Fréttablaðið - 13.05.2015, Side 28

Fréttablaðið - 13.05.2015, Side 28
 | 4 13. maí 2015 | miðvikudagur Íslenska fyrirtækið AwareGO býst við því að geta á næstunni samið við tvo stóra erlenda banka um að selja þeim öryggisþjálfunar- myndbönd sem fyrirtækið fram- leiðir. Nú þegar hefur fyrirtæk- ið selt CreditSuisse vöru sína. Þá hafa margar íslenskar stofnanir keypt hana, þar á meðal Icelandair Group, Landsvirkjun, Íslandsbanki og Landsbankinn. „Við erum að framleiða stutt öryggisþjálfunarmyndbönd fyrir tölvuöryggi. Hvert myndband er í kringum eina mínútu og þetta er svona meira eins og auglýsing- ar heldur en þjálfun. En í staðinn fyrir að vera með merkjavitund eins og er í auglýsingum þá erum við með öryggisvitund,“ segir Ragnar Sigurðsson, framkvæmda- stjóri fyrirtækisins. Myndbönd- in snúast um að koma ákveðnum skilaboðum til starfsmanna, til dæmis að hleypa ókunnugu fólki ekki inn á lokuð svæði, að vera ekki með trúnaðargögn óvarin á færanlegum miðlum, að skilja ekki eftir útprentuð trúnaðargögn á glámbekk, þá eru upplýsingar um þráðlaus net, um njósnabúnað og svo framvegis. Þetta byrjaði árið 2007 þegar fyrirtækið gaf út frumgerð af einum þætti. „Árið 2008 létum við framleiða fyrir okkur tólf þætti. Hver þáttur var svolítið langur, hann var sex til átta mínútur, og svo unnum við með þetta,“ segir Ragnar. Hann segir að það hafi verið töluvert gagnrýnt hvað þætt- irnir voru langir og þeir ákváðu því að stytta þá. „Þegar við vorum komnir með þá niður í eina og hálfa mínútu þá var loksins farinn að kvikna áhugi á þessu. Þannig að við ákváðum að þegar næsta útgáfa kæmi þá yrði hún að vera í kringum ein mínúta. Útgáfa-2 af myndböndunum kom út í september. „Það er búið að ganga mjög vel að selja hana. Ég held að það séu í kringum tíu prósent starfsmanna í stórum og meðalstórum fyrirtækjum að læra af þessu,“ segir Ragnar. Ragnar segir að þeir félagarn- ir hafi farið mikið með gömlu útgáfuna á sýningar erlendis og kynnst þar mörgum. En þeir séu ekki byrjaðir að markaðssetja nýju útgáfuna að neinu ráði. Það sem hafi selst til útlanda hafi selst í gegnum LinkedIn, meðal ann- ars salan til CreditSuisse. „Það var maður sem ég hitti á sýningu árið 2010. Hann vildi ekki kaupa útgáfuna sem við vorum með þá en ég tengdist honum á Linked- In. Og svo er ég búinn að vera að láta hann vita reglulega hvað við höfum verið að gera. Um leið og við komum með nýju útgáfuna þá lét ég hann vita og hann var svona rosalega hrifinn að þetta gekk í gegn á einum mánuði.“ Ragnar segir að AwareGO sé með nokkra viðskiptavini í pípun- um. „Við erum með tvo risastóra banka. Annar þeirra er einn af tíu stærstu í heiminum og hinn er einn af 25 stærstu. Ég á bara fast- lega von á að það gangi í gegn bráð- lega, allavega annar þeirra,“ segir hann. Þá sé einnig verið að semja við dómsmálaráðuneyti í einu ríki Bandaríkjanna. „Þeir eru svo rosa- lega hrifnir að þeir ætla að taka sex aðrar stofnanir með sér,“ segir hann. jonhakon@frettabladid.is Selur stórfyrirtækjum í gegnum LinkedIn AwareGO framleiðir myndbönd um upplýsingaöryggi sem hafa selst víða hérlendis og erlendis. CreditSuisse er í hópi viðskiptavinanna. AWAREGO Fyrirtækið framleiðir öryggismyndskeið sem hafa verið seld til stórra og meðalstórra fyrirtækja. Salan gengur vel. Þeir eru svo rosalega hrifnir að þeir ætla að taka sex aðrar stofn- anir með sér. Ragnar Sigurðsson Stjórn Haga leggur til við aðalfund félags- ins að fyrirtækið greiði hluthöfum sínum 1.992 milljónir króna í arð vegna rekstrar- ársins 2014/2015. Ársreikningur félagsins var birtur í gær. Samkvæmt arðgreiðslu- stefnu er stefnt að því að Hagar greiði hlut- höfum sínum árlegan arð, sem nemi að lágmarki 50% hagnaðar næstliðins rekstr- arárs. Að auki mun félagið, ef tækifæri gef- ast, kaupa fasteignir á hagstæðu verði sem nýtast félaginu í starfsemi sinni. Ef fjárfest er í fasteignum er stefnt að því að eiginfjár- framlag félagsins verði að lágmarki 30% af kaupverði. Samkvæmt uppgjöri nam hagnaður rekstrarársins 3,8 milljörðum króna eða 5,0% af veltu. Vörusala rekstrarársins nam 77 milljörðum króna og framlegð var 24 prósent. Hagnaður fyrir afskriftir, fjár- magnsliði og skatta nam 5,6 milljörðum króna. Heildareignir samstæðunnar námu 27,6 milljörðum króna í lok rekstrarársins og eiginfjárhlutfallið er 53,5 prósent. Kristín Friðgeirsdóttir, stjórnarformaður fyrirtækisins, segir að minni