Fréttablaðið - 13.05.2015, Síða 24
13. maí 2015 MIÐVIKUDAGUR| TÍMAMÓT | 24
Hjúkrunarfræðingarnir Hulda
Hrönn Björgúlfsdóttir, Kristín Rósa
Ármannsdóttir og Hrönn Stefáns-
dóttir ásamt Önnu Maríu Þórðardótt-
ur, sérfræðingi í hjúkrun, unnu nýtt
verklag varðandi móttöku á fólki í
sjálfsvígshugleiðingum eða eftir sjálfs-
vígstilraun. Verkferlið verður kynnt
formlega í dag á hinni árlegu Viku
hjúkrunar á Landspítalanum.
„Þessi sjúklingahópur, sem kemur
inn eftir sjálfsvígstilraun eða með and-
lega vanlíðan, er mjög stór á bráðamót-
tökunni. Bráðamóttaka geðdeildar er
ekki opin á kvöldin og um helgar þann-
ig að þessir sjúklingar þurfa að bíða á
deildinni okkar þar til geðlæknir getur
metið þá. Það er því mikilvægt að mót-
takan sé góð og að fyrstu viðbrögð séu
rétt,“ segir Hrönn Stefánsdóttir hjúkr-
unarfræðingur.
Nýtt verklag er nú í notkun og hefur
að sögn Hrannar reynst vel. Hún segir
að með nýju skipulögðu verklagi hafi
einfaldlega orðið meiri vitund fyrir því
hvernig ætti að nálgast einstaklinga í
sjálfsvígshættu.
„Tilgangurinn er að bæta móttökuna
og tryggja öryggi sjúklinga. Nýjar
verklagsreglur leggja áherslu á að
hjúkrunarfræðingur meti sjálfsvígs-
hættu sjúklings í samtali með ákveð-
inn spurningalista til hliðsjónar. Ef
einstaklingur er með virkar sjálfsvígs-
hugsanir fer ákveðinn verkferill af stað
með frekara eftirliti til að efla öryggi.“
Kynning á móttökunni er liður í Viku
hjúkrunar sem fræðslunefnd hjúkrun-
arráðs stendur fyrir á hverju ári í maí
– í kringum alþjóðadag hjúkrunar-
fræðinga sem var í gær, á afmælisdegi
frumkvöðulsins Florence Nightingale.
Að þessu sinni er þemað umbætur í
hjúkrun. Þá er vísað til verkefna og
breytinga sem hafa verið gerðar til
að viðhalda öryggi sjúklinga og bæta
þjónustu. Í boði verða fjölmargir fyrir-
lestrar og vinnusmiðjur sem öllum er
velkomið að taka þátt í.
Nýtt verklag á bráðamóttökunni
verður kynnt kl. 11 við Hringdal á
Landspítalanum við Hringbraut og kl.
13 á 2. hæð í Fossvogi.
erlabjorg@frettabladid.is
TÍMAMÓT
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli
og útfarir má senda á netfangið
timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 512 5000.
Nýjar verklagsreglur
leggja áherslu á að hjúkr-
unarfræðingur meti sjálfs-
vígshættu sjúklings í samtali
með ákveðinn spurninga-
lista til hliðsjónar.
Okkar ástkæra sambýliskona og dóttir,
SIGNÝ GUNNLAUGSDÓTTIR
Balaskarði,
lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi
mánudaginn 4. maí. Útförin fer fram frá
Hólaneskirkju laugardaginn 16. maí kl. 14.
Jarðsett verður í Höskuldsstaðakirkjugarði.
Magnús Jóhann Björnsson
Geirlaug Ingvarsdóttir
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför elskulegs föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
SNÆBJÖRNS PÁLSSONAR
fyrrverandi slökkviliðsmanns
á Reykjavíkurflugvelli,
sem lést á Landspítalanum þann 18. mars
síðastliðinn.
Magnús Snæbjörnsson Ingibjörg Sigurðardóttir
Páll Snæbjörnsson Guðrún Dóra Gísladóttir
Sigrún Birna Magnúsdóttir Hörður Jóhann Halldórsson
Daði Snær Pálsson
Arna Pálsdóttir
Halldór Máni Harðarson, Magnús Ingi Harðarson og
Jóhann Darri Harðarson
Hjartkær móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
VILBORG GUÐJÓNSDÓTTIR
frá Oddsstöðum, Vestmannaeyjum,
lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund
föstudaginn 8. maí sl. Útförin verður auglýst
síðar.
