangverk samfélagsins. Þess
vegna er verkfallsvopnið beitt
og um leið vandmeðfarið. Auð-
vitað eiga sjúkir og þurfandi að
vera í algerum forgangi þegar
verkfallsástand ríkir, eins og nú
er. Yfirleitt sýna menn mannúð
og skilning og veita nauðsyn-
legustu undanþágur á meðan á
verkföllum stendur, en núver-
andi staða er þó þannig að ekki
er hægt að halda uppi bráðnauð-
synlegri heilbrigðisþjónustu. Sú
staðreynd hlýtur einnig að taka
mjög mikið á þá sem eru í verk-
falli og vita af vaxandi vand-
ræðum og neyð þeirra sem síst
skyldi.
Verkföll hljóta að vera þrauta-
lending, þar sem svo mikið er
lagt undir og svo miklu fórnað
og þau verða að skila þeim sem
hana heyja árangri. Um það er
varla deilt lengur að það sem
skiptir langmestu máli er að
tryggja kaupmátt þeirra launa
sem fólk aflar. Fjarstæða er að
láta það henda að knýja fram
„of miklar launahækkanir“
sem brenna samstundis upp á
verðbólgubáli. Við Íslendingar
þekkjum þannig „kjarabætur“
af biturri reynslu. Til að verja
kaupmáttinn er því lykilatriði að
þeir kjarasamningar sem nú er
verið að reyna að ná verði gerðir
með það að markmiði að halda
þeim stöðugleika sem nú ríkir í
efnahagskerfinu.
Tvíeggjað
sverð
KJARAMÁL
Karitas Ívarsdóttir ljósmóðir
Ósk Ingvarsdóttir fæðingalæknir
Ragnheiður Bachmann ljósmóðir
Ragnheiður I. Bjarnadóttir
fæðingalæknir
Starfsfólk mæðraverndar, Þróunarsviði
Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
KJARAMÁL
Elín Hirst
alþingismaður
bmvalla.is
Ætlar þú að ráðast
á garðinn?
Yfir 30 ára gæðaframleiðsla
BM Vallá býr að yfir 30 ára lu reynslu af framleiðs
afyrir íslenskar aðstæður og nýtir í framleiðslun
sterkustu fylliefni sem völ er á.
BM Vallá er eina fyrirtækið í helluframleiðslu
á Íslandi sem er með Iso 9001 gæðavottun.
Terra
Nýtt og fallegt verandarefni úr slípuðum hellum
sem fást í hvítu, gráu og svörtu. Hagkvæm og
endingargóð lausn, laus við umstang og viðhald
sem fylgir öðrum pallaefnum.
PIPA
R\TBW
A
• SÍA
• 152318
Frí
ráðgjöf til
1. júní
Hjá BM Vallá færðu ráðgjöf
landslagsarkitekta sem
aðstoða þig við efnisval
og hjálpa þér að gera
hugmyndir þínar um
draumagarðinn að
veruleika.
Pantaðu tíma í ráðgjöf
í síma 412 5050.
➜Afl eiðingar þess að ekki
er skimað fyrir ákveðnum
sjúkdómum á meðgöngu
geta verið ófyrirséðar og
jafnvel valdið óafturkræfum
skaða með tilheyrandi
kostnaði fyrir samfélagið.
➜ Eðli verkfalla er því miður
þannig að oft bitna þau ekki
síður á öðrum en þeim sem
vinnudeilan beinist að, auk
þess sem verkföll ólíkra starfs-
stétta hafa misalvarleg áhrif á
gangverk samfélagsins.
1
5
-0
9
-2
0
1
5
1
0
:2
3
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
6
3
8
-2
3
C
C
1
6
3
8
-2
2
9
0
1
6
3
8
-2
1
5
4
1
6
3
8
-2
0
1
8
2
8
0
X
4
0
0
4
A
F
B
0
6
4
s
_
1
2
_
5
_
2
0
1
5
C
M
Y
K