Fréttablaðið - 13.05.2015, Page 26

Fréttablaðið - 13.05.2015, Page 26
 | 2 13. maí 2015 | miðvikudagur Í NÝJASTA hefti Frjálsrar verslunar er áhugavert viðtal við Herdísi Dröfn Fjeld sted, framkvæmdastjóra Fram- takssjóðs Íslands (FSI), en heimild hans til nýfjárfestinga rann út í lok febrúar. Þau fi mm ár sem sjóðurinn hefur starf- að hafa 43 milljarða fjárfestingar skilað 40 milljarða bókfærðum hagnaði. Her- dís hefur stýrt FSI frá því í fyrra. FSI hefur legið undir margvíslegri gagn- rýni. Talað hefur verið um lítið gegnsæi og gagnrýnt að afnot af vörumerkinu Icelandic í Bandaríkjunum voru leigð til erlendra aðila til margra ára. Þá hefur ævintýralegur gróði FSI af sumum fjárfestingum sínum, á borð við Icelandair, verið gagnrýndur og talinn til marks um að FSI hafi fengið eignirnar á óeðlilega lágu verði og jafn- vel að fyrirtækin hafi að ósekju verið tekin af fyrri eigendum. EIGNARHALD FSI hefur verið til umræðu í tengslum við ráðstöfun eigna en helstu kaupendur margra eigna FSI eru lífeyrissjóðirnir sem eiga FSI. EINN tilgangur með stofnun FSI á sínum tíma var að gefa lífeyrissjóðum landsins færi á að vinna til baka mikið tap á fjár- festingum sem þeir urðu fyrir í hruninu 2008. Í gegnum FSI sameinuðu þeir fjárfestingarkrafta sína í öfl ugum sjóði til að njóta góðs af endurreisn íslenskra fyrirtækja og efnahagslífs. ÁRANGURINN talar sínu máli og 43 milljarða fjárfesting hefur skilað endur- heimtum og eignum, sem nú eru metnar á 83 milljarða. Eftir stendur spurningin hvort ekki hafi verið of hart gengið að fyrri eigendum fyrirtækjanna sem FSI eignaðist. Hefðu bankar fremur átt að styðja fyrri eigendur í tímabundnum erfi ðleikum eftir allsherjar fjármála- hrun en að ganga milli bols og höfuðs á þeim? Margföldun á verðmæti fyrir- tækja á örfáum árum gefur slíkum vangaveltum vængi. EINNIG má spyrja hvort hin ríkulega ávöxtun eignanna hafi verið raunveru- leg fyrir eigendur FSI. Í mjög mörgum tilfellum hefur hagnaður FSI mynd- ast við það að eigendur FSI hafa keypt hlutabréf af FSI við skráningu fyrir- tækja á markað. Áhættan af bréfunum hefur einungis fl ust frá FSI til eigenda FSI. HVAÐ verður um hlutabréfaverð á Íslandi þegar, og ef, tekin verða stór skref til afnáms fjármagnshafta? Er ekki hagnaður lífeyrissjóða af FSI sýnd- argróði, þar til búið er að selja eignirnar út úr lífeyrissjóðakerfi nu? Sýndargróði eða raunverulegur? Aðallisti Kauphallarinnar | Nasdaq Iceland Félag Gengi í gær Frá áramótum Vikubreyting Bank Nordic (DKK) 119,00 14,4% 0,0% Eik fasteignafélag* 6,46 -5,0% -1,7% Eimskipafélag Íslands 225,00 -5,1% 2,4% Fjarskipti (Vodafone) 38,70 10,6% 0,4% Hagar 43,40 7,3% 3,3% HB Grandi 37,30 10,4% 2,3% Icelandair Group 22,25 4,0% 2,8% Marel 182,00 31,9% 2,0% N1 33,85 45,9% 30,4% Nýherji 8,45 63,1% -3,4% Reginn 14,15 4,4% -0,7% Reitir* 62,40 -1,7% 1,5% Sjóvá 10,01 -16,2% 0,1% Tryggingamiðstöðin 20,70 -21,3% 2,0% Vátryggingafélag Íslands 7,86 -13,1% -0,3% Össur 440,00 21,9% 2,3% Úrvalsvísitalan OMXI8 1.419,75 8,3% 2,4% First North Iceland Century Aluminum 3.300,00 0,0% 0,0% Hampiðjan 25,30 11,9% 0,0% Sláturfélag Suðurlands 1,85 0,0% 0,0% *Skráð á árinu (þróun frá útboðsgengi). Gengi félaga í Kauphöll Íslands Á UPPLEIÐ Félög sem hækkuðu í verði Á NIÐURLEIÐ Félög sem lækkuðu í verði STÓÐU Í STAÐ Félög sem stóðu í stað MESTA HÆKKUN NÝHERJI 63,1% frá áramótum N1 30,4% í síðustu viku