Fréttablaðið - 13.05.2015, Síða 36
| 8 13. maí 2015 | miðvikudagur
Sunna Valgerðardóttir, fréttamaður
á RÚV, ákvað á dögunum að skipta
um starfsvettvang og hefja störf hjá
Orkuveitu Reykjavíkur. „Ég hafði
þörf fyrir að breyta til og takast á
við nýjar áskoranir,“ segir hún.
Sunna segist alltaf hafa verið
áhugamanneskja um orkumál. „Ég
hef alltaf haft mikinn áhuga á vís-
indum og umhverfi smálum og eftir
að ég byrjaði í fréttamennsku átt-
aði ég mig alltaf betur og betur á
mikilvægi þessa málafl okks og þeim
tækifærum sem standa Íslandi til
boða bæði innanlands sem utan,“
segir hún.
Nýja starfi ð hennar Sunnu felst
í samskiptum, bæði innan fyrir-
tækisins og utan, og samskiptum
við fjölmiðla. „Ég verð talsmaður
bæði Orkuveitunnar og dótturfélaga
Orkuveitunnar. Svo sé ég líka um
uppsetningu á grafík og hönnun og
fl eira,“ segir Sunna.
Aðspurð segir hún að það muni
örugglega koma að því að hún sakni
blaðamennskunnar. „En það er gott.
Það er gott að fara glöð,“ segir hún.
Helstu áhugamál Sunnu eru
matur, garðyrkja, ferðalög og bresk-
ir sakamálaþættir. „Mér fi nnst ægi-
lega gaman að elda og líka ægilega
gaman að láta elda fyrir mig,“ segir
hún. Aðspurð hvort sé skemmtilegra
segir hún að það sé skemmtilegra að
elda sjálf og skemmtilegast að elda
indverskan mat. Hún segist vera
þekkt í tveimur landshlutum fyrir
hæfni sína í eldamennsku á ind-
verskum mat – Suður- og Norður-
landi.
Spurð út í skemmtilegustu staði
sem hún hafi ferðast til segir Sunna
að það séu Síle og Fnjóskadalur, en
fallegasti staðurinn sé Ásbyrgi. „Ég
hef bara einu sinni farið að gráta út
af fegurð náttúrunnar og það var í
Ásbyrgi,“ segir Sunna.
Sunna á son sem heitir Úlfur
Bjarni Tulinius og saman eiga þau
páfagaukinn Birgittu. Nafnið er
heldur óvenjulegt fyrir þær sakir
að fuglinn er karlfugl. Sambýlis-
maður Sunnu er Kolbeinn Óttars-
son Proppé blaðamaður.
jonhakon@frettabladid.is
Finnst skemmti-
legast að elda
indverskan mat
Sunna Valgerðardóttir hefur verið ráðin
til Orkuveitu Reykjavíkur. Hún segist vera
þekkt fyrir hæfni sína við að elda indversk-
an mat. Sunna grét yfir fegurð Ásbyrgis
þegar hún kom þangað.
Sunna er eldskörp
og brjálæðislega
skemmtileg. Hún
er góður vinur og
ég myndi segja
að starfsmenn
Orkuveitunnar ættu
að búa sig undir það að hún komi
inn með látum. Uppi á fréttastofu
kom hún inn og það var eins og hún
hefði alltaf verið þar. Það var strax
fjör í kringum hana. Hún talar hátt og
mikið, ég myndi eiginlega segja að
hún væri hávær. En það á reyndar við
um fleiri sem ég þekki, eins og sjálfa
mig. En henni fyrirgefst það af því að
það sem hún hefur að segja er alltaf
svo skemmtilegt.
Ragnhildur Thorlacius fréttamaður
Sunna er rosalega
góð vinkona og
við erum búnar
að vera bestu
vinkonur síðan við
vorum fjögurra
ára. Við vorum
saman í Barnaskólanum á Akur-
eyri. Hún flutti reyndar til Banda-
ríkjanna með mömmu sinni í 7. eða
8. bekk, en síðan kom hún aftur til
baka. Hún heldur rosalega vel utan
um vinkonur sínar og er rosalega
hjálpleg og gefur góð ráð. Hún getur
verið pínu ýtin en það hefur nú
aldeilis hjálpað henni í starfi. Hún er
fylgin sér og er rosalega klár í að fá
fólk til að tala.
Drífa Guðmundsdóttir vinkona
HÁVÆR EN SKEMMTILEG
BREYTIR TIL Sunna segist alltaf hafa haft áhuga á vísindum og umhverfismálum.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Beint framlag álklasans til vergr-
ar landsframleiðslu mældist tæp
fjögur prósent á árinu 2007 en var
komið upp í 6-7 prósent árið 2012.
Framlagið hefur því aukist á undan-
förnum árum. Þetta kemur fram í
nýrri skýrslu sem Hagfræðistofnun
Háskóla Íslands vann fyrir Samál,
samtök álframleiðenda. Skýrslan
ber yfi rskriftina Þjóðhagsleg staða
og þróun íslensks áliðnaðar.
Íslenski álklasinn er skilgreindur
á þeim grunni að áliðnaður og raf-
orkan sem hann nýtir sé grunnat-
vinnuvegur og þar með kjarni klas-
ans. Innan klasans eru svo allir þeir
atvinnuvegir sem rekja eitt prósent
eða meira af veltu sinni til áliðnað-
arins.