Jón Viðar Jónsson
Guðjón Jónsson Elísabet Jóna Sólbergsdóttir
Sigríður Sía Jónsdóttir Birgir Karl Knútsson
og ömmubörn.
Faðir minn, afi okkar og bróðir,
HÖRÐUR SVERRISSON
Þingvallastræti 36, Akureyri,
verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju
mánudaginn 18. maí kl. 13.30.
Sonur, afabörn og systkini hins látna.
Ástkær eiginmaður minn,
faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐMUNDUR HJALTASON
rennismiður,
Víðilundi 20, Akureyri,
lést föstudaginn 8. maí síðastliðinn.
Jarðarför auglýst síðar.
Kristín Gunnarsdóttir
Svava H. Guðmundsdóttir Hreggviður Norðdahl
Gunnar H. Guðmundsson Elín Konráðsdóttir
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og bróðir,
SIGURGEIR BJÖRGVINSSON
hljóðfæraleikari,
Grandavegi 47, Reykjavík,
lést á Landakoti fimmtudaginn 7. maí.
Útför verður frá Dómkirkjunni þriðjudaginn
19. maí kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hins látna er bent á öldrunardeild Landspítalans.
Jóna H. Pétursdóttir
Guðrún Sigurgeirsdóttir Eggert Lárusson
Gísli Sigurgeirsson Sólveig Steinsson
Björgvin Jóhannsson
Agnes Gísladóttir Þórður Ingi Guðmundsson
og systur hins látna.
Öryggi sjúklinga í
sjálfsvígshættu tryggt
Hjúkrunarfræðingar á bráðamóttökunni gerðu nýjan verkferil fyrir sjúklinga í sjálfsvígs-
hættu eða eft ir sjálfsvígstilraun. Verkefnið er kynnt á Viku hjúkrunar sem nú er í gangi.
HJÚKRUNARFRÆÐINGAR Á BRÁÐAMÓTTÖKU Hulda Hrönn Björgúlfsdóttir, Kristín Rósa Ármannsdóttir og Hrönn Stefánsdóttir bjuggu til
nýjan verkferil til að bæta móttöku og öryggi sjúklinga með andlega vanlíðan. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Þennan dag, 13. maí árið 1981 reyndi
Tyrkinn Mehmet Ali Agca að myrða
Jóhannes Pál páfa II. á Péturstorginu í
Vatíkaninu. Agca skaut páfa, sem særðist
illa.
Hann sat á torginu, beið eftir páfa
og hóf skothríð þegar hann nálgaðist.
Páfi særðist en nunnur og aðrir nær-
staddir gripu Agca áður en hann náði að
ljúka verkinu. Agca var handtekinn og
sakfelldur fyrir glæp sinn í júlí árið 1981.
Hann var fluttur til heimalands síns eftir
að hafa afplánað tuttugu ára dóm á Ítalíu.
Agca, sem hafði áður verið í slagtogi
við tyrknesku fasistahreyfinguna Gráu
úlfana, sagðist hafa skipulagt morðið
á páfa ásamt landa sínum og tveimur
Belgum. Fjölmiðlar birtu þó fréttir þess
efnis að Agca hefði gert þetta fyrir Gráu
úlfana, sem fengu þrjár milljónir marka
fyrir.
Páfi bað fólk um að „fyrirgefa bróður
mínum, sem ég hef svo sannarlega gert“.
Árið 1983 hittust þeir og prýddu forsíðu
tímaritsins Time. Páfi var líka í ágætu
sambandi við fjölskyldu Agca og hitti
móður hans árið 1987.
Agca var fluttur til Tyrklands eftir
að hann hafði afplánað dóm sinn. Þar
var hann fangelsaður á ný fyrir morð á
vinstrisinnuðum ritstjóra sem var framið
meira en tuttugu árum áður.
ÞETTA GERÐIST 13. MAÍ 1981
Morðtilræði framið gegn páfa
1
5
-0
9
-2
0
1
5
1
0
:2
3
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
3
9
-5
0
F
C
1
6
3
9
-4
F
C
0
1
6
3
9
-4
E
8
4
1
6
3
9
-4
D
4
8
2
8
0
X
4
0
0
8
B
F
B
0
6
4
s
_
1
2
_
5
_
2
0
1
5
C
M
Y
K