MESTA LÆKKUN TM -21,3% frá áramótum NÝHERJI -3,4% í síðustu viku 10 5 1 Seðlabanki Íslands kynnir vaxta- ákvörðun í dag og nýtt hefti Pen- ingamála verður birt. Már Guð- mundsson seðlabankastjóri og Þórarinn G. Pétursson aðalhag- fræðingur munu svo rökstyðja ákvörðunina á blaðamannafundi. Greiningardeildir allra stóru bankanna þriggja búast við því að stýrivöxtum verði haldið óbreytt- um. Nefna þær allar sömu ástæðuna fyrir þeim spám; að Seðlabankinn vilji bíða með stýrivaxtaákvarðanir þar til niðurstöður kjaraviðræðna liggja fyrir. - jhh Stýrivaxtaákvörðun kynnt í dag: Búast ekki við breytingum KYNNA STÖÐUNA Seðlabankastjóri og aðal- hagfræðingur kynna vaxtaákvörðun. „Merkjanleg neikvæð þróun öku- tækjatjóna hefur átt sér stað það sem af er ári. Þá þróun má að hluta rekja til tíðarfarsins og ástands vega en aukin tjónatíðni er einn- ig þekktur fylgifiskur bættra aðstæðna í efnahagslífi nu,“ segir Hermann Björnsson, forstjóri Sjó- vár. Hann segir í afkomutilkynningu sem send var fjölmiðlum í gær að vonandi muni endurnýjun bílafl ot- ans, aukið öryggi bíla og tvöföldun vega og brúa draga úr þeirri þróun að bætt efnahagsumhverfi leiði til fjölgunar tjóna. Hagnaður af rekstri Sjóvár á fyrsta ársfjórðungi nam 624 millj- ónum króna, samanborið við 124 milljóna króna tap á sama tíma árið áður. Hagnaður af vátrygg- ingastarfsemi nam 55 milljónum króna, en var 318 milljónir króna á sama tímabili árið á undan. Hagn- aður af fjárfestingastarfsemi nam aftur á móti 757 milljónum króna en 347 milljóna króna tap var á fjárfestingum á sama tíma í fyrra. Eigið fé fyrirtækisins nam 14,4 milljörðum króna samanborið við 17,8 milljarða um áramót. Sjóvá er þriðja og síðasta trygg- ingafélagið í Kauphöll Íslands sem skilar árshlutauppgjöri fyrir fyrsta fjórðung. Arðsemi eigin fjár á ársgrundvelli var 15,5%. Bæði Vátryggingafélag Íslands og Tryggingamiðstöðin birtu árs- hlutauppgjör þann 30. apríl. Hjá Vátryggingafélagi Íslands var arðsemi eigin fjár 18,3% en hjá Tryggingamiðstöðinni var arð- semi eigin fjár 2,5 prósent. Hagn- aður VÍS nam 733 milljónum króna á fjórðungnum samanborið við 14 milljóna króna tap á sama tímabili í fyrra. Hagnaður TM nam 72 milljónum samanborið við 700 milljóna króna hagnað á sama tímabili í fyrra. Forstjórar allra þriggja trygg- ingafélaganna hafa sagt að vetur- inn hafi verið óvenju tjónaþungur, einkum vegna tíðra óveðra. jonhakon@frettabladid.is Tjón á ökutækjum hafa aukist undanfarið Forstjóri Sjóvár segir efnahagsaðstæður geta að hluta skýrt aukna tjónatíðni. Tíðarfarið og ástand vega séu líka skýringar. Stærstu þrjú tryggingafélögin hafa birt uppgjör fyrsta fjórðungs. UMFERÐARTJÓN Forstjórar allra þriggja tryggingafélaganna hafa sagt að veturinn hafi verið óvenju tjónaþungur, einkum vegna tíðra óveðra. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN NEIKVÆÐ ÞRÓUN Forstjóri Sjóvár vonar að endurnýjun bílaflotans, aukið öryggi bíla og tvöföldun vega og brúa dragi úr þeirri þróun að bætt efnahagsumhverfi leiði til fjölgunar tjóna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Sk jó ða n SKJÓÐAN er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 3 F B 0 6 4 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 3 9 -3 8 4 C 1 6 3 9 -3 7 1 0 1 6 3 9 -3 5 D 4 1 6 3 9 -3 4 9 8 2 8 0 X 4 0 0 8 A F B 0 6 4 s _ 1 2 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.