Niðurstöður Hagfræðistofn-
unar benda til þess að áliðnaður-
inn tengist fl estum atvinnuvegum
á Íslandi, en áhrifi n séu mismikil
eftir atvinnuvegum. Innan álklas-
ans teljast þó, samkvæmt þessari
skilgreiningu, jafn ólíkir atvinnu-
bálkar og starfsemi veitna, bygg-
ingarstarfsemi og mannvirkjagerð
og fjármála- og vátryggingastarf-
semi. Í skýrslunni kemur fram að
um eitt prósent af veltu fyrirtækja
í fjármála- og vátryggingastarfsemi
megi rekja til áliðnaðarins. Um 35
prósent af veltu veitna eru aftur á
móti rakin til áliðnaðarins.
Helstu aðföng álframleiðslunn-
ar hér á landi eru raforka, vinnu-
afl , súrál, rafskaut og álfl úoríð. Af
þessum helstu aðföngum fæst raf-
orka auk vinnuafl s á Íslandi.
Í skýrslunni kemur fram að árið
2012 voru framleiddar rúmlega
17.500 gígawattstundir af raforku á
Íslandi, þar af voru rúmlega 12.000
gígawattstundir nýttar af álverum.
Þá kemur fram að um 1.500-2.000
manns starfi í álverunum. Flestir,
eða um 600 manns, hjá Norðuráli.
Um 450 starfa hjá Fjarðaáli og aðrir
450 hjá Rio Tinto Alcan í Straums-
vík. Heildarfjöldi starfa sem megi
rekja til áliðnaðarins, með afl eidd-
um störfum, sé á bilinu 3.645-4.860.
jonhakon@frettbladid.is
Aukin áhrif álveranna
Hlutur álklasans í landsframleiðslu jókst úr 4 prósentum í tæp 7 á
fimm árum. Heildarfjöldi starfa vegna iðnaðarins er minnst 3.645.
Á GRUNDARTANGA Álverið er stærsti einstaki
vinnustaðurinn á Vesturlandi. FRÉTTABLAÐIÐ/
LEAN til árangurs í þjónustufyrirtækjum – ráðstefna VÍS og Stjórnvísi
er fyrir alla sem hafa hug á eða eru byrjaðir að tileinka sér LEAN hugmynda-
fræðina til að ná fram árangri í rekstri. Til að LEAN innleiðing nái tilsettum
árangri þarf að koma LEAN stjórnunarháttum og hugsun í menningu
fyrirtækja. Fjallað verður um hvernig hægt er að sameina á árangursríkan
hátt áherslur um að auka ánægju viðskiptavina og lækka kostnað. Fyrir-
lesarar koma allir úr þjónustufyrirtækjum og miðla mislangri reynslu sinni
af því að vinna með LEAN.
VÍS
VÍS er stærsta tryggingafélag landsins og leggur ríka áherslu á skilvirkni, sveigjanleika og gæði í þjónustu sinni við
viðskiptavini. VÍS hóf formlega innleiðingu á LEAN menningu haustið 2013 og hefur náð góðum árangri í aukinni
ánægju viðskiptavina ásamt því að lækka kostnað. Farið verður yfir LEAN ferðalagið ásamt því að miðla reynslusögum
stjórnenda. www.vis.is
Christian Ahle Greve – Tryg
Christian starfar hjá Tryg, stærsta tryggingafélaginu í Danmörku. Hann mun fjalla um hvernig Tryg hefur með
innleiðingu LEAN tekist að sameina áherslur á ánægju viðskiptavina og lækkun kostnaðar með miklum árangri.
www.tryg.dk
Søren Nordby Riishøj – Nets
Søren starfar hjá Nets, greiðslumiðlunarfyrirtæki í Danmörku. Hann mun fjalla um hvernig LEAN var notað í sameiningu
tveggja fyrirtækja sem varð að lokum Nets með miklum árangri. www.nets.eu
Dagskrá
13:00-13:30 LEAN menning hjá VÍS - Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS
13:30-14:20 Focus on customers and cost - Christian Ahle Greve
14:20-14:40 Kaffihlé
14:40-16:00 LEAN ferðalagið hjá VÍS og reynslusögur frá stjórnendum
16:00-16:10 Kaffihlé
16:10-17:00 LEAN – A journey and transformation - Søren Nordby Riishøj
17:00-18:30 Kokteill og umræður
LEAN TIL ÁRANGURS
Í ÞJÓNUSTUFYRIRTÆKJUM
Ráðstefna
VÍS og
Stjórnvísi
21. maí 2015
Kaldalóni í Hörpu
Kl. 13:00 - 18:30
Aðgangseyrir kr. 12.900.-
kaffi, kokteill og léttar
veitingar innifaldar.
600 manns
starfa í álverinu á
Grundartanga.
1
5
-0
9
-2
0
1
5
1
0
:2
3
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
6
3
8
-4
B
4
C
1
6
3
8
-4
A
1
0
1
6
3
8
-4
8
D
4
1
6
3
8
-4
7
9
8
2
8
0
X
4
0
0
4
B
F
B
0
6
4
s
_
1
2
_
5
_
2
0
1
5
C
M
Y
K