skuldsetning og þar með vaxtagreiðslur hafi nú skapað svigrúm til þess að hluthafar njóti aukins arðs af rekstri félagsins. „Á árunum 2008- 2011 greiddi félagið árlega að meðaltali rúmlega 2,1 milljarð króna í vexti og verð- bætur. Á rekstrarárinu sem var að líða voru nettó fjármagnsgjöld félagsins 147 milljónir króna, þökk sé minni skuldsetningu. Það er ánægjulegt að sjá þessa jákvæðu breytingu í ráðstöfun þeirra fjármuna sem skapast í rekstri félagsins á sama tíma og félagið er ódýrasti valkosturinn á markaði og berst ötullega fyrir bættum hag viðskiptavina sinna,“ segir Kristín. Fjárfestingar Haga á liðnu rekstrarári námu 2,1 milljarði króna en þar af fjárfesti félagið 1,37 milljarða króna í fasteigna- verkefnum. Hafi n er vinna við byggingu nýs vöruhúss Banana við Korngarða í Reykjavík og fellur hluti þeirrar fjárfestingar á nýliðið rekstrarár. Þungi fjárfestingarinnar mun þó falla á rekstrarárið 2015/16 en áætlanir gera ráð fyrir að starfsemi Banana verði fl utt í hið nýja húsnæði fyrir lok rekstrarársins. Auk verkefnisins við Korngarða fjárfesti félagið í fasteigninni við Stekkjarbakka 4-6. Þar verður reist Bónusverslun - jhh Stjórnarformaður Haga segir að minni skuldsetning og vaxtagreiðslur skapi svigrúm til aukinna arðgreiðslna. Hagnaði verður einnig varið í fjárfestingar í fasteignum: Stjórn Haga vill greiða tæpa tvo milljarða í arð BÓNUS Ráðgert er að opna Bónusverslun í Mjóddinni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hagnaður Arion banka á fyrstu þremur mánuðum ársins nam 14,9 milljörðum króna, en var 2,9 milljarðar á sama tíma í fyrra. Í afkomutilkynningu segir að hagn- aðurinn markist mjög mikið af óreglulegum liðum. Þar hafa mest áhrif einskiptisatburðir eins og skráning og sala bankans á hlut- um í fasteignafélaginu Reitum og alþjóðlega drykkjaframleiðandan- um Refresco Gerber. Höskuldur Ólafsson, forstjóri Arion, segir að regluleg starf- semi bankans hafi líka gengið vel. „Arðsemi reglulegrar starfsemi er tæplega 10% á tímabilinu. Við höldum áfram að vinna að því að styrkja grunnrekstur bankans. Við höfum þar lagt mikla áherslu á að auka hlutdeild þóknanatekna í heildartekjum bankans og juk- ust þær um 19% miðað við sama tímabil fyrir ári. Af þóknana- tekjum bankans koma rúm 80% frá fyrirtækjum en tæp 20% úr þjónustu við einstaklinga í við- skiptabankanum,“ segir Hösk- uldur. Arðsemi eigin fjár bankans var 35,1 prósent á fjórðungnum sam- anborið við 7,8 prósent á sama tímabili árið 2014. Hagnaður af reglulegri starfsemi á tímabilinu nam 4,0 milljörðum króna sam- anborið við 1,7 milljarða á sama tímabili 2014. Arðsemi eigin fjár af reglulegri starfsemi nam 9,8 prósentum á fyrsta ársfjórðungi samanborið við 4,6 prósent á sama tímabili 2014. Heildareign- ir námu 1.004,3 milljörðum króna samanborið við 933,7 milljarða króna í árslok 2014. - jhh Óreglulegir liðir setja stórt strik í reikninginn á fyrsta ársfjórðungi: Hagnaður Arion banka fimmfaldast milli ára GÓÐUR REKSTUR Höskuldur Ólafsson segir að regluleg starfsemi hafi gengið vel. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Tap Sinnum eftir skatta á síðasta ári nam 15,1 milljón króna. Það er heldur lakari afkoma en var á félaginu árið áður, þegar hagnað- urinn nam 4,7 milljónum króna. Rekstrartap fyrir fjármagnsliði í ár var 18,4 milljónir króna en rekstrarhagnaður 5,5 milljónir árið á undan. Sinnum er fyrirtæki sem sinn- ir félagsþjónustu án dvalar fyrir aldraða og fatlaða. Fyrirtækið er í 100 prósent eigu Evu Con sortiu. Eigendur Consortiu eru svo þrír, það er Gekka ehf., félag í eigu Ásdísar Höllu Bragadóttur og Aðalsteins Jónassonar, sem á 43 prósenta hlut. Flösin ehf., félag Ástu Þórarinsdóttur og Gunnars Viðar á 27 prósenta hlut. Kjölfesta G á svo 30 prósenta hlut, en Kjöl- festa er í eigu Virðingar og ALM fjármálaráðgjafar. - jhh Rekstur Sinnum skilaði heldur lakari afkomu í fyrra en árið á undan: 15 milljóna króna tap hjá Sinnum FRAMKVÆMDASTJÓRINN Stella Víðisdóttir er framkvæmdastjóri Sinnum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 27,6 milljarðar voru heildareignir Haga í lok rekstrarársins. 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 3 F B 0 6 4 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 3 8 -B 7 E C 1 6 3 8 -B 6 B 0 1 6 3 8 -B 5 7 4 1 6 3 8 -B 4 3 8 2 8 0 X 4 0 0 6 A F B 0 6 4 s _ 1 2